Fréttablaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 56
12. júní 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 32 Í dag klukkan fimm verður opnuð í i8 sýning á verkum Peters Liversidge. Þetta er fyrsta einka- sýning hans í galleríinu, en hún stendur til 9. ágúst. Liversidge býr og starfar í London. „Verk hans eru tilraunakennd í eðli sínu og endurspegla kraft skap- andi hugsunar,“ segir Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, í galleríi i8. „Undanfarin sextán ár hefur Liversidge hafið öll verk sín með því að vélrita fyrirmæli fyrir einstök verk eða verkagrúppur. Verkin eru af mörgum toga og teygja anga sína í ótal miðla, þar á meðal í skúlptúra, málverk, ljósmyndir og innsetningar, auk ýmissa gjörninga. Fyrirmælin eru rituð á gamla ritvél og lýsa allt í senn vel framkvæmanleg- um hugmyndum sem og öðrum huglægari og jafnvel ógerlegum. Listamaðurinn setur sér ákveðin tímamörk til að vinna fyrirmæli hverrar sýningar eða verkefnis – og gefur sig að tilteknu rými, staðsetningu eða samfélagi,“ útskýrir Anna Júlía. Fyrir sýningu sína í i8 hefur Peter ritað fyrirmæli að 24 verkum og gjörningum. „Meðal þeirra verka sem hafa kvikna til lífsins á sýningunni er ljósa- skilti með orðunum „BEFORE/ AFTER“, sem komið hefur verið fyrir utandyra; litlir bátar unnir úr rekaviði og öðrum reka úr fjörum Reykjavíkur og nágrenn- is og gríma sem er afsteypa af kalksteinum sem safnað var úr hvítu klettunum við Dover á Suð- ur-Englandi, steypt úr marmara- salla og gipsi.“ Peter hefur oft notfært sér póstþjónustuna við gerð verka sinna og póstleggur þá hluti án þess að þeim sé pakkað sérstak- lega inn heldur eru þeir frímerkt- ir eins og þeir koma fyrir. Peter hefur unnið eitt slíkt póstverk fyrir sýninguna. „Sem dæmi um huglægari fyrirmæli að verkum er hugmynd að þriggja daga tón- listarhátíð undir listrænni stjórn listamannsins og annað sem segir: Ég legg það til að sækja um öll störf sem auglýst verða í Reykjavík í júní, júlí og ágúst 2014.“ Nokkur verkanna á sýning- unni eru gerð sérstaklega með staðsetningu sýningarinnar í huga, svo sem Rules for Iceland. Þetta er textaverk sem tíundar sautján reglur sem listamaður- inn byggir á reglum og leiðbein- ingum sem hann hefur safnað á ferðalögum sínum um heiminn. Verkið verður bæði sýnt sem veggspjald í yfirstærð í gallerí- inu auk þess verður því dreift í formi plakats vítt og breitt um landið og mun það einnig birtast í nokkrum dagblöðum, hverfa- og héraðsblöðum. Kórverk eftir Liversidge fyrir 30 manna kór verður flutt við sólarlag opnunarkvöldið klukkan 23.56 við Reykjavíkurhöfn gegnt i8. olof@frettabladid.is Sækir um öll störf auglýst í Reykjavík Peter Liversidge opnar sína fyrstu einkasýningu í galleríi i8 klukkan fi mm í dag. PETER LIVERSIDGE Býr og starfar í London en verk hans teygja anga sína í ótal ólíka miðla. Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is PARKETFLÍSAR ekkert að pússa og lakka Umsóknarfrestur er til 27. júní Hótel og matvælaskólinn í Menntaskólanum í Kópavogi Merkja umsókn B/t. Baldur Sæmundsson Fyrsta ár: Joint Certificate Programme Hospitality and Culinary School of Iceland Annað & þriðja ár : Bachelor of International Business University Centre “César Ritz” in Switzerland Skólinn hefst á eftirfarandi dags. Fyrsta ár: 25. águst 2014 - Ísland Annað & þriðja ár: Júlí 2015 - Sviss Nánari upplýsingar eru veittar hjá: Árni Valur Sólonsson, Sími: 896-2204 eða Baldur Sæmundsson, Sími: 594-4000 baldur.saemundsson@mk.is Hotel and Tourism Management Study in Iceland and Switzerland Hospitality and Culinary School of Iceland Fannar Arason Frábær staðsetning í Sviss og góðir atvinnumöguleikar hjá alþjóðlegum hótelkeðjum. Jökull Egilsson Góður og virtur skóli og frábært félagslíf. Gott tengsla- net eftir útskrift. Fyrrum nemandi Alexandra Guðjónsdóttir Hótelstjóri Hótel Eddu, Laugarbakka. B.S. in Hotel and Tourism Management Kynnin garfund ur verð ur haldinn á Grand Hótel Þann 12 júní, kl . 20:00 Kennar ar og ne mendu r verða á staðnu m. Heiðar Kári Rannversson, dag- skrárstjóri Listasafns Reykja- víkur, leiðir á morgun göngu með leiðsögn á ensku um útilista- verkin í Viðey, en þar er að finna auk Friðarsúlu Yoko Ono verkið Áfanga eftir hinn kunna banda- ríska myndlistarmann Richard Serra. Leiðsögnin hefst klukkan 12.30. Ferjan til Viðeyjar siglir frá Skarfabakka í Sundahöfn á klukkustundarfresti frá 10.15 til 17.15. Ferjan siglir einnig frá gömlu höfninni við Ægisgarð í Reykjavík klukkan 11.30 og frá Hörpu klukkan 12.00. Leiðsögnin er gjaldfrjáls en greiða þarf ferjutollinn kr. 1.100 fyrir fullorðna, 550 kr. fyrir börn 7–15 ára. Sjá nánar á videy.com. Leiðsögn á ensku í Viðey FRIÐARSÚLAN FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.