Fréttablaðið - 13.05.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.05.2014, Blaðsíða 18
FÓLK|HEILSA Heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna hófst í síðustu viku en þetta er tólfta árið sem Íþrótta- og Ólympíusam- band Íslands stendur fyrir því. Margir kepp- endur taka þátt ár eftir ár og er einn þeirra Fannar Jónsson, starfsmaður á rannsóknastofu Rio Tinto Alcan á Íslandi. Hann hóf störf hjá fyrirtækinu síðla sumars árið 2005 og tók þátt í átakinu í fyrsta sinn ári síðar. Hann segir mikla stemningu ríkja í fyrirtækinu í tengslum við átakið. „Það hefur verið mikil ásókn hjá starfs- mönnum í að taka þátt undanfarin ár og stjórn- endur hér hafa ávallt veitt starfsmönnum mikla hvatningu. Þetta er áttunda skiptið sem ég tek þátt og þetta er alltaf jafn gaman.“ Fyrstu árin sem Fannar tók þátt bjó hann í Vesturbænum í Reykjavík þannig að hann þurfti að hjóla töluverða vegalengd til vinnu. „Á með- an ég bjó í Vesturbænum var ég að hjóla um 46 kílómetra á dag. Nú bý ég í Hafnarfirði þannig að þetta er talsvert styttri leið þetta árið.“ Hann segir þó lítið mál hjóla þessa vega- lengd úr Vesturbænum. „Í fyrstu fannst mér þetta óraunhæft markmið en svo þegar maður byrjaði reyndist þetta alls ekki svo löng leið. Raunar var þetta miklu minna átak en ég átti von á. Svona hjólatúr er bara mjög hressandi, auk þess sem maður er búinn með líkamsrækt dagsins eftir daginn.“ Fannar hjólar mikið yfir sumarið og stefnir á að hjóla til og frá vinnu í sumar. „Hingað til hef ég ekki hjólað í vinnuna yfir vetrartímann. Það kann þó að breytast næsta vetur þar sem ég er nýfluttur til Hafnarfjarðar og töluvert styttra er í vinnuna.“ Utan vinnutímans hjólar fjölskyldan saman og fimm ára dóttir Fannars hefur verið að æfa sig undanfarnar vikur eftir að hjálpardekkin voru tekin af. „Ég vil sérstaklega benda for- eldrum á að vera fyrirmyndir í hjóla- umferðinni með því að klæðast sýnileikafatnaði og vera með reiðhjólahjálm. Það eykur öryggi allra í umferð- inni.“ Átakinu lýkur 27. maí og lentu starfs- menn Rio Tinto Alcan í öðru sæti í fyrra í sínum flokki. „Markmiðið er fyrst og fremst að fá sem flesta til að hreyfa sig meira og líta á aðrar heil- brigðari og umhverfisvænni leiðir til að ferðast til og frá vinnu. En við stefnum auðvitað á fyrsta sætið í ár eins og alltaf. Það bara eykur stemninguna.“ Þátttakendur fyrsta árið voru 533 frá 45 vinnustöðum. Í fyrra tóku rúmlega 7.800 manns þátt frá 645 vinnustöðum. Metþátttaka var árin 2011 og 2012 þegar rúmlega 11.200 tóku þátt. Samhliða átakinu er skemmtilegur leikur í gangi á Instagram þar sem þátttakend- ur eru hvattir til að taka skemmtilegar myndir af sér og merkja #hjoladivinnuna. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á www.hjoladivinnuna.is. LÍTIÐ MÁL AÐ HJÓLA Í VINNUNA HEILSUÁTAK Hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna hófst í síðustu viku. Mörg þúsund Íslendingar taka þátt árlega og margir ár eftir ár. Fannar Jónsson hjá Rio Tinto Alcan tekur þátt í átakinu áttunda árið í röð og finnst hjólatúrinn hressandi líkamsrækt. HOLL HREYFING „Svona hjóla- túr er bara mjög hress- andi, auk þess sem maður er búinn með líkamsrækt dagsins eftir daginn,“ segir Fannar Jóns- son, starfs- maður Rio Tinto Alcan á Íslandi. MYND/GVA IROHA er með fjölbreytt úrval maska fyrir andlit, hendur og fætur. IROHA-fótameðferðarsokkarnir hjálpa til við að mýkja fætur. Þeir losa sigg og hart skinn með því að flýta fyrir náttúrulegu ferli endurnýjunar húðarinnar. Bára Ragnhildardóttir prófaði IROHA-meðferðar- sokkana þegar hún ákvað að gera vel við sjálfa sig og hafa dekurkvöld eftir törn í skóla nú í vor. „Ég hafði heyrt frábæra hluti um sokkana og ákvað þess vegna að prófa. Fótameðferðarsokkarnir virka þannig að þeir eru hafðir á fótunum í 90-120 mín- útur, fæturnir eru svo skolaðir á eftir og fjórum til sjö dögum síðar hefur húðin endurnýjað sig. Allt það sem maður vill ekki sýna öðrum, óaðlaðandi sigg, þurr og hörð húð, hefur dottið af og húðfrum- urnar hafa endurnýjað sig. Ég er líka hrifin af því að fótamaskinn og IROHA-vörurnar eru án parabena.“ Bára segir maskann hafa virkað ótrúlega vel og finnur alveg sérstakan mun á hælunum þar sem allt harða skinnið er dottið af. „Núna er ég með silkimjúka fætur, tilbúin í sandalana fyrir sum- arið. Eftir að ég prófaði sjálf ákvað ég að gefa manninum mínum par af sokkunum. Árangur- inn var jafnvel enn meiri þegar hann prófaði þá enda með þessa hefðbundnu „fótboltafætur“ sem þurfa oft góða fótaumhirðu. Ég er mjög ánægð með IROHA-vörurnar og fer nú í það að prófa enn fleiri maska frá þeim.“ MEÐ TÆRNAR ÚTI HALLDÓR JÓNSSON EHF KYNNIR Fótameðferðarsokkarnir frá IROHA losa hart skinn og sigg af fótum og gera þá silkimjúka og tilbúna fyrir sumarið. MEÐ SILKIMJÚKA FÆTUR Bára er ánægð með IROHA-fóta- meðferðarsokkana sem hún prófaði á dögunum. Fætur hennar eru nú silkimjúkir og lausir við allt sigg og hart skinn. MYND/GVA Eru flugur, flær eða maurar að ergja þig og bíta? áhrifaríkur og án allra eiturefna. Allt að 8 tíma virkni. Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hjá N1 www.gengurvel.is Lífstíls og decor vefverslun www.facebook.is/kolkaiceland

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.