Fréttablaðið - 12.06.2014, Side 56
12. júní 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 32
Í dag klukkan fimm verður opnuð
í i8 sýning á verkum Peters
Liversidge. Þetta er fyrsta einka-
sýning hans í galleríinu, en hún
stendur til 9. ágúst. Liversidge
býr og starfar í London. „Verk
hans eru tilraunakennd í eðli
sínu og endurspegla kraft skap-
andi hugsunar,“ segir Anna Júlía
Friðbjörnsdóttir, í galleríi i8.
„Undanfarin sextán ár hefur
Liversidge hafið öll verk sín með
því að vélrita fyrirmæli fyrir
einstök verk eða verkagrúppur.
Verkin eru af mörgum toga og
teygja anga sína í ótal miðla, þar
á meðal í skúlptúra, málverk,
ljósmyndir og innsetningar, auk
ýmissa gjörninga. Fyrirmælin
eru rituð á gamla ritvél og lýsa
allt í senn vel framkvæmanleg-
um hugmyndum sem og öðrum
huglægari og jafnvel ógerlegum.
Listamaðurinn setur sér ákveðin
tímamörk til að vinna fyrirmæli
hverrar sýningar eða verkefnis
– og gefur sig að tilteknu rými,
staðsetningu eða samfélagi,“
útskýrir Anna Júlía.
Fyrir sýningu sína í i8 hefur
Peter ritað fyrirmæli að 24
verkum og gjörningum. „Meðal
þeirra verka sem hafa kvikna
til lífsins á sýningunni er ljósa-
skilti með orðunum „BEFORE/
AFTER“, sem komið hefur verið
fyrir utandyra; litlir bátar unnir
úr rekaviði og öðrum reka úr
fjörum Reykjavíkur og nágrenn-
is og gríma sem er afsteypa af
kalksteinum sem safnað var úr
hvítu klettunum við Dover á Suð-
ur-Englandi, steypt úr marmara-
salla og gipsi.“
Peter hefur oft notfært sér
póstþjónustuna við gerð verka
sinna og póstleggur þá hluti án
þess að þeim sé pakkað sérstak-
lega inn heldur eru þeir frímerkt-
ir eins og þeir koma fyrir. Peter
hefur unnið eitt slíkt póstverk
fyrir sýninguna. „Sem dæmi um
huglægari fyrirmæli að verkum
er hugmynd að þriggja daga tón-
listarhátíð undir listrænni stjórn
listamannsins og annað sem
segir: Ég legg það til að sækja
um öll störf sem auglýst verða
í Reykjavík í júní, júlí og ágúst
2014.“
Nokkur verkanna á sýning-
unni eru gerð sérstaklega með
staðsetningu sýningarinnar í
huga, svo sem Rules for Iceland.
Þetta er textaverk sem tíundar
sautján reglur sem listamaður-
inn byggir á reglum og leiðbein-
ingum sem hann hefur safnað á
ferðalögum sínum um heiminn.
Verkið verður bæði sýnt sem
veggspjald í yfirstærð í gallerí-
inu auk þess verður því dreift í
formi plakats vítt og breitt um
landið og mun það einnig birtast
í nokkrum dagblöðum, hverfa- og
héraðsblöðum.
Kórverk eftir Liversidge fyrir
30 manna kór verður flutt við
sólarlag opnunarkvöldið klukkan
23.56 við Reykjavíkurhöfn gegnt
i8.
olof@frettabladid.is
Sækir um öll störf auglýst í Reykjavík
Peter Liversidge opnar sína fyrstu einkasýningu í galleríi i8 klukkan fi mm í dag.
PETER LIVERSIDGE Býr og starfar í London en verk hans teygja anga sína í ótal ólíka miðla.
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
PARKETFLÍSAR
ekkert að pússa og lakka
Umsóknarfrestur er til 27. júní
Hótel og matvælaskólinn í
Menntaskólanum í Kópavogi
Merkja umsókn B/t. Baldur Sæmundsson
Fyrsta ár: Joint Certificate Programme
Hospitality and Culinary School of Iceland
Annað & þriðja ár : Bachelor of International Business
University Centre “César Ritz” in Switzerland
Skólinn hefst á eftirfarandi dags.
Fyrsta ár: 25. águst 2014 - Ísland
Annað & þriðja ár: Júlí 2015 - Sviss
Nánari upplýsingar eru veittar hjá:
Árni Valur Sólonsson, Sími: 896-2204 eða
Baldur Sæmundsson, Sími: 594-4000
baldur.saemundsson@mk.is
Hotel and Tourism Management
Study in Iceland and Switzerland
Hospitality and Culinary
School of Iceland
Fannar Arason
Frábær staðsetning í Sviss og
góðir atvinnumöguleikar hjá
alþjóðlegum hótelkeðjum.
Jökull Egilsson
Góður og virtur skóli og
frábært félagslíf. Gott tengsla-
net eftir útskrift.
Fyrrum nemandi Alexandra Guðjónsdóttir Hótelstjóri Hótel Eddu, Laugarbakka.
B.S. in Hotel and Tourism Management
Kynnin
garfund
ur verð
ur
haldinn
á Grand
Hótel
Þann 12
júní, kl
. 20:00
Kennar
ar og ne
mendu
r
verða á
staðnu
m.
Heiðar Kári Rannversson, dag-
skrárstjóri Listasafns Reykja-
víkur, leiðir á morgun göngu með
leiðsögn á ensku um útilista-
verkin í Viðey, en þar er að finna
auk Friðarsúlu Yoko Ono verkið
Áfanