Fréttablaðið - 11.06.2014, Síða 12

Fréttablaðið - 11.06.2014, Síða 12
11. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 12 GRASFLÖTIN ÞRIFIN Á SRÍ LANKA Hótelstarfsmaður mundar hrífu sína við ströndina í Kólombó. Eitthvað hefur hægt á hagvextinum þar í landi síðustu misserin, en hann rauk upp í átta prósent fyrstu tvö árin eftir að her landsins vann sigur á uppreisnarsveitum Tamíltígranna. NORDICPHOTOS/AFP HYLJA ANDLIT SITT Í HITABYLGJUNNI Á INDLANDI Ungir menn á vélhjóli í borginni Amritsar verjast hitanum með því að setja klút yfir höfuð sitt. Hitinn þar í borg var kominn upp í 45 til 47 gráður. NORDICPHOTOS/AFP ELDINGAR Í FRAKKLANDI Í fyrrinótt gekk á með þrumum og eldingum yfir borginni Tours í Frakklandi. Mikið hvassviðri fylgdi. NORDICPHOTOS/AFP PAPPÍRSPÖNDUR Á FERÐ Í HONG KONG Franski listamaðurinn Paulo Grangeon hefur verið að ferðast um heiminn með 1.600 pöndur, gerðar úr pappír. Þarna hefur hann stillt þeim upp á tröppunum framan við Tian Tan-Búddastyttuna á Lantau-eyju. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Á BORGARAFUNDI Í BANDARÍKJUNUM Louis Albin gegndi í eina tíð herþjón- ustu í Víetnam og mætti skreyttur fánum á borgarafund í borginni Phoenix í Virginíu, þar sem rætt var um heilbrigðisþjónustu við fyrrverandi hermenn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÁSTAND HEIMSINS 1 4 2 3 5 1 2 3 4 5

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.