Fréttablaðið - 13.05.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 13.05.2014, Blaðsíða 40
13. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 24 BAKÞANKAR Söru McMahon „Þetta voru um 700 hamborgarar sem við seld- um. Við ætluðum að vera með opið til klukkan 22 en allt kjötið var búið um klukkan átta svo þetta gekk alveg vonum framar,“ segir Guðmundur Kristján Gunnarsson, einn af forsvarsmönnum Hamborgarabúllu Tómasar sem var opnuð í Berl- ín á föstudaginn. Fullt var út úr dyrum á opnun- arkvöldinu en meðfylgjandi myndir tók Baldur Kristjánsson ljósmyndari. kristjana@frettabladid.is Allt kjötið kláraðist í Berlín Hamborgarabúlla Tómasar var opnuð með pompi og prakt í Berlín um helgina. Kjötið kláraðist fyrir lokun en alls voru um 700 hamborgarar steiktir. Ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson tók myndir á opnunardaginn. HVERNIG SMAKKAST? Tómas Tómasson, sem Búllan er kennd við, fær að smakka fyrsta Berlínarborgarann. ALLT BÚIÐ Alls hurfu 700 hamborgarar ofan í svanga gesti á föstudaginn. SÖGUFRÆGT HÚSNÆÐI Að sögn Guðmundar er húsnæðið upprunalegt en inn- réttingarnar eru frá 1880. MYNDIR/BALDUR KRISTJÁNSSON BEÐIÐ EFTIR BORGURUM Starfsmenn Búllunnar höfðu í nógu að snúast á opnunardeginum. REYNSLUNNI MIÐLAÐ Tommi ræðir við sitt fólk í Berlín. BAD NEIGHBOURS 5:50, 8, 10:10 LÁSI LÖGGUBÍLL 6 THE OTHER WOMEN 8, 10:20 SPIDERMAN 2 3D 7, 10 RIO 2D 5 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR “IT COULD BE HIS BEST FILM SO FAR” - THE GUARDIAN SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas Miðasala á: BAD NEIGHBOURS LÁSI LÖGGUBÍLL THE OTHER WOMAN THE AMAZING SPIDERMAN 2 3D HARRÝ OG HEIMIR GRAND BUDAPEST HOTEL KL. 8 - 10.10 KL. 5.40 KL. 10.25 KL. 6 - 9 KL. 6 - 8 KL. 5.45 - 10.15 VONARSTRÆTI BAD NEIGHBOURS BAD NEIGHBOURS LÚXUS LÁSI LÖGGUBÍLL THE OTHER WOMAN THE AMAZING SPIDERMAN 2 3D RIO 2 2D ÍSL. TAL HARRÝ OG HEIMIR KL. 8 (FORSÝNING) KL. 5.40 - 8 - 10.10 KL. 3.30 - 5.40 - 8 - 10.10 KL. 3.30 KL. 5.30 - 8 - 10.25 KL. 5 - 8 KL. 3.30 KL. 3.30 - 6 -T.V., BÍÓVEFURINN.IS ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK LOS ANGELES TIMESCHICAGO SUN TIMES THE BATTLE FOR THE STREET BEGINS. SETH ROGEN ZAC EFRON ROSE BYRNE T.V. - BÍÓVEFURINN.IS Rihanna er ekki par sátt við Drake þessa dagana en sá síðar- nefndi sagði söngkonuna vera einum of þurfandi. „Hún er mjög ástfangin af honum og vill að hlutirnir gangi upp á milli þeirra en hún er ekkert lamb að leika sér við þegar það kemur að ástar- málunum og Drake fær að finna fyrir því,“ sagði heimildarmaður söngkonunnar við slúðurmiðlana ytra. Alveg frá því að rappar- inn lét ummælin falla hefur Ri- hanna neitað að hafa samband við hann. Þannig vonast hún til þess að hann sjái að sér og biðji hana afsökunar. Rihanna þykir of þurfandi EKKI SÁTT Rihanna er fúl út í Drake en honum finnst hún einum of þurfandi þessa dagana. UM páskana ætluðum við systkinin, makar og eitt barn að heimsækja mömmu okkar og stjúpa í Vestmannaeyjum. Miðar með Herj- ólfi voru bókaðir langt fram í tímann svo öruggt væri að fólk og farartæki kæmust öll með í sömu ferð. Að því loknu var aðeins hægt að bíða og vona það besta; skyldi skipið sigla frá Landeyjahöfn eins og áætlað var? HEIMSÓKNUM mínum til Eyja fækkar til muna yfir vetrartím- ann því það virðist varla taka því að veltast um í óðum hafsjó í þrjár klukkustundir frá Þorláks- höfn fyrir eina, stutta helgi. Sér- staklega ekki þegar heimsóknin litast af sjóriðu, lystarleysi og flökurleika. Bara ef Landeyja- höfn héldist opin allt árið um kring! Tilhugsunin um að veltast um í slæmum sjó í ekki nema hálftíma er töluvert þol- anlegri. En um leið og veður gerast válynd, þá lokast Land- eyjahöfn. Eitt árið lét ég mig hafa það að sigla frá Þorláks- höfn í átta metra ölduhæð (nú fussa líklega vanir sjómenn yfir eymingja- skapnum) og maginn á mér hentist upp og niður og til hægri og vinstri í takt við skips- skrokkinn. AÐGENGI Vestmannaeyinga, og aðstand- enda þeirra uppi á landi, að þjóð-„vegin- um“ til og frá Eyjum er í besta falli stop- ult. Ferðir geta fallið niður vegna veðurs, stundum siglir maður frá Landeyjahöfn en óvænt heim til Þorlákshafnar og bíllinn situr eftir á bílaplani austur af Hvolsvelli. Flugsamgöngur eru þokkalegar en kosta auðvitað sitt. UMRÆÐUR um jarðgöng hugnast mér ekki, svona prívat og persónulega. Mér þykir tilhugsunin um að aka í gegnum jarð- göng sem liggja um svo virk gossvæði sem Eyjar og Suðurland eru ekki skemmtileg. En ég hef heldur aldrei talist áhættusækin. EN snúum okkur aftur að byrjuninni, páskaferðinni til Vestmannaeyja. Hún var auðvitað aldrei farin því Herjólfi var siglt frá Þorlákshöfn í aftakaveðri og við systk- inin, makar og barn urðum eftir uppi á landi. Skyldi skipið sigla?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.