Fréttablaðið - 12.06.2014, Side 42
Ivan Rakitić
26 ára, miðjumaður
Króatía (62/9) Sevilla
Keylor Navas
27 ára, markvörður
Kostaríka (53/0) Levante
Juan Cuadrado
26 ára, kantmaður
Kólumbía (28/4) Fiorentina
Serge Aurier
21 árs, hægri bakvörður
Fílabeinsströndin (9/0)
Toulouse
Ricardo Rodríguez
21 árs, vinstri bakvörður
Sviss (21/0) Wolfsburg
Oribe Peralta
30 ára, framherji
Mexíkó (27/16) Club América
12. JÚNÍ 2014 FIMMTUDAGUR10 ● HM-blaðið
Fylgstu með þessum á HM
Króatinn átti frábært
tímabil með Sevilla, sem
vann Evrópudeildina
og endaði í fimmta
sæti í spænsku
úrvalsdeildinni.
Rakitic, sem er fæddur
og uppalinn í Sviss,
er sparkviss með
afbrigðum, með góða
yfirsýn og getur bæði
skapað og skorað mörk.
Hann og Luka Modrić
spila saman á miðju
króatíska liðsins og
eins og við Íslendingar
fengum að kynnast
í umspilsleikjunum
síðasta haust getur
verið næsta ómögulegt
að ná boltanum af
þeim.
Kostaríka lenti í
erfiðum riðli, með
Ítalíu, Englandi og
Úrúgvæ. Það kemur
því væntanlega mikið
til með að mæða á
markverði liðsins,
Keylor Navas. Hann
er þó vanur að hafa
mikið að gera, en
enginn markvörður í
fimm bestu deildum
Evrópu varði fleiri skot
en Kostaríkamaðurinn
á nýafstöðnu tímabili.
Navas hélt 16 sinnum
hreinu og átti stærstan
þátt í því að Levante
fékk aðeins 43 mörk
á sig í spænsku
úrvalsdeildinni, en
aðeins efstu fjögur liðin
fengu á sig færri mörk.
Kólumbía hefur á
að skipa mörgum
spennandi leikmönnum
og Juan Cuadrado
er einn þeirra. Hann
er fjölhæfur, býr yfir
miklum hraða, krafti
og tækni sem gera
hann að einum besta
„dribblaranum“ í
fótboltanum í dag.
Þegar Cuadrado er
í stuði er fátt sem
getur stöðvað hann.
Kólumbíumaðurinn
spilaði frábærlega með
Fiorentina á nýafstöðnu
tímabili og skoraði
meðal annars 11 mörk í
Serie A.
Aurier er búinn að
bola Emmanuel Eboue
burt úr landsliðinu og
hefur eignað sér hægri
bakvarðarstöðuna hjá
Fílabeinsströndinni.
Hann er gríðarlega
kraftmikill og öflugur
jafnt í vörn sem sókn.
Aurier skoraði sex
mörk fyrir Toulouse á
tímabilinu, lagði upp
önnur sex og var valinn
í lið ársins í frönsku
úrvalsdeildinni. Þykir
líklegur arftaki Bacarys
Sagna hjá Arsenal.
Jóhann Berg
Guðmundsson fór
illa með Rodríguez í
eftirminnilegum leik
Sviss og Íslands í fyrra,
en það breiðir ekki
yfir þá staðreynd að
hann er einn besti
ungi leikmaðurinn í
Evrópu. Rodríguez,
sem á spænskan föður
og móður frá Síle, er
með magnaðan vinstri
fót og er hættulegur
í föstum leikatriðum
sem og í opnum leik.
Bakvörðurinn skoraði
fimm mörk og gaf
níu stoðsendingar í
þýsku Bundesligunni á
tímabilinu sem leið.
Peralta vann sér ekki
fast sæti í mexíkóska
landsliðinu fyrr en
hann varð orðinn 27
ára, en síðan þá hefur
hann ekki hætt að
skora. Peralta tryggði
Mexíkó gullverðlaun
á Ólympíuleikunum
í London 2012 með
tveimur mörkum í
úrslitaleiknum gegn
Brasilíu, og þá skoraði
hann tíu mörk í
undankeppni HM 2014,
en fimm þeirra komu í
umspilsleikjunum gegn
Nýja-Sjálandi.
20afsláttur/00