Fréttablaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 6
12. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Mammut dagar 30% afsláttur af Mammut fatnaði fimmtudag til laugardags ÖRYGGISMÁL Vinnuslysum starfs- fólks í fiskvinnslu hefur fjölgað ár frá ári um langt skeið. Tilkynnt vinnuslys voru helmingi fleiri árið 2011 en áratug fyrr. Vinnueftirlitið réðst í sérstakt eftirlitsátak vegna þessa í fyrra. Helgi Haraldsson, deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu, leiddi verk- efnið. Hann segir fjölgun vinnu- slysa í fiskvinnslu koma á óvart og afar neikvætt að staðan sé með þessum hætti. „Menn velta fyrir sér ástæðunum, hvort tölfræð- in ýki vandann. En þegar kafað er dýpra sést að skýringin er til dæmis ekki sú að fyrirtækin séu duglegri að tilkynna slysin en áður var. Þetta eru einnig alvöru slys, ef svo má segja, og ekki um frek- ari skráningu smáslysa að ræða sem skýrir þetta,“ segir Helgi og hnykkir á því að áþekka fjölg- un vinnuslysa er ekki að finna í öðrum atvinnugreinum. Tilkynningar um útvortis og innvortis blæðingar og tognanir hafa aukist en fjöldi beinbrota er áfram um 20 á ári, svipað og liðna tvo áratugi þrátt fyrir fækkun starfsmanna í greininni. Vinnueftirlitið réðst snemma árs 2013 í sérstakt eftirlitsátak vegna þessarar stöðu. Þrjár skilgreindar ástæður voru fyrir verkefninu; vís- bendingar um fjölgun slysa, nýleg alvarleg slys og ítrekuð dæmi um að vélbúnaður uppfyllti ekki ákvæði reglna og reglugerða. En hverjar eru ástæður þessar- ar fjölgunar slysa? Helgi segir að ekkert eitt standi upp úr en eftirtektarvert sé að slys- um meðal ungra starfsmanna hefur fjölgað og eru þau langalgengust í yngstu aldurshópunum, bæði undir 18 ára og á aldursbilinu 19 til 24 ára. Því megi spyrja sig hvort þjálfun, fræðsla og upplýsingagjöf starfsmanna sé ekki ein skýring- anna. Hann segir að hafa beri hug- fast í samhengi við fjölgun slysa að fiskvinnslan er ein fárra atvinnu- greina sem halda úti sérstökum námskeiðum, en þau nái frekar til reyndari hóps starfsmanna. Í því ljósi liggur fyrir að erlendu verkafólki hefur fjölgað í fisk- vinnslu, og spurður hvort það geti verið hluti skýringarinnar útilok- ar Helgi það ekki, tungumálaörð- ugleikar auðveldi sannarlega ekki þjálfun og upplýsingagjöf. svavar@frettabladid.is Fjölgun vinnuslysa í fiskvinnslu margföld Slysaskráning Vinnueftirlitsins sýnir stöðuga fjölgun vinnuslysa hjá fiskvinnslu- fyrir tækjum um langt árabil. Betri skráning slysa er ekki skýringin. Athyglin bein- ist að þjálfun og upplýsingagjöf starfsmanna; bæði ungs fólks og erlends vinnuafls. FISKVINNSLA Vinnuslysum í fiskvinnslu fjölgar langt umfram aðrar atvinnugreinar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Á slysaskrá Vinnueftirlitsins voru skráð fjórfalt fleiri slys árið 2012 en árið 1991 eða 400 slasaðir á hverja 10.000 starfandi. Allt tímabilið frá 1991 til dagsins í dag sýnir stöðuga fjölgun. Hafa verður í huga að fiskvinnslufólki hefur fækkað mikið á tímabilinu; fjöldinn var rúmlega 6.000 árið 2002 en rétt losaði 4.000 árið 2012, sam- kvæmt gögnum Samtaka fiskvinnslustöðva. Fjöldi alvarlegra slysa eins og beinbrota á hverju ári breytist ekki þrátt fyrir mikla fækkun starfsfólks. Fjórfalt fleiri vinnuslys skráð árið 2012 1. Hvenær nam asparglytta land hér? 2. Hvaða Íslendingur er markahæst- ur í norsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu? 3. Hver leikur Gunnar á Hlíðarenda í Stundinni okkar næsta vetur? SVÖR: STJÓRNMÁL Fyrsti undirbúnings- fundur nýs stjórnmálaafls sem hefur fengið vinnuheitið Viðreisn var haldinn á Grand Hóteli í gær. Fundargestir þurftu að greiða 1.500 krónur í aðgangseyri og myndaðist löng biðröð fyrir utan fundarsalinn. Unnið var í hópum á fundinum og fjallað var um gjaldeyrismál, menntamál og heilbrigðismál, svo dæmi séu tekin. Hóparnir skiluðu af sér skjölum sem verða notuð til að útfæra stefnu flokksins. Benedikt Jóhannesson er einn af stofnendum flokksins, sem telst vera Evrópusinnaður hægriflokk- ur. Hann er hæstánægður með mætinguna á fundinn. „Við bjugg- umst við 120 manns en við urðum að fá annan sal því það komu svo margir.“ Hann bætir við að fjölbreytileg viðhorf hafi komið fram í einhverj- um málum, eins og búist hafi verið við, en að víðast hvar hafi sam- hljómurinn verið mikill. - fb Fyrsti undirbúningsfundur nýs stjórnmálaafls var haldinn á Grand Hóteli: Fjöldinn fór fram úr væntingum FYRIR FUND Benedikt Jóhannesson skömmu fyrir undirbúningsfundinn sem var haldinn á Grand Hóteli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SNYRTILEGUR Kínverskur hermaður lagar kaskeiti kollega síns er þeir búa sig undir að taka á móti Renzi fyrir framan Höll fólksins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KÍNA Matteo Renzi, nýr forsætisráðherra Ítalíu, er um þessar mundir staddur í Kína. Heimsóknin er hluti af opinberu ferðalagi um Asíu sem miðar að því að styrkja viðskiptastöðu Ítala í álfunni. Í gær hittust þeir Renzi og Xi Jingping, forseti Kína, í Höll fólksins í Peking og lýsti sá síðarnefndi yfir aðdáun sinni á efnahagsáætlun nýrrar ríkisstjórnar Ítalíu. Á mánudaginn varð Renzi fyrsti forsætisráðherra Ítalíu til að heim- sækja Víetnam opinberlega. Hann mun einnig koma við í Kasakstan á ferð sinni um Asíu. - bá Forsætisráðherra Ítalíu er á ferðalagi um Asíu: Renzi og Jingping funda í Kína BRUSSEL Framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins ætlar að rann- saka alþjóðlegu fyrirtækin Apple, Starbucks og Fiat í tengslum við skattasamkomulag þeirra við þrjú lönd í Evrópusambandinu. Frá þessu greinir BBC. Löndin sem um ræðir eru Írland, Hol- land og Lúxemborg. Í fyrra sak- aði rannsóknarteymi bandaríska öldungaþingsins Írland um að veita Apple sérstaka meðferð í skattamálum. Framkvæmdastjórnin mun kanna hvort skattamál fyrir- tækjanna standist reglugerðir Evrópu sambandsins. - bá Skattamál Apple rannsökuð: Stórfyrirtæki skoðuð af ESB JAFNRÉTTISMÁL Talið er að allt að 15 þúsund konur, þar af um 200 íslenskar, séu komnar til að taka þátt í Nordisk Forum í Malmö í Svíþjóð. Á ráðstefnunni er fjallað um fjölmarga þætti er tengjast kvenna- og jafnréttisbaráttu, jafnt á Norðurlöndunum sem ann- ars staðar í heiminum. Ráðstefnan hefst í dag og henni lýkur á sunnudag. Þetta er í þriðja sinn sem Nor- disk Forum er haldin, fyrsta ráð- stefnan var í Ósló í Noregi 1998 og sex árum síðar var ráðstefna í Turku í Finnlandi. - jme Konur fjölmenna til Malmö: Jafnréttisbarátt- an í brennidepli REYKJAVÍK Verslunarmiðstöð- in Smáralind hefur ákveðið að gefa Reykjavíkurborg högg- myndina Hafmeyjuna eftir Nínu Sæmundsson. Jón Gnarr borgar- stjóri tekur formlega á móti höggmyndinni í Hljómskálagarð- inum klukkan tvö í dag. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá borginni. Hafmeyjan á sér skrautlega sögu en önnur afsteypa Nínu af höggmyndinni var sprengd í loft upp í Reykja- víkurtjörn á nýársdag 1960. - bá Smáralind gefur höggmynd: Hafmeyjan í Reykjavík á ný 1. Árið 2005. 2. Viðar Örn Kjartansson. 3. Hafþór Júlíus Björnsson. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.