Fréttablaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 2
12. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Það hentaði mjög mörgum að efnahagskerfi Íslands hefði hrunið vegna þess að hér voru óheiðar- legir bankamenn. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Gunnar, verður þessi mynd ekki mikil afturför fyrir íslenska kvikmyndagerð? „Stundum er hollt að horfa í baksýnisspegilinn.“ Gamanmyndin Bakk, sem væntanleg er á næsta ári, fjallar um tvo vini sem taka upp á því að bakka bíl sínum hringveginn í kringum Ísland. DÓMSMÁL Ákæra á hendur þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmunds- syni, fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, var þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Þeir eru ákærðir fyrir umboðssvik, sem geta varðað allt að sex ára fang- elsisdómi ef sakir eru miklar. Hreiðar Már mætti einn sak- borninga í réttarsal í gær, en þeir Sigurður og Magnús koma til lands þann 4. júlí næstkomandi til að taka afstöðu til dómsins. Hreiðar neitaði sök fyrir dómi og sagðist aldrei á þeim fimmtán árum sem hann starfaði hjá Kaupþingi hafa tekið ákvörðun gegn hagsmunum bankans. Ákæran snýr að lánveitingum bankans vegna viðskipta með skuldatryggingar fyrir hrun. Þeim Hreiðari, Sigurði og Magnúsi er gert að hafa misnotað stöðu sína sem stjórnendur bankans í lánveit- ingum til nokkurra eignarhalds- félaga sem voru í eigu vildarvið- skiptavina Kaupþings. Í ákærunni kemur fram að lánin hafi numið tugum milljarða króna. Lánað var til sex félaga sem skráð voru á Bresku Jómfrúaeyj- um. Félögin voru öll í eigu eða nátengd þeim Skúla Þorvaldssyni, Ólafi Ólafssyni og Kevin Stanford, nokkrum af stærstu viðskiptavin- um Kaupþings. Lánin voru svo notuð til að kaupa skuldatrygg- ingar á Kaupþing, með það fyrir augum að lækka skuldatrygg- ingarálag bankans. Hreiðar Már sagði fréttastofu í gær að hann vildi að málinu gegn sér yrði vísað frá á grundvelli brota við rannsókn málsins, en símtöl hans við verjanda sinn voru hleruð af starfsmönnum sérstaks saksóknara. Hann kallaði einnig málið í heild sinni „nornaveiðar“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008. „Það þurfti að leita sökudólga,“ segir Hreiðar. „Það hentaði mjög mörgum að efnahagskerfi Íslands hefði hrunið vegna þess að hér voru óheiðarlegir bankamenn.“ Þetta er í þriðja sinn sem þeir Hreiðar, Sigurður og Magnús eru ákærðir af sérstökum saksóknara en þeir hlutu allir fangelsisdóma fyrir umboðssvik og markaðs- misnotkun í Al-Thani málinu svo- kallaða í desember síðastliðnum. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Verjendur þremenninganna lögðu fram sameiginlega bókun í gær þar sem þeir segja það órétt- látt að þeim ákærðu sé gert að verjast í þremur umfangsmiklum málum á sama tíma. Í bókuninni er þetta sagt andstætt reglum um réttláta málsmeðferð. bjarkia@frettabladid.is Sakaðir um að hafa misnotað stöðu sína Ákæra á hendur þremur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings fyrir umboðssvik var þingfest í gær. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, neitar sök og kallar málið nornaveiðar. Umboðssvik geta varðað allt að sex ára fangelsi. SEGIST SAKLAUS Hreiðar Már ásamt verjanda sínum, Gesti Jónssyni, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LANDBÚNAÐUR „Það hafa komið fram athugasemdir frá Félagi svínaræktenda um störf yfirdýra- læknis,“ segir Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðu- neytinu. Hann segir að ráðuneytið vilji ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Sigurborg Daðadóttir yfirdýra- læknir tjáir sig ekki um athuga- semdir svínabænda og segir málið vera í höndum landbúnaðarráðherra og forstjóra Matvælastofnunar. Ný lög um dýravernd tóku gildi um áramót. Samkvæmt þeim mega svínabændur ekki lengur gelda grísi án deyfingar. RÚV vakti athygli á því í síð- asta mánuði að svínbændur hefðu hundsað lögin. Yfirdýralæknir tjáði sig um málefni svínabænda og voru svína- bændur ósáttir við ummæli yfir- dýralæknis. Félag svínaræktenda ákvað því að skrifa landbúnaðarráðherra og