Fréttablaðið - 12.06.2014, Side 46

Fréttablaðið - 12.06.2014, Side 46
12. JÚNÍ 2014 FIMMTUDAGUR14 ● HM-blaðið Það er löngu komin hefð fyrir því að það sé sérstakt lukkudýr á HM. Fyrsta lukkudýrið var á HM í Englandi árið 1966. Það hét hinu skemmti- lega nafni World Cup Willie. Lukkudýrið var eðlilega ljón. Lukkudýrið í Brasilíu heitir Fuleco og er beltisdýr. Þessi tegund af beltisdýri er aðeins til í Brasilíu og þess utan í útrýmingarhættu. Brasilíumönnum er umhugað um dýrið. Með því að velja beltisdýr sem lukkudýr mótsins vonast Brasil- íumenn til að fólk kynni sér þann fjölda dýra sem eiga heimkynni í landinu. Hvað sem því líður þá má klárlega stóla á að Fuleco verður í banastuði næsta mánuðinn. Lukkudýrið Fuleco 1. Bosnía og Hersegóvína er eini nýliðinn á HM. Bosníumenn hafa áður leikið á HM, undir merkjum Júgó- slavíu, en þetta er í fyrsta sinn sem Bosnía tekur þátt sem sjálfstætt ríki. 2. Ekkert lið hefur fengið á sig jafn fá mörk á HM og Angóla. Liðið var með í fyrsta og eina skipti í Þýskalandi 2006, þar sem liðið fékk aðeins á sig tvö mörk í þremur leikjum gegn Portúgal, Mexíkó og Íran. 3. England hefur oftast fallið úr leik án þess að hafa tapað leik (víta- spyrnukeppnir ekki meðtaldar). Það gerðist 1982, 1990 og 2006. 4. Þýskaland hefur oftast unnið silfur og brons á HM, eða fjórum sinnum hvor verðlaun. Alls hafa Þjóðverjar unnið til verðlauna á 11 af þeim 17 mótum sem liðið hefur tekið þátt í til þessa. 5. Bora Milutinovic og Carlos Al- berto Parreira hafa þjálfað flest lið á HM, eða fimm lið hvor. Milutinovic stýrði Mexíkó (1986), Kostaríka (1990), Bandaríkjunum (1994), Níg- eríu (1998) og Kína (2002) og Parreira þjálfaði Kúveit (1982), Sameinuðu arabísku furstadæmin (1990), Brasilíu (1994 og 2006), Sádi-Arabíu (1998) og Suður-Afríku (2010). 6. Aldrei hafa jafn margir leikmenn skorað fimm eða fleiri mörk á einu HM og árið 1994 í Bandaríkjunum. Hristo Stoichkov og Oleg Salenko skoruðu báðir sex mörk og Romário, Kenneth Andersson, Jürgen Klins- mann og Roberto Baggio fimm hver. 7. Ekkert lið hefur farið taplaust í gegnum jafn mörg mót og Brasilía. Það hefur gerst sjö sinnum: 1958, ‘62, ‘70, ‘78, ‘86, ‘94 og 2002. 8. Átta lið hafa orðið heimsmeist- arar: Úrúgvæ, Ítalía, Þýskaland, Brasilía, England, Argentína, Frakk- land og Spánn. 9. Þrír leikir á HM hafa endað með níu marka sigri: Ungverjaland 9-0 S-Kórea (1954), Júgóslavía 9-0 Saír (1974) og Ungverjaland 10-1 El Salvador (1982). 10. Peter Shilton og Fabien Barthez hafa haldið hreinu oftast allra mark- varða á HM, eða tíu sinnum hvor. 11. Enginn þjálfari hefur stýrt liði til jafn margra sigra í röð og Luiz Felipe Scolari. Undir hans stjórn vann Brasilía alla sjö leiki sína á HM 2002 og Portúgal fyrstu fjóra á HM 2006. 12. Aldrei hafa verið skoruð fleiri mörk í leik á HM en þegar Austurríki vann Sviss með sjö mörkum gegn fimm árið 1954. 13. Just Fontaine á metið yfir flest mörk skoruð í einni keppni. Fram- herjinn skoraði 13 mörk þegar Frakk- land vann til bronsverðlauna á HM í Svíþjóð 1958. 14. Ekkert lið hefur tekið jafn oft þátt á HM án þess að komast í undanúrslit og Mexíkó. 15. Ronaldo er markahæsti leik- maður í sögu HM með 15 mörk. Hann skoraði fjögur mörk 1998, átta mörk 2002 og þrjú mörk 2006. 16. Bakvörðurinn Cafu hefur oftast verið í sigurliði á HM, eða 16 sinnum. 17. Ekkert lið hefur leikið jafn marga leiki í röð á HM án þess að vinna, en Búlgaría vann ekki fyrr en í 18. leik. 18. Brasilía (1930-1958) og Þýska- land (1934-1958) hafa skorað að minnsta kosti eitt mark í flestum leikjum í röð á HM, eða 18 talsins. 19. Ekkert lið hefur endað jafn oft í efstu 16 sætunum á HM og Brasilía,. 20. HM í Brasilíu er 20. mótið sem fer fram. Brasilía er eina liðið sem hefur tekið þátt á þeim öllum. Hm í tölum Sama hvað gerist líkaminn þarf Hleðslu hledsla.is ÍSLE N SK A /SIA .IS M SA 69552 06/14 64 FÓTBOLTALEIKIR Á EINUM MÁNUÐI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.