Fréttablaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 36
12. JÚNÍ 2014 FIMMTUDAGUR4 ● HM-blaðið
Lionel Messi hefur unnið allt sem hægt
er að vinna, bæði sem einstaklingur og
leikmaður Barcelona. En það vantar einn
titil í safnið og þann stærsta að margra
mati, sjálfan heimsmeistaratitilinn. Þess
er enn beðið að Messi leiði Argentínu til
sigurs á HM, líkt og maðurinn sem hann er
oftast borinn saman við, Diego Maradona,
gerði fyrir 28 árum í Mexíkó.
Messi lék sinn fyrsta leik á HM þegar hann kom inn
á sem varamaður í 6-0 sigri Argentínu á Serbíu og
Svartfjallalandi árið 2006. Um leið og Messi kom
inn á var myndavélunum beint upp í stúku þar
sem Maradona stóð, íklæddur argentínsku lands-
liðstreyjunni, brosandi út að eyrum eins og stoltur
faðir.
Messi var ekki lengi að láta að sér kveða og
skoraði mark og átti stoðsendingu á þessum fyrstu
16 mínútum sínum á HM. Hann kom hins vegar
ekkert við sögu þegar Argentína féll úr leik fyrir
Þjóðverjum í átta liða úrslitum.
Messi mætti svo aftur til leiks í Suður-Afríku
fyrir fjórum árum, þar sem Maradona sjálfur stýrði
argentínska liðinu. Framan af gekk allt vel en
Argentína hljóp á þýskan vegg í átta liða úrslit-
unum. Lokatölur urðu 4-0 í síðasta leik liðsins undir
stjórn Maradona.
Það væri hart að segja að Messi hefði verið
slakur í Suður-Afríku, en honum mistókst að finna
netmöskvana í fimm leikjum og þótt óreiðukennd
leikaðferð Maradona hefði ekki hjálpað til, þá
spilaði þessi frábæri leikmaður undir pari.
Messi mistókst einnig að skora í Suður-
Ameríkukeppninni 2011, en eftir að Alej-
andro Sabella tók við sem þjálfari hefur Messi
öðlast nýtt líf með argentínska landsliðinu.
Sabella gerði hann að fyrirliða og síðan þá
hefur Messi skorað 21 mark í 25 landsleikjum.
Argentínski snillingurinn fær í sumar þriðja
tækifærið til að sigra á HM. Messi býr yfir
öllum heimsins hæfileikum, nú þarf hann bara
að virkja þá á því stóra sviði sem HM er.
Ronaldo og Messi báðir á höttunum
eftir gullstyttunni eftirsóttu
Þann 14. janúar opinberaði dómaranefnd FIFA
listann yfir þá 25 dómara sem munu dæma á HM
í Brasilíu. Dómararnir koma frá sex heimsálfum;
fjórir frá Asíu, þrír frá Afríku, fimm frá Suður-
Ameríku, þrír frá Norður- og Mið-Ameríku, einn
frá Eyjaálfu og níu frá Evrópu.
Ravshan Irmatov frá Úsbekistan er reynslu-
mesti dómarinn á HM, þrátt fyrir að vera aðeins
36 ára gamall. Hann hefur dæmt 114
landsleiki og var yngsti dómarinn
á HM í Suður-Afríku fyrir fjór-
um árum. Þar dæmdi hann
fimm leiki, þar á meðal
opnunarleik mótsins og
annan undanúrslita-
leikinn. Irmatov þykir
einna líklegastur til að
dæma úrslitaleikinn á
Maracana 13. júlí.
Í því samhengi hefur
einnig verið horft til
Japanans Yuichi Nishi-
mura, en hann mun dæma
opnunarleik HM á milli
Brasilíu og Króatíu. Nishimura
dæmdi einnig í S-Afríku, meðal
annars leik Hollands og Brasilíu í átta
liða úrslitum, auk þess sem hann var fjórði dóm-
ari í úrslitaleiknum sem Howard Webb dæmdi.
Björn Kuipers þykir einnig líklegur kostur, en
Hollendingurinn dæmdi úrslitaleik Álfukeppninn-
ar fyrir ári og úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu
í vor. Nafn Portúgalans Pedros Proenca hefur
einnig verið nefnt, en hann hélt meðal annars um
flautuna í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2012
og úrslitaleik EM sama ár.
Sú staðreynd að Webb dæmdi úrslitaleikinn
2010 vinnur þó gegn Kuipers, Proena og
öðrum evrópskum dómurum. Það er
sömuleiðis ólíklegt að dómari frá
Suður-Ameríku fái stóra tæki-
færið, en 40 ár eru liðin frá því
dómari frá sömu heimsálfu
og HM er haldið í dæmdi úr-
slitaleik.
Argentínumaðurinn
Nestor Pitana og Brasilíu-
maðurinn Sandro Ricci eru
reynsluminnstu dómar-
arnir á HM, en þeir hafa
báðir dæmt 38 landsleiki.
Þeir þreyta frumraun sína á HM
ásamt 17 öðrum dómurum.
Áhorfendur ættu einnig að
fylgjast með hinum mexíkóska Marco
Rodríguez sem er afar spjaldaglaður.
Rodríguez, sem er að fara á sitt þriðja HM, hefur
gefið 51 rautt spjald í þeim 79 landsleikjum sem
hann hefur dæmt á ferlinum. Mexíkóinn starfar
sem prestur meðfram dómgæslunni.
Dómararnir á HM
Ravshan Irmatov
Cristiano Ronaldo
29 ára
Sporting CP: 31/5
Man. Utd: 292/118
246/252
Portúgal: 111/49
HM: 10/2
EM: 14/6
Lionel Messi
26 ára
Barcelona: 425/354
Argentína: 86/38
HM: 8/1
S-Ameríku-
keppnin: 10/2
Cristiano Ronaldo hefur, líkt og
Lionel Messi, unnið allt sem einn
knattspyrnumaður getur unnið. Og líkt og
Messi hefur hann verið gagnrýndur fyrir
að ná ekki þeim hæðum með landsliðinu
sem hann hefur náð með félagsliðum
sínum í gegnum tíðina.
Það er þó ekki svo að Ronaldo hafi aldrei gert neitt
með portúgalska landsliðinu. Þegar hann var 21
árs var hann búinn að spila til verðlauna á tveimur
stórmótum. Fyrst á EM 2004, þar sem Ronaldo, þá
19 ára, skoraði tvö mörk í sex leikjum þegar Portúgal
endaði í öðru sæti á heimavelli.
Tveimur árum síðar á HM í Þýskalandi skoraði
Ronaldo eitt mark í sex leikjum þegar Portúgal
endaði í fjórða sæti. Hann var þó aðallega milli tann-
anna á fólki vegna atviks í átta liða úrslitunum gegn
Englandi, þar hann átti að hafa þrýst á dómarann,
Horacio Elizondo, að gefa Wayne Rooney, samherja
hans hjá Manchester United, rautt spjald eftir að
sá síðarnefndi hafði traðkað á Ricardo Carvalho,
varnarmanni Portúgal.
Ronaldo tókst hins vegar ekki að fylgja þessari
góðu byrjun með landsliðinu eftir. Hann var hálf-
daufur á EM 2008, þar sem Portúgal féll úr leik í átta
liða úrslitum, og náði sér heldur ekki á strik á HM
í Suður-Afríku. Ronaldo skoraði aðeins eitt mark, í
7-0 sigri á Norður-Kóreu, og Portúgal féll úr leik fyrir
Spáni í 16 liða úrslitum. „Hinn raunverulegi Ronaldo
var ekki með á þessu móti,“ sagði Carlos Querioz,
sem stýrði Portúgal á HM 2010.
Eftir að Paulo Bento tók við af Querioz hefur
spilamennska Ronaldos með landsliðinu farið
batnandi. Hann var góður á EM 2012 og frammi-
staða hans gegn Svíþjóð í umspilsleikjum um sæti
á HM í Brasilíu síðasta haust var ógleymanleg, en
hann skoraði öll fjögur mörk Portúgals í leikjunum
tveimur.
Ronaldo hefur átt glæsilegan feril og er fyrir
löngu búinn að skrá sig í sögubækurnar. Hann getur
skrifað enn einn kaflann í Brasilíu, þangað sem hann
átti stærstan þátt í að koma portúgalska landsliðinu.