forstjóra Matvælastofnunar bréf og fara þess að leit að yfirdýralæknir yrði úrskurðaður vanhæfur til að fjalla um málefni svínabænda. Matvælastofnun gaf svínarækt- endum frest til 10. júní til að skila áætlun um hvernig þeir ætluðu að hætta ólöglegum geldingum á grísum. Á næstu dögum verður hafist handa við að safna gögnum frá héraðsdýralæknum um hvernig svínaræktendur ætli að uppfylla skilyrði laga um dýravernd og hætta með öllu að gelda grísi án deyfingar. - jme Yfirdýralæknir segist ekki tjá sig um bréf svínaræktenda til landbúnaðarráðherra og Matvælastofnunar: Gera athugasemdir við störf yfirdýralæknis GRÍSAGELDINGAR Frestur svínarækt- enda til að skila áætlun um hvernig þeir ætli að uppfylla skilyrði laga um dýravernd er runninn út. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STAÐAR NUMIÐ Hinir auðþekkjanlegu leigubílar Lundúnaborgar stöðva hér umferð til og frá Buckinghamhöll í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRETLAND Þúsundir leigubílstjóra stöðvuðu alla umferð víða í miðborg Lundúna í gær til að mótmæla nýja snjallsímaforritinu Uber. Svipuð mótmæli áttu sér stað víða um Evrópu, meðal annars í París og Berlín. Forritinu er ætlað að reikna út kostnað bílferða líkt og gjaldmælir í leigubíl. Þetta segja leigubílstjórar að gangi í berhögg við lög og eru þeir æfir yfir skorti á reglum varðandi notkun á slíkum forritum. Frá þessu greinir fréttastofa BBC. Mótmæli leigubílstjóra hófust á Trafalgartorgi klukkan tvö í gær og stóðu í klukkustund. Um tíu þúsund bílstjórar tóku þátt og í það minnsta tveir voru handteknir. - bá Leigubílstjórar stöðvuðu umferð víða um Evrópu í gær: Æfir yfir nýju snjallsímaforriti SLYS Björgunarsveitir á Suðurlandi leituðu í allan gærdag að íslenskri konu sem hefur verið týnd frá því á laugardagskvöld. Seint í gærkvöldi sagði Ólöf Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, að konan hefði ekki enn fundist og að líklega yrði leitað áfram um nóttina. Erlend vinkona konunnar sem leitað er fannst látin í Bleiksárgljúfri innst í Fljótshlíð, skammt frá Hvolsvelli, í fyrradag. Leit að þeirri íslensku hófst að fullu um eittleytið í gær og voru allar björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út sem og sveitir á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum Vísis fundust föt kvennanna við hyl í gljúfrinu og fundu kafarar lík erlendu konunnar í hylnum. Samkvæmt fyrstu skoðun virðist hún hafa drukknað og er nú eink- um leitað niður með gilinu og út í Markarfljót. Um er að ræða mjög víðtæka leit. Notast er við hunda, kafara, gönguhópa og þyrlu Landhelgis- gæslunnar. Í gærkvöldi höfðu um 170 manns gengið til liðs við leitarsveitir en leitin engan árangur borið. - bá Vinkonu konunnar sem fannst látin í Bleiksárgljúfri enn leitað seint í gær: Leitin enn ekki borið árangur BJÖRGUNARSVEITIR Konan fannst ekki í gær þrátt fyrir víð- tæka leit. FRÉTTABLAÐIÐ/MAGNÚS HLYNUR HREIÐARSSON DÓMSMÁL Slökkviliðsmaður sem missti vinnuna í kjölfar umfjöll- unar um hann á RÚV í janúar 2013 hefur stefnt Malínu Brand fréttakonu og Óðni Jónssyni, þáverandi fréttastjóra RÚV, fyrir meiðyrði. Fréttin fjallaði um kynferðis- brot sem maðurinn var dæmdur fyrir tæpum tíu árum áður. Hún var flutt í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um brot Karls Vignis Þorsteinssonar. Maðurinn krefst ómerkingar á fréttinni. - nej Stefnir fréttamönnum RÚV: Missti vinnuna vegna fréttar DÓMSMÁL Karlmaður var í gær dæmur í fimm mánaða skilorðs- bundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa haft 302 kannabisplöntur í vörslu sinni í mars árið 2009. Einnig fundust á sama tíma 4,95 grömm af kannabislaufum í fórum hans. Kannabisplönturnar og -laufin ásamt fjórum brúsum af blóma- áburði og einni peru voru gerð upptæk. Maðurinn var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. - jme Átti kannabisplöntur og -lauf: Fimm mánuðir skilorðsbundnir SPURNING DAGSINS Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 3 brennarar úr ryðfríu stáli Opið laugardaga til kl. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.