Fréttablaðið - 11.06.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 11.06.2014, Blaðsíða 40
11. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 28 Mörkin: 0-1 Jóhann Birnir Guðmundsson (10.), 1-1 Ingiberg Ólafur Jónsson (43.). Rautt spjald: Ingiberg Ólafur Jónsson, Fram (81.). FRAM (4-3-3): Ögmundur Kristinsson 6 - Ingiberg Ólafur Jónsson 5, Tryggvi Sveinn Bjarnason 5, Einar Bjarni Ómarsson 6, Ósvald Jarl Traustason 5 - Hafsteinn Briem 5, Jóhannes Karl Guðjónsson 6 (64., Aron Þórður Albertsson 5), Viktor Bjarki Arnarsson 5 (48., Haukur Baldvinsson 5) - Arnþór Ari Atlason 6, Björgólfur Hideaki Takefusa 6, Ás- geir Marteinsson 6 (83., Halldór Arnarsson -). KEFLAVÍK (4-3-3): Árni Freyr Ásgeirsson 5 (55., Sindri Kristinn Ólafsson 5) - Endre Ove Brenne 5, Unnar Már Unnarsson 6, Haraldur Freyr Guðmundsson 6, Magnús Þórir Matthíasson 6 - Ian Paul McShane 5, Sindri Snær Magnússon 7, *Jóhann Birnir Guðmundsson 7 - Elías Már Ómarsson 5, Hörður Sveinsson 5, Bojan Stefán Ljubicic 5 (69., Theodór Guðni Halldórsson -). Skot (á mark): 15-11 (5-5) Horn: 4-8 Varin skot: Ögmundur 4 - Árni Freyr 0, Sindri 1. 1-1 Laugardalsv. Áhorf: Óuppg. Guðmundur Á. Guðm. (5) visir.is Meira um leiki gærkvöldsins PEPSI-DEILD KVENNA ÚRSLIT AFTURELDING - ÍBV 0-4 0-1 Vesna Smiljkovic (23.), 0-2 Ármey Valdimars- dóttir (32.), 0-3 Sigríður Lára Garðarsdóttir (41.), 0-4 Kristín Erna Sigurlásdóttir (82.). BREIÐABLIK - SELFOSS 2-3 1-0 Aldís Kara Lúðvíksdóttir (26.), 1-1 Dagný Brynjarsdóttir (41.), 1-2 Erna Guðjónsdóttir (42.), 2-2 Guðrún Arnardóttir (85.), 2-3 Guð- munda Brynja Óladóttir (89.). STJARNAN - VALUR 7-2 1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (22.), 2-0 Harpa Þorsteinsdóttir (25.), 2-1 Hildur Antonsdóttir (30.), 2-2 Dóra María Lárusdóttir (45.), 3-2 Elva Friðjónsdóttir (54.), 4-2 Glódís Perla Viggós- dóttir (58.), 5-2 Sigrún Ella Einarsdóttir (72.), 6-2 Harpa Þorsteinsdóttir (80.), 7-2 Harpa Þorsteins- dóttir (89.). FYLKIR - FH 3-0 1-0 Rut Kristjánsdóttir (20.), 2-0 Lucy Gildein (61.), 3-0 Aníta Björk Axelsdóttir (91.). STAÐAN Þór/KA 5 4 1 0 11-6 13 Stjarnan 5 4 0 1 18-3 12 Valur 5 3 1 1 16-9 10 Fylkir 5 3 1 1 5-3 10 Selfoss 5 3 0 2 12-8 9 Breiðablik 5 2 1 2 17-6 7 ÍBV 5 2 0 3 6-8 6 FH 5 2 0 3 5-21 6 ÍA 5 0 0 5 3-12 0 Afturelding 5 0 0 5 2-19 0 NÆSTU LEIKIR Pepsi-deild karla: Í kvöld: 19.15 Fjölnir - FH, Fylkir - Breiðablik. 20.00 Stjarnan - KR. Pepsi-deild kvenna: Þriðjudagur 24. júní: 18.00 ÍBV - FH, Þór/ KA - Breiðablik. 19.15: Afturelding - ÍA, Valur - Fylkir, Selfoss - Stjarnan. FÓTBOLTI Fram og Keflavík skildu í gærkvöldi jöfn, 1-1, í fyrsta deildar- leik sumarsins á Laugardalsvelli. Jó- hann B. Guðmundsson kom Keflavík yfir snemma leiks en Ingiberg Ólafur Jónsson jafnaði fyrir Fram áður en hann var sjálfur rekinn af velli með rautt spjald undir lok leiksins. Keflavík hefði jafnað FH á toppnum með sigri í leiknum en fyrir vikið á FH möguleika á að auka forystu sína á toppi deildarinnar í fimm stig með sigri á nýliðum Fjölnis í kvöld, fari svo að Stjarnan tapi fyrir KR. Fylkir og Breiðablik eigast svo einnig við í Árbænum. - esá FH getur komist í fi mm stiga forystu í kvöld STEINROTAÐIST Árni Freyr Ásgeirsson var borinn af velli eftir höfuðmeiðsli í gær. Hann náði þó meðvitund áður en hann var fluttur á sjúkrahús. