Fréttablaðið - 11.06.2014, Side 22
| 4 11. júní 2014 | miðvikudagur
Vörur ORF Líftækni og dóttur-
fyrirtækisins Sif Cosmetics eru
nú seldar til um 30 landa. Sala á
þeim skilaði fyrirtækjunum um
hálfum milljarði króna í tekjur á
síðasta ári og síðan þá hafa fi mm
lönd bæst í hópinn. Stjórnendur
samstæðunnar gera ráð fyrir 650
milljóna króna sölutekjum á þessu
ári. Gangi áætlanir þeirra eftir
mun reksturinn skila hagnaði í
fyrsta sinn í sögu ORF Líftækni.
Meðferð á 39 þúsund krónur
Árið 2006 hóf ORF Líftækni fram-
leiðslu á svokölluðum vaxtarþátt-
um, sérvirkum próteinum, sem
fyrirtækið ræktar í byggplöntum
í hátæknigróðurhúsi í Grinda-
vík. Vaxtarþættirnir eru seldir
til háskólasjúkrahúsa, lyfjafyrir-
tækja og rannsóknarstofa og not-
aðir í stofnfrumurannsóknir og
frumuræktun. Þeir fara einnig í
snyrtivörur Sif Cosmetics sem var
stofnað árið 2009. Dótturfyrirtæk-
ið hefur séð um þróun og markaðs-
setningu á húðdropum, augnkrem-
um og öðrum húðvörum. Hér á
landi eru þær seldar undir vöru-
merkinu EGF en nafninu Bioeffect
í útlöndum.
Kristinn D. Grétarsson, for-
stjóri samstæðunnar, sýnir blaða-
manni vöru merkta Bioeffect sem
inniheldur 30 daga húðmeðferð og
kostar 250 evrur, tæpar 39 þúsund
krónur.
„Þetta er okkar virkasta og öfl -
ugasta vara og hún er gífurlega
vinsæl. Þessa stundina er hún
eingöngu fáanleg erlendis en við
ætlum að koma henni á markað
hér heima.“
Kristinn útskýrir hvernig allar
frumur líkamans eiga það sam-
eiginlegt að þurfa næringu og
ákveðin efni til að endurnýja sig.
Húðfrumur þurfi prótein sem lík-
aminn framleiði minna af eftir því
sem við eldumst.
„Við splæsum þessu erfðaefni
inn í byggið og það lætur plata sig
og fer að framleiða vaxtarþætt-
ina. Húðfruman þekkir þetta efni
og endurnýjar sig hraðar,“ segir
Kristinn. Hann bætir við að fyrir-
tækið sé ekki með einkaleyfi á
framleiðsluaðferðinni enda sé hún
byggð á þekktri aðferðafræði.
„Hins vegar hefur engum
öðrum tekist að framleiða þessa
vaxtarþætti í byggi,“ segir Krist-
inn. Fyrir utan skrifstofuna hans
hanga plaköt sem sýna alla 40
vaxtarþætti fyrirtækisins.
Í vélum British Airways
Húðvörur Sif Cosmetics komu
fyrst á markað árið 2010 og fjór-
um árum síðar eru þær orðnar sjö
talsins og sú áttunda er á leiðinni.
Vörurnar eru nú fáanlegar í 700
verslunum í 25 löndum og þar af
í fl estum löndum Evrópu eins og
Finnlandi, Danmörku, Bretlandi,
Þýskalandi, Belgíu og Austur-
ríki. Þær má einnig fi nna í öðrum
heimsálfum í löndum eins og Kan-
ada, Panama, Suður-Afríku, Suð-
ur-Kóreu og Kína. Húðdropar
Bioeffect seljast að sögn Kristins
betur en nokkur einstök áfengis-
eða tóbaksvara í fl ugvélum Brit-
ish Airways og voru um tíma mest
seldu snyrtivörurnar í vélum
þýska fl ugfélagsins Lufthansa.
„Fyrir nokkrum dögum gerðum
við samning við verslanakeðju í
Finnlandi sem heitir Sokos og við
erum einnig komin inn í fl ugvél-
ar Finnair. Þar að auki erum við
í 22 apótekum í landinu og því má
segja að við séum búin að komast
inn á allan fi nnska markaðinn. Svo
tekur tíma að koma sölunni í gang
og ná veltunni upp,“ segir Krist-
inn.
Húðvörur Si
Stiklað á stóru í sögu ORF Líftækni og Sif Cosmetics
VIÐTAL
HARALDUR GUÐMUNDSSON
HARALDUR@FRETTABLADID.IS
KRISTINN D. GRÉTARSSON
Kristinn er forstjóri ORF Líftækni
og Sif Cosmetics.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Kynntu þér kosti Flotaleigunnar og fáðu allar nánari upplýsingar á lysing.is
Gerðu starfsánægju
að staðalbúnaði
Flotaleiga Lýsingar sér til þess að bílafloti
fyrirtækisins er alltaf í góðu ástandi sem skilar
sér í auknum afköstum og ánægðu starfsfólki.
Lýsing hf. Ármúla 1 108 Reykjavík Sími 540 1500 lysing.is lysing@lysing.is
J
A
N
Ú
A
R
Sala á vörum ORF Líftækni og dótturfyrir-
tækisins Sif Cosmetics skilaði um hálfum
milljarði króna í tekjur á síðasta ári. Krist-
inn D. Grétarsson var ráðinn forstjóri sam-
stæðunnar í mars. Hann segir áætlanir
gera ráð fyrir besta ári í sögu ORF Líftækni.
2001 ORF Líftækni hf. stofnað
af þremur íslenskum vísinda-
mönnum.
2006 Fyrsti vaxtarþáttur-
inn einangraður úr byggi.
2010 Félagið fær
inn erlenda fjár-
festa.
2014 Vaxtarþættir ORF
seldir til um 400 rann-
sóknarstofa í stofnfrumu-
rannsóknum.
2001 2006 2008 2009 2010 2011 2013 2014
2008 Sala á fyrsta vaxtar-
þættinum fyrir læknis-
fræðilegar rannsóknir.
2008 Gróðurhúsið
Græna smiðjan í
Grindavík opnað.
2011 33 þúsund flöskur af
EGF Húðdropum™ seljast
á einu ári.
2009 Dótturfyrirtækið
Sif Cosmetics stofnað.
2013 Bioeffect fer inn
á Asíumarkað.
2010 EGF-húð-
vörurnar koma á
markað hér á landi.
2011 Markaðssetning
á Bioeffect-vörumerk-
inu hefst.
2014 Bioeffect-
húðvörurnar seldar í
um 700 verslunum í
25 löndum.