Fréttablaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 46
12. JÚNÍ 2014 FIMMTUDAGUR14 ● HM-blaðið Það er löngu komin hefð fyrir því að það sé sérstakt lukkudýr á HM. Fyrsta lukkudýrið var á HM í Englandi árið 1966. Það hét hinu skemmti- lega nafni World Cup Willie. Lukkudýrið var eðlilega ljón. Lukkudýrið í Brasilíu heitir Fuleco og er beltisdýr. Þessi tegund af beltisdýri er aðeins til í Brasilíu og þess utan í útrýmingarhættu. Brasilíumönnum er umhugað um dýrið. Með því að velja beltisdýr sem lukkudýr mótsins vonast Brasil- íumenn til að fólk kynni sér þann fjölda dýra sem eiga heimkynni í landinu. Hvað sem því líður þá má klárlega stóla á að Fuleco verður í banastuði næsta mánuðinn. Lukkudýrið Fuleco 1. Bosnía og Hersegóvína er eini nýliðinn á HM. Bosníumenn hafa áður leikið á HM, undir merkjum Júgó- slavíu, en þetta er í fyrsta sinn sem Bosnía tekur þátt sem sjálfstætt ríki. 2. Ekkert lið hefur fengið á sig jafn fá mörk á HM og Angóla. Liðið var með í fyrsta og eina skipti í Þýskalandi 2006, þar sem liðið fékk aðeins á sig tvö mörk í þremur leikjum gegn Portúgal, Mexíkó og Íran. 3. England hefur oftast fallið úr leik án þess að hafa tapað leik (víta- spyrnukeppnir ekki meðtaldar). Það gerðist 1982, 1990 og 2006. 4. Þýskaland hefur oftast unnið silfur og brons á HM, eða fjórum sinnum hvor verðlaun. Alls hafa Þjóðverjar unnið til verðlauna á 11 af þeim 17 mótum sem liðið hefur tekið þátt í til þessa. 5. Bora Milutinovic og Carlos Al- berto Parreira hafa þjálfað flest lið á HM, eða fimm lið hvor. Milutinovic stýrði Mexíkó (1986), Kostaríka (1990), Bandaríkjunum (1994), Níg- eríu (1998) og Kína (2002) og Parreira þjálfaði Kúveit (1982), Sameinuðu arabísku furstadæmin (1990), Brasilíu (1994 og 2006), Sádi-Arabíu (1998) og Suður-Afríku (2010). 6. Aldrei hafa jafn margir leikmenn skorað fimm eða fleiri mörk á einu HM og árið 1994 í Bandaríkjunum. Hristo Stoichkov og Oleg Salenko skoruðu báðir sex mörk og Romário, Kenneth Andersson, Jürgen Klins- mann og Roberto Baggio fimm hver. 7. Ekkert lið hefur farið taplaust í gegnum jafn mörg mót og Brasilía. Það hefur gerst sjö sinnum: 1958, ‘62, ‘70, ‘78, ‘86, ‘94 og 2002. 8. Átta lið hafa orðið heimsmeist- arar: Úrúgvæ, Ítalía, Þýskaland, Brasilía, England, Argentína, Frakk- land og Spánn. 9. Þrír leikir á HM hafa endað með níu marka sigri: Ungverjaland 9-0 S-Kórea (1954), Júgóslavía 9-0 Saír (1974) og Ungverjaland 10-1 El Salvador (1982). 10. Peter Shilton og Fabien Barthez hafa haldið hreinu oftast allra mark- varða á HM, eða tíu sinnum hvor. 11. Enginn þjálfari hefur stýrt liði til jafn margra sigra í röð og Luiz Felipe Scolari. Undir hans stjórn vann Brasilía alla sjö leiki sína á HM 2002 og Portúgal fyrstu fjóra á HM 2006. 12. Aldrei hafa verið skoruð fleiri mörk í leik á HM en þegar Austurríki vann Sviss með sjö mörkum gegn fimm árið 1954. 13. Just Fontaine á metið yfir flest mörk skoruð í einni keppni. Fram- herjinn skoraði 13 mörk þegar Frakk- land vann til bronsverðlauna á HM í Svíþjóð 1958. 14. Ekkert lið hefur tekið jafn oft þátt á HM án þess að komast í undanúrslit og Mexíkó. 15. Ronaldo er markahæsti leik- maður í sögu HM með 15 mörk. Hann skoraði fjögur mörk 1998, átta mörk 2002 og þrjú mörk 2006. 16. Bakvörðurinn Cafu hefur oftast verið í sigurliði á HM, eða 16 sinnum. 17. Ekkert lið hefur leikið jafn marga leiki í röð á HM án þess að vinna, en Búlgaría vann ekki fyrr en í 18. leik. 18. Brasilía (1930-1958) og Þýska- land (1934-1958) hafa skorað að minnsta kosti eitt mark í flestum leikjum í röð á HM, eða 18 talsins. 19. Ekkert lið hefur endað jafn oft í efstu 16 sætunum á HM og Brasilía,. 20. HM í Brasilíu er 20. mótið sem fer fram. Brasilía er eina liðið sem hefur tekið þátt á þeim öllum. Hm í tölum Sama hvað gerist líkaminn þarf Hleðslu hledsla.is ÍSLE N SK A /SIA .IS M SA 69552 06/14 64 FÓTBOLTALEIKIR Á EINUM MÁNUÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.