Fréttablaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 72
12. júní 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 48 Mörkin: 0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðsson (21.), 1-1 Ólafur Karl Finsen (38.), 2-1 Jeppe Hansen (41.). STJARNAN (4-3-3): Ingvar Jónsson 8 - Niclas Vem- melund 6, Martin Rauschenberg 7, Daníel Laxdal 7, Hörður Árnason 6 - Arnar Már Björgvinsson 6 (83., Atli Freyr Ottesen-), *Michael Præst 8, Atli Jóhannsson 6, Ólafur Karl Finsen 7 - Pablo Punyed 7, Jeppe Hansen 7 (83., Heiðar Ægisson-). KR (4-3-3): Stefán Logi Magnússon 4 - Haukur Heiðar Hauksson 5, Grétar Sigfinnur Sigurðsson 5, Aron Bjarki Jósepsson 4, Guðmundur Reynir Gunnarsson 4 - Abdel-Farid Zato-Arouna 5 (59., Jónas Guðni Sævarsson 5), Egill Jónsson 5, (17., Þorsteinn Már Ragnarsson 5), Baldur Sigurðsson 4 - Almarr Ormarsson 4 (60., Gary Martin 7), Óskar Örn Hauksson 6, Kjartan Henry Finnbogason 3. Skot (á mark): 10-7 (6-6) Horn: 5-7 Varin skot: Ingvar 3 - Stefán Logi 4 2-1 Samsung-völlur Áhorf: 1.313 Gunnar Jarl Jónsson (7) Mörkin: 0-1 Atli Guðnason (16.). FJÖLNIR (4-3-3): *Þórður Ingason 8 - Árni Kristinn Gunnarsson 5 (77. Viðar Ari Jónsson -), Haukur Lárusson 5, Bergsveinn Ólafsson 6, Gunnar Valur Gunnarsson 4 (89. Atli Már Þor- bergsson) - Illugi Þór Gunnarsson 5, Gunnar Már Guðmundsson 4, Guðmundur Karl Guðmundsson 6 - Ragnar Leósson 7, Júlíus Orri Óskarsson 4 (63. Guðmundur Böðvar Guðjónsson 6), Christopher Tsonis 4. FH (4-3-3): Róbert Örn Óskarsson 7 - Sean Reynolds 6, Pétur Viðarsson 7, Kassim Doumbia 7, Böðvar Böðvarsson 6 (71. Jón Jónsson -) - Sam Hewson 6, Davíð Þór Viðarsson 7, Emil Pálsson 6 - Ólafur Páll Snorrason 6, Atli Guðnason 7 (77. Kristján Gauti Emilsson -), Atli Viðar Björnsson 7 (82. Hólmar Örn Rúnarsson -). Skot (á mark): 15-14 (5-8) Horn: 5-10 Varin skot: Þórður 7 - Róbert Örn 4 0-1 Fjölnisvöllur Áhorf: 784 Erlendur Eiríksson (7) Mörkin: 1-0 Elís Rafn Björnsson (14.), 1-1 Guðjón Pétur Lýðsson (33.). FYLKIR (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 6 - Elís Rafn Björnsson 6, Ásgeir Eyþórsson 5, Stefán Ragnar Guðlaugsson 6, Tómas Joð Þorsteinsson 4 - Oddur Ingi Guðmundsson 5, Daði Ólafsson 4 (77., Gunnar Örn Jónsson -), Ragnar Bragi Sveinsson 4 (82., Sadmir Zekovic -) - Andrés Már Jóhannesson 3 (60., Davíð Þór Ásbjörnsson 5), Ás- geir Örn Arnþórsson 5, Hákon Ingi Jónsson 4. BREIÐABLIK (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 7 - Höskuldur Gunnlaugsson 5, Damir Muminovic 6, Elfar Freyr Helgason 5, Arnór Sveinn Aðalsteins- son 4 (86., Jordan Halsman -) - Stefán Gíslason 3, Finnur Orri Margeirsson 5, Elvar Páll Sigurðsson 5 (82., Ellert Hreinsson -) - *Guðjón Pétur Lýðsson 8, Tómas Óli Garðarsson 6, Elfar Árni Aðalsteins- son 5 (89., Páll Olgeir Þorsteinsson -). Skot (á mark): 7-12 (5-3) Horn: 8-7 Varin skot: Bjarni Þórður 2 - Gunnleifur 3 1-1 Fylkisvöllur Áhorf: 1.303 Valdimar Pálsson (6) Brasilíumaðurinn Pelé er eini leikmaðurinn í sögu HM sem hefur orðið heimsmeistari þrisvar en hann varð heimsmeistari 1958, 1962 og 1970. Pelé var í risahlutverki á HM 1958, þá aðeins 17 ára, en hann skoraði þá sex mörk í þremur leikjum útslátt- arkeppninnar, eina markið í 1-0 sigri á Wales í átta liða úrslitunum, þrennu í 5-2 sigri á Frökkum í undanúrslit- unum og tvö mörk í 5-2 sigri á Svíum í úrslitaleiknum. Pelé meiddist í öðrum leiknum á HM 1962 og spilaði ekki meira með á því móti en hann var allt í öllu þegar Brassarnir unnu Jules Rimet-styttuna til eignar á HM í Mexíkó 1970. Pelé var þá með fjögur mörk og fimm stoðsendingar í sex leikjum. Þar af átti hann beinan þátt í þremur af fjórum mörkum liðsins í 4-1 sigri á Ítalíu í úrslitaleiknum. FÓTBOLTI Biðin er loks á enda en úr- slitakeppni HM 2014 hefst í Brasilíu í dag er gestgjafarnir mæta Króatíu í opnunarleik keppninnar í Sao Paulo. Mótinu lýkur svo með úrslitaleiknum sem fer fram á hinum sögufræga Maravana-leikvangi í Rio de Janeiro þann 13. júlí. Fram undan er mikil knatt- spyrnuveisla og með Fréttablaðinu í dag fylgir glæsilegt aukablað um heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu. Þar má finna leikjadagskrá keppninnar ásamt ítarlegri umfjöllun um keppnina alla. Fjallað er um helstu stjörnurnar og leikmenn sem vert er að fylgjast með. Sagan er rifjuð upp og spekingar spá í spilin. Sýnt verður beint frá keppninni á RÚV og Stöð 2 Sport. Fyrstu tvær umferðir riðlakeppninnar verða fyrstu tvær viðureignir dagsins á RÚV en kvöldleikurinn í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sports, strax að lokinni HM-messunni með Guð- mundi Benediktssyni. Þar gerir hann upp leiki dagsins hverju sinni og fær til aðstoðar við sig helstu fótbolta- sérfræðinga landsins. HM-messan verður á dagskrá út alla heimsmeist- arakeppnina. - esá Allt um HM í fylgiriti Fréttablaðsins HM-blaðiðFIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014 SPORT HM Í FÓTBOLTA Í BRASILÍU MÓTIÐ BYRJAR Í DAG Allt sem þú þarft ... * Skv. fjölmiðlakönnun Capacent Gallup, jan–mar 2014. Sami fjöldi kemur til með að sækja opnunarleik HM í knattspyrnu í Sao Paulo í Brasilíu. Lesendur Fréttablaðsins í aldurshópnum 12-80 ára eru 61 þúsund fleiri á landinu öllu en lesendur Morgunblaðsins.* HANDBOLTI Stelpurnar okkar verða ekki meðal þátttökuliða í loka- keppni EM sem fer fram í Króa- tíu og Ungverjalandi í lok árs. Þetta varð ljóst eftir að Slóvakía gerði jafntefli við Frakka á heima- velli, 24-24, í gær og náði þar með þriggja stiga forystu á Ísland fyrir lokaumferðina. Íslensku stelpurnar unnu á sama tíma öruggan stórsigur á Finnum, 29-20, en Ísland situr eftir í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig fyrir lokaleikinn gegn Slóvakíu í Laug- ardalshöll á sunnudag. Frakkar voru búnir að tryggja sér áfram- haldandi þátttöku og dugði jafn- teflið í gær til að tryggja sigurinn í riðlinum. Einu stigin sem Ísland hefur fengið í riðlinum komu gegn botn- liði Finna. Liðið tapaði tvívegis fyrir sterku liði Frakka en mestu munaði um eins marks tap fyrir Slóvakíu ytra, 19-18, í október síð- astliðnum. Slóvakar eru afar öflugir „Við vorum hársbreidd frá því að ná í stig í þeim leik,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. „Sumir vildu meina að Slóvakía væri ekki með sterkt lið en úrslit- in gegn Frökkum sýna hversu öfl- ugir Slóvakar eru. Það er mjög erfitt að spila á þeirra heimavelli fyrir framan troðfullt hús,“ bætir Ágúst við. Slóvakar mæta því hingað til lands um helgina án þess að hafa að nokkru að keppa. Úrslitin í riðl- inum eru ráðin og niðurröðun lið- anna mun ekki breytast eftir loka- umferðina. „Við ætlum okkur að koma inn í þann leik af fullum krafti. Við ætlum okkur sigur og klára verk- efnið með sæmd,“ ítrekar lands- liðsþjálfarinn en hann hrósaði sínum leikmönnum fyrir sigurinn á Finnum í gær. Vantaði marga lykilmenn „Vissulega er getumunur á lið- unum en við nýttum breidd leik- mannahópsins vel og allir leik- menn stóðu sig með prýði. Það var bara fúlt að fá tíðindin frá Slóv- akíu strax eftir leikinn,“ sagði Ágúst, sem ætlar að halda ótrauð- ur áfram með landsliðið. „Ég er með samning til 2016 og verð því áfram,“ segir hann. „Auð- vitað voru það vonbrigði að komast ekki upp úr riðlinum eins og við stefndum að en þetta varð niður- staðan. Það hefur gengið á ýmsu en síðan ég tók við hafa aldrei verið jafn miklar sveiflur á lands- liðshópnum og nú. Líklega eru tíu leikmenn ekki með nú sem voru með í fyrsta leik í undankeppninni og vantar okkur nú marga lykil- menn í hópinn.“ Steinunn frábær Meðal þeirra leikmanna sem fengu tækifæri til að sýna sig og sanna í gær var hornamaðurinn Stein- unn Hansdóttir. Hún skoraði fimm mörk og var markahæst ásamt Hildigunni Einarsdóttur. „Steinunn stóð sig frábærlega og er án nokkurs vafa framtíðar- leikmaður landsliðsins. Við höfum lengi fylgst með henni,“ sagði Ágúst en Steinunn hefur nánast alla sína ævi búið í Danmörku. Steinunn, sem leikur með Skander- borg í næstefstu deild í Danmörku, á þó íslenska foreldra. eirikur@frettabladid.is Sigur dugði ekki til Ísland fer ekki á EM í handbolta þrátt fyrir að stelpurnar okkar hafi unnið örugg- an sigur á Finnum ytra í gær. Slóvakía tryggði sér farseðil á EM með því að ná jafntefl i gegn Frökkum á heimavelli á sama tíma. Ein umferð er eft ir í riðlinum. SKORAÐI FJÖGUR Þórey Rósa Stefánsdóttir var meðal markahæstu leikmanna Íslands í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.