Fréttablaðið - 11.06.2014, Síða 29
7 | 11. júní 2014 | miðvikudagur
Fjármála- og efnahagsráðuneytið,
ellefu hjúkrunarheimili, Lífeyris-
sjóður starfsmanna ríkisins og Líf-
eyrissjóður hjúkrunarfræðinga
hafa undirritað samninga sem fela
í sér yfi rtöku ríkisins á nær öllum
lífeyrisskuldbindingum hjúkrun-
arheimilanna vegna starfsmanna
þeirra í B-deild LSR og LH. Þetta
kemur fram í tilkynningu ráðu-
neytisins.
Þar segir að samningarnir séu
gerðir til að koma til móts við
erfi ða fjárhagsstöðu hjúkrunar-
heimila sem rekin eru af sjálfs-
eignarstofnunum innan Samtaka
fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Fjárhæð yfi rtekinna lífeyrisskuld-
bindinga nemur tæplega sex millj-
örðum króna. - fb j
Ríkið semur við hjúkrunarheimili:
Sex milljarð-
ar yfirteknir
Listkennsludeild Listaháskólans
býður uppá námskeið á
meistarastigi fyrir starfandi
listgreina kennara og listafólk
sem vill sækja sér símenntun.
– Skapandi skrif
– Listir og sjálfbærni
– Námsefnisgerð
– Listmeðferð í námi
– Listir og menning
– Sjúkrahússtrúður
– Rödd – spuni – tjáning
– Listrannsóknir I
– Líkanagerð
– Ukulele
Allar nánari upplýsingar um námskeiðin,
og umsóknareyðublað er að finna á lhi.is
OPIN NÁMSKEIÐ
Í LIST KENNSLU-
DEILD
NÁMSKEIÐ Á HAUSTÖNN 2014
SVIPMYND
Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is
„Við erum að sigla inn í ágætis
sumar vertíð og það er alltaf meira
að gera hjá okkur á þessum árs-
tíma. Við munum bæta verulega í
áætlun okkar á Grænlandi og þar
verður örugglega töluverð aukning
miðað við síðasta ár,“ segir Árni
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Flugfélags Íslands.
„Þó það hafi orðið fækkun í inn-
anlandsfluginu á undanförnum
árum þá er erlendum ferðamönn-
um sem fl júga með okkur alltaf að
fjölga,“ bætir Árni við.
Hann hefur starfað hjá flug-
félaginu síðan 1999, fyrst sem sölu-
og markaðsstjóri og síðan fram-
kvæmdastjóri frá 2005.
Árni lærði rekstrarhagfræði í
háskólanum í Augsburg í Suður-
Þýskalandi að loknu stúdentsprófi
frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Hann bjó í samtals níu ár í Þýska-
landi og starfaði þá um tíma hjá
þýskum ferðaheildsala í München.
Árið 1997 bauðst honum síðan starf
hér heima sem hann ákvað að taka.
„Þá var ég ráðinn forstöðumað-
ur Icelandair Holidays sem seldi
þá einfaldar pakkaferðir til Íslands
og var í eigu Flugleiða. Svo var ég
framkvæmdastjóri Íslandsferða í
eitt og hálft ár áður en fyrirtæk-
ið sameinaðist Ferðaskrifstofu
Íslands,“ segir Árni. Hann segir
Flugleiðir hafa átt þrjár ferða-
skrifstofur á þessum tíma sem allar
voru í svipuðum rekstri.
„Þetta var allt sameinað í raun-
inni á tveimur árum þannig að ég
Starfaði hjá þýskum heildsala í München
Á REYKJAVÍKURFLUGVELLI Árni lærði rekstrarhagfræði í Suður-Þýskalandi og bjó í landinu í níu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Þungavigtarmaður í íslenskri ferðaþjónustu
„Árni er fyrst og fremst fagmaður. Hann er þungavigtar-
maður í íslenskri ferðaþjónustu og á stóran þátt í því
hvernig hún hefur náð að vaxa og dafna síðustu ár. Hann
nálgast alltaf viðfangsefnið með jákvæðni og á mál-
efnalegan hátt. Hann er fljótur að greina aðalatriðin, er
strategískur og hefur þann hæfileika að geta leitt mál til
lykta með fólki og fyrir fólk á hógværan og uppbyggilegan
máta. Það líkar öllum vel við Árna og sást það hvað best þegar hann lét af
embætti formanns SAF á síðasta aðalfundi. Eftir lokaræðuna sína var hann
hylltur vel og lengi undir standandi lófataki fundargesta.“
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
„Árni setur alltaf mikinn kraft í allt sem hann tekur sér fyrir
hendur. Menntaskólann kláraði hann á þremur árum og vatt
sér til Þýskalands í framhaldsnám. Ég held reyndar að sá
skóli hafi verið honum mjög góður. Ráðdeild Þjóðverjanna
kemur sér vel í rekstri á stóru fyrirtæki. Skynsemi, sann-
girni og útsjónarsemi eru orð sem koma upp í hugann. Það
getur þó verið erfitt að eiga rólega stund með honum vegna
anna. Veiðiferðir okkar í Búðardalsá hafa verið árlegur viðburður í áratug. Árni
er eini veiðimaðurinn sem ég þekki sem landað hefur 100 cm laxi á 5 feta
silungastöng með 20 metra girni. Það var barátta sem við gleymum seint!“
Valgeir Vilhjálmsson, markaðsrannsóknarstjóri RÚV.
fór í gegnum að vera framkvæmda-
stjóri Íslandsferða og Ferðaskrif-
stofu Íslands á þeim stutta tíma.“
Afi Árna var Guðmundur Jónas-
son fjallabílstjóri. Móðir hans hefur
ásamt systkinum sínum rekið rútu-
fyrirtæki í nafni Guðmundar í ára-
tugi.
„Ég er því alinn upp í ferðaþjón-
ustunni og hef ekki starfað við neitt
annað. Mjög margir í minni fjöl-
skyldu hafa unnið við atvinnugrein-
ina og þá bæði í móðurættinni og
föðurættinni.“
Árni er kvæntur Sigríði Bjarna-
dóttur iðjuþjálfa og þau eiga þrjá
stráka. Ferðalög með fjölskyld-
unni eru eitt af áhugamálum hans
en einnig nefnir hann stangveiði
og golf.
„Í ferðaþjónustunni ertu að vinna
með drauma fólks. Þú ert að hjálpa
fólki að upplifa drauma um frí og
spennandi tíma. Það er mjög gef-
andi að vinna í geira sem stuðlar að
því. Þá verður allt að vera vel undir-
búið því ekkert má klikka. Það er
lykillinn að þessu öllu saman.“
Þriðja hvert fyrirtæki á Íslandi
mun nýta sér snjalllausnir í aukn-
um mæli á næstu tólf mánuðum og
áttunda hvert fyrirtæki mun byrja
að nýta sér snjalllausnir á næstu
tólf mánuðum. Þetta kemur fram
í könnun Nýherja
u m á h e r s lu r
stærstu fyrir-
tækja landsins í
upplýsingatækni.
Í könnuninni kemur fram að
þriðja hvert fyrirtæki mun fjár-
festa meira í upplýsingatækni
á næsta ári og hátt í 60 prósent
munu halda sambærilegu fjárfest-
ingastigi og áður. Þá kemur fram
að öryggismál séu helsta áherslu-
atriði forstjóra og yfi rmanna upp-
lýsingatæknimála.
- sój
Fyrirtæki ætla sér að fjárfesta:
Nýta sér upp-
lýsingatækni