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SPORT HM Í FÓTBOLTA Í BRASILÍU 1 DAGUR Í FYRSTA LEIK THOMAS MÜLLER varð fyrir fjórum árum annar þýski leikmaðurinn í röð sem tryggir sér gullskóinn sem markahæsti leikmaður úrslitakeppni HM en landi hans Miroslav Klose varð markakóngur á HM 2006. Þjóðverjar höfðu aðeins einu sinni áður átt markakóng HM en Gerd Müller skoraði 10 mörk á Hm í Mexíkó 1970. Thomas Müller skoraði fimm mörk eins og bæði Spánverjinn David Villa, Hollendingurinn Wesley Sneijder og Úrúgvæinn Diego Forlán en vann gullskóinn af því að hann lagði upp fleiri mörk fyrir félaga sína. Müller var með þrjár stoðsendingar en hinir þrír aðeins eina. Villa fékk silfurskóinn af því að hann spilaði fæstar mínútur og Sneijder lék færri mínútur en Forlán og fékk bronsskóinn. HM stöðin FÓTBOLTI „Það er þrjátíu stiga hiti og sól og ég er einfaldlega að kafna úr hita, ég þarf eigin- lega að halda mér inni vegna hita,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga, þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Viðar Örn hefur farið á kostum í liði Vålerenga á sínu fyrsta tímabili með liðinu. „Ég er auðvitað mjög ánægður með að það gangi vel, maður stefndi alltaf að því að það myndi ganga vel en þetta er vonum framar. Hefði ég verið kominn með sex mörk í tólf leikjum væri ég fjandi sáttur en þetta er bara búið að vera mun betra en ég gat ímyndað mér og eiginlega eins gott og þetta verður,“ sagði Viðar, sem hefur skorað 19 mörk í 15 leikjum í öllum keppnum. „Þegar þeir fengu mig hingað höfðu þeir gríðarlega trú á mér. Þjálfarinn gerði mig að aðalskotmarki sínu. Þeir voru gríðarlega þakk- látir fyrir að ég beið eftir þeim og að ég valdi Vålerenga. Ég sé ekki eftir því, það hafa allir trú á mér hérna sem hjálpar gríðarlega upp á sjálfstraustið. Það er oft þannig að þegar maður fer í sterkari deild tekur oft tíma að aðlagast nýrri deild og nýjum aðstæðum. Ég var mjög heppinn. Ég náði að setja tvö mörk í öðrum leik sem setti örlít- ið tóninn fyrir það sem koma skyldi og hef ekki stoppað síðan þá.“ Stutt á milli Aðeins fjögur ár eru frá því að Viðar lék í fyrstu deildinni með Selfoss á Íslandi, nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum. „Á Íslandi þarftu að skora mörg mörk til þess að komast út en þú byrj- ar alltaf aftur á byrj- unarreit. Norðmenn líta svolítið niður á íslensku deildina þótt mér finn- ist hún vera sterk,“ sagði Viðar sem telur að það hafi gert honum gott að fara ekki út fyrr en raun bar vitni. „Ég þroskaðist gríðarlega sem leikmaður eftir tvítugt og þótt það hafi tekið tíma er ég ein- faldlega meira tilbúinn núna. Ég lagði gríðarlega mikið á mig til að þetta yrði að veruleika og ég mun ekki slaka á, ég ætla mér að ná lengra,“ sagði Viðar en aðeins fjögur ár eru frá því að hann spilaði í fyrstu deildinni með Selfoss. „Ég þurfti að taka skref aftur á bak eftir að ég sleit krossband. Ég spilaði í fyrstu deildinni með Selfoss til að komast aftur á sporið. Maður var ekki allt of bjartsýnn á framhaldið þá en ég tók eitt skref í einu.“ Viðar skaust fram á sjónarsviðið með góðri frammistöðu á síðasta tímabili þegar hann var markahæstur í Pepsi- deildinni en fékk silf- urskóinn þar sem Atli Viðar Björnsson skor- aði jafn mörg mörk en spilaði minna. „Tímabilið í fyrra er það sem kemur mér út í atvinnu- mennsku í raun og veru. Ég var búinn að eiga ágæt tímabil en aldrei búinn að ná að springa út og vera meðal þeirra bestu í deildinni. Ég átti frábært tímabil í fyrra og það hjálpaði mér gríðarlega mikið þegar ég kom út.“ Áhugi eykst Framtíðin er óviss, Viðari líður vel í Ósló en hugurinn leitar lengra. „Maður fær auðvitað töluverða athygli þegar vel gengur og það er gaman að því. Svo er gott að félagið er í stór- borg en ekki einhverju krummaskuði úti á landi – það er allt hérna nálægt sem maður þarf. Ég gat ekki valið betri klúbb til að byrja atvinnu- mannaferilinn.“ Gott gengi Viðars hefur ekki farið fram hjá öðrum liðum. Í gær voru útsendarar mættir í stúkuna til þess að fylgjast með Viðari. „Ég heyrði að einhver úrvalsdeildarlið hefðu verið að fylgjast með mér en ég reyni að láta umboðsmanninn minn sjá um þessi mál. Ég er ekkert að æsa mig of mikið með einhverjum sögusögnum. Eins og hann orðaði það þá eru lið að fylgjast með mér, þau eru nokkur, en við ætlum ekki að pæla neitt meira í þessu nema eitthvað komi upp á borðið. Ég reyni að hugsa bara um einn leik í einu og gera eins vel og ég get fyrir liðið, það er eina sem ég get hugsað um,“ sagði Viðar hógvær. „Það væri auðvitað gaman að fara í sterkari deild en þetta er líka spurning um tímasetn- ingu, hvenær er rétt að taka næsta skref. Að fara í allt of stórt lið þegar ég er ekki tilbúinn gæti einfaldlega rústað ferlinum en það gæti líka verið frábært skref. Maður verður að velja vandlega næsta skref.“ Fyrsti landsleikurinn í sex ár Viðar spilaði sinn fyrsta leik fyrir landslið Íslands á dögunum en sex ár eru síðan hann lék síðast með yngri landsliðum Íslands. „Þetta var auðvitað þvílíkur heiður að vera valinn í svona sterkt landslið. Hópurinn er mun sterkari en hann var fyrir nokkrum árum.Ég pældi ekkert í þessu, markmiðið var bara að standa sig vel og sjá hvort kallið kæmi. Þegar það kom var ég auðvitað stoltur og mér fannst ég komast ágætlega út úr því verkefni,“ sagði Viðar. „Heimir og Lars óskuðu mér góðs gengis og hvöttu mig áfram. Ef þú stendur þig vel í Nor- egi eru meiri líkur á að þú fáir kallið næst og ég reyni bara að gera mitt besta til þess. Ég er bara gríðarlega stoltur yfir að hafa fengið að leika fyrir Íslands hönd og vonandi fæ ég tækifæri að spila fleiri leiki fyrir Ísland,“ sagði Viðar að lokum. kristinnpall@365.is Gefur mér mikið sjálfstraust Viðar Örn Kjartansson hefur farið frábærlega af stað með Vålerenga á fyrsta tímabili sínu í Noregi. Viðar er markahæstur í norsku úrvalsdeildinni og fékk loksins tækifærið með íslenska landsliðinu um daginn. ÓSTÖÐVANDI Viðar Örn hefur skorað nítján mörk í fimmtán leikjum á tímabilinu til þessa í Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI „Menn vilja breyta nafninu með nýju stúkunni. Það hefur verið talað um að kalla þetta Dalinn. Lautin þykir víst of mjúkt nafn, ekki veit ég hvaðan það kemur,“ sagði Björn Gíslason, formaður Íþróttafélagsins Fylkis, í samtali við Fréttablaðið í gær. Í gærkvöldi lauk loksins langri bið er ný stúka var vígð á Fylkisvellinum en félagið hefur verið á undanþágu undanfarin ár. „Við erum búin að vera á undanþágu undan- farin ár og núna er það úr sögunni. Þetta er gríðarlegur léttir og vonandi lyftistöng fyrir knattspyrnuna í Árbænum. Fylkir er rótgró- ið félag í Pepsi-deildinni sem er búið að vera í fjórtán ár í úrvalsdeildinni og því komin meiri pressa á okkur. Þetta væri eflaust öðruvísi ef við hefðum fallið öðru hvoru, þá væru ekki sömu staðlarnir á hverju ári.“ Stúkan fékk eldskírn sína í gærkvöldi en stuðningsmenn Fylkis hafa unnið hörðum höndum í sjálfboðavinnu að reisa hana. „Það er ómetanlegt fyrir félag eins og Fylki að eiga svona stuðningsmenn. Ekki aðeins fjárhagsað- stoðin sem veitt var heldur einnig við að setja niður sætin. Þetta voru 1900 sæti með þrjá bolta í hvert sæti. Menn voru að í þrjú kvöld og settu tæplega 6.000 bolta. Mönnum er annt um félagið, það var gríðarlegur fjöldi sem mætti og félagið er mjög þakklátt. Fólkið í Árbænum tók vel í söfnunina og stuðningsmennirnir komu svo og gáfu vinnu sína til að reisa stúkuna. Þetta er alveg einstakt að eiga svona stuðningsmenn og velunnara að,“ sagði Björn. Fylkisvöllur kom illa undan vetri eins og margir aðrir grasvellir á höfuðborgarsvæðinu en í kvöld leikur meistaraflokkur karla sinn fyrsta leik í Árbænum eftir útileiki í fyrstu sex umferðunum í Pepsi-deild karla. Fylkir tekur þá á móti Breiðabliki. - kpt Tæplega sex þúsund boltar og nýtt nafn Ný stúka var vígð við Fylkisvöllinn í gær en í kvöld leikur meistarafl okkur karla sinn fyrsta leik í Árbænum. 3-0 SIGUR Fylkir fagnaði nýju stúkunni með því að vinna FH í Pepsi-deild kvenna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.