Fréttablaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 28
12. júní 2014 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 28TÍMAMÓT PAUL FRIÐRIK HÓLM lést þann 8. júní síðastliðinn. Hann verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju þann 14. júní klukkan 14. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á björgunarsveitina Tinda í Hnífsdal, kt. 500480-0339, bnr. 154-26-4350. Eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, HALLDÓRA G. EINARSDÓTTIR Fífuseli 36, áður til heimilis að Efstasundi 6, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 13. júní kl. 13.00. Fyrir hönd vandamanna, börn hinnar látnu. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJARGMUNDUR SIGURJÓNSSON lést á Landspítalanum þann 8. júní. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 16. júní kl. 13.00. Fanney Arnbjörnsdóttir og fjölskylda. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINGRÍMUR INGIMUNDARSON Grýtu á Djúpavogi, lést þann 5. júní á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands á Höfn. Útför hans verður frá Djúpavogskirkju laugardaginn 14. júní kl. 14.00. Ingimundur Steingrímsson Arnheiður Kristinsdóttir Óskar Steingrímsson Sólrún Sverrisdóttir Hafsteinn Steingrímsson Kristbjörg Eiríksdóttir Ragnhildur Steingrímsdóttir Vilberg M. Ármannsson Drífa Ragnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ERNU GUÐMUNDSDÓTTUR Jökulgrunni 26, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Guðrúnar Hjörleifsdóttur og starfsfólks deildar A4 á Hrafnistu í Reykjavík fyrir einstaka umönnun og hlýju. Gísli Kristjánsson Guðrún Gísladóttir Halldór Þórðarson Kristján Gíslason Ásdís Rósa Baldursdóttir Guðmundur Torfi Gíslason Ragnheiður K. Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR Fannborg 8, áður Vallartröð 6, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðviku daginn 4. júní. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 18. júní kl. 13.00. Jón Óskar Guðmundsson Guðrún Hallfríður Bjarnadóttir Edward V. Kiernan Sigríður Jónsdóttir Halldór G. Sigurþórsson Jón Óskar Jónsson Jóhanna M. Jóhannesdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, HÓLMFRÍÐUR ELLERTSDÓTTIR Austurbyggð 17, Akureyri, er látin. Útför hennar fer fram 16. júní kl. 13.30 frá Akureyrarkirkju. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalarheimilið Hlíð Akureyri. Ellert Kárason Helga Gunnarsdóttir Hildur Káradóttir Þórarinn Sigurðsson og fjölskyldur. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi okkar og langafi, BALDUR EIRÍKUR JENSSON múrari, lést fimmtudaginn 5. júní á Dvalarheimilinu Grund. Útför fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 13. júní kl. 13.00. Sérstakar þakkir eru sendar til starfsfólks Grundar fyrir vinarhug og góða umönnun. Aðstandendur þakka sýnda samúð. Eyjólfur Baldursson Þórdís Sigurgeirsdóttir Hólmfríður Rós Eyjólfsdóttir Erla Eir Eyjólfsdóttir Michael Sheehan Baldur Kári Eyjólfsson Hildur María Haarde „Það er alveg bullandi húmor í okkur, þetta verður mjög lifandi,“ segir Jón Svavar, stjórnandi Bartóna, karlakórs Kaffibarsins, en kórinn heldur sína fyrstu sumartónleika í kvöld í Tjarn- arbíói. „Við erum að bjóða vinum okkar sem við höfum sungið inn á plötur með að syngja með okkur,“ segir Jón Svav- ar en meðal þeirra tónlistarmanna sem koma fram í kvöld eru Emmsjé Gauti, Original Melody og Mike Lindsay en Bartónar hafa áður sungið bakraddir í lögum þeirra listamanna. „Við höfum verið að leggja meiri áherslu á sönginn í vetur,“ segir kórstjórnandinn. „Fyrst vorum við bara að gera þetta á kúlinu, sem okkur fannst flottast þá en svo þroskast allir og kórinn hefur þroskast sem slíkur,“ segir Jón Svav- ar og bætir því við að kórmeðlimir séu orðnir mun betri söngvarar en þeir voru áður. „Við höldum samt öllu hinu, sviðsframkomu og okkar gleði.“ Bartónar skera sig út frá öðrum hefðbundnum kórum á margan hátt en kórinn hefur meðal annars skapað sér siðareglur sem haldið er til haga. „Við syngjum ekkert bull, við syngj- um föðurlandslög og vísur sem höfða til kvenþjóðarinnar,“ segi Jón Svavar. „Við reynum að sneiða fram hjá trúar- brögðum og pólitík þótt það detti inn einstaka lög af því tagi,“ segir stjórn- andinn en strákarnir syngja langmest íslenska karlakórstónlist undirleiks- laust. „Við stólum bara á það að við skilum röddunum okkar nógu vel frá okkur.“ Allur ágóði af tónleikunum rennur beint til Stígamóta, samtaka gegn kyn- ferðisofbeldi, en félögum kórsins er mjög annt um þeirra starf. „Þetta er eitthvað sem maður vill gefa gaum og taka þátt í að styðja við,“ segir Jón. „Ef maður getur gert eitthvað í þágu sam- félagsins þá er um að gera að gera það, þetta er spurning um málstað og að taka þátt í kærleikanum í samfélaginu.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 í Tjarnarbíói og kostar 1.500 krónur inn. baldvin@frettabladid.is Höfða til kvenþjóðarinnar Bartónar kallast karlakór Kaffi barsins en þeir halda sína fyrstu sumartónleika í kvöld ásamt fl eiri tónlistarmönnum og rennur allur ágóði beint til Stígamóta. MEIRI SÖNGUR Kórinn hefur undanfarið lagt meiri áherslu á góðan söng. Á þessum degi árið 1994 fundust Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman látin á heimili sínu í Los Angeles í Kaliforníu en þau höfðu verið myrt. Ruðningsstjarnan, leikarinn og fyrr- verandi eiginmaður Nicole, O.J. Simpson, var ákærður fyrir morðin. Hann gaf sig ekki fram við lögreglu sem endaði með eltingar- leik lögreglu við O.J. sem var sýndur beint í amerísku sjónvarpi. Eltingarleikurinn og réttarhaldið gegn honum eru meðal stærstu sjónvarpsviðburða í amerískri sjón- varpssögu. Sýnt var beint frá réttarhöld- unum sem voru jafnan nefnd Réttarhöld sögunnar. Sýknuúrskurður vakti hörð við- brögð og þótti auka kynþáttafordóma. Árið 1997 var O.J. dæmdur ábyrgur fyrir morðunum í einkamáli sem faðir Ronalds höfðaði gegn honum. Hann komst að mestu hjá því að greiða 33 milljóna dollara skaðabætur til fjölskyldunnar vegna verndar á eftirlaunagreiðslum. Hann hélt því fyrri lífsstíl með greiðslum úr eftir- launasjóði ruðningsmanna og flutti til Miami í Flórída, þar sem ekki er löglegt að taka heimili manneskju upp í greiðslu skuldar. Goldman-fjölskyldan fékk þó andvirði Heisman-verðlaunanna, sem O.J. hlaut árið 1968, og þóknun sem Simpson fékk fyrir að birtast í tölvuleik. O.J. skrifaði bókina „Ef ég gerði það“ árið 2006. Útgefandinn hætti við útgáfu hennar eftir mótmæli almennings. Gjaldþrotadóm- stóll framseldi síðan útgáfuréttinn til Goldman-fjölskyldunnar sem gaf bókinni heitið „Ef ég gerði það: Játning morðingj- ans“ og kom hún út árið 2007. - lkg ÞETTA GERÐIST: 12. JÚNÍ 1994 Nicole Simpson og Ronald Goldman myrt Fyrst vorum við bara að gera þetta á kúlinu, sem okkur fannst flottast þá en svo þroskast allir og kórinn hefur þroskast sem slíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.