Fréttablaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 42
Ivan Rakitić 26 ára, miðjumaður Króatía (62/9) Sevilla Keylor Navas 27 ára, markvörður Kostaríka (53/0) Levante Juan Cuadrado 26 ára, kantmaður Kólumbía (28/4) Fiorentina Serge Aurier 21 árs, hægri bakvörður Fílabeinsströndin (9/0) Toulouse Ricardo Rodríguez 21 árs, vinstri bakvörður Sviss (21/0) Wolfsburg Oribe Peralta 30 ára, framherji Mexíkó (27/16) Club América 12. JÚNÍ 2014 FIMMTUDAGUR10 ● HM-blaðið Fylgstu með þessum á HM Króatinn átti frábært tímabil með Sevilla, sem vann Evrópudeildina og endaði í fimmta sæti í spænsku úrvalsdeildinni. Rakitic, sem er fæddur og uppalinn í Sviss, er sparkviss með afbrigðum, með góða yfirsýn og getur bæði skapað og skorað mörk. Hann og Luka Modrić spila saman á miðju króatíska liðsins og eins og við Íslendingar fengum að kynnast í umspilsleikjunum síðasta haust getur verið næsta ómögulegt að ná boltanum af þeim. Kostaríka lenti í erfiðum riðli, með Ítalíu, Englandi og Úrúgvæ. Það kemur því væntanlega mikið til með að mæða á markverði liðsins, Keylor Navas. Hann er þó vanur að hafa mikið að gera, en enginn markvörður í fimm bestu deildum Evrópu varði fleiri skot en Kostaríkamaðurinn á nýafstöðnu tímabili. Navas hélt 16 sinnum hreinu og átti stærstan þátt í því að Levante fékk aðeins 43 mörk á sig í spænsku úrvalsdeildinni, en aðeins efstu fjögur liðin fengu á sig færri mörk. Kólumbía hefur á að skipa mörgum spennandi leikmönnum og Juan Cuadrado er einn þeirra. Hann er fjölhæfur, býr yfir miklum hraða, krafti og tækni sem gera hann að einum besta „dribblaranum“ í fótboltanum í dag. Þegar Cuadrado er í stuði er fátt sem getur stöðvað hann. Kólumbíumaðurinn spilaði frábærlega með Fiorentina á nýafstöðnu tímabili og skoraði meðal annars 11 mörk í Serie A. Aurier er búinn að bola Emmanuel Eboue burt úr landsliðinu og hefur eignað sér hægri bakvarðarstöðuna hjá Fílabeinsströndinni. Hann er gríðarlega kraftmikill og öflugur jafnt í vörn sem sókn. Aurier skoraði sex mörk fyrir Toulouse á tímabilinu, lagði upp önnur sex og var valinn í lið ársins í frönsku úrvalsdeildinni. Þykir líklegur arftaki Bacarys Sagna hjá Arsenal. Jóhann Berg Guðmundsson fór illa með Rodríguez í eftirminnilegum leik Sviss og Íslands í fyrra, en það breiðir ekki yfir þá staðreynd að hann er einn besti ungi leikmaðurinn í Evrópu. Rodríguez, sem á spænskan föður og móður frá Síle, er með magnaðan vinstri fót og er hættulegur í föstum leikatriðum sem og í opnum leik. Bakvörðurinn skoraði fimm mörk og gaf níu stoðsendingar í þýsku Bundesligunni á tímabilinu sem leið. Peralta vann sér ekki fast sæti í mexíkóska landsliðinu fyrr en hann varð orðinn 27 ára, en síðan þá hefur hann ekki hætt að skora. Peralta tryggði Mexíkó gullverðlaun á Ólympíuleikunum í London 2012 með tveimur mörkum í úrslitaleiknum gegn Brasilíu, og þá skoraði hann tíu mörk í undankeppni HM 2014, en fimm þeirra komu í umspilsleikjunum gegn Nýja-Sjálandi. 20afsláttur/00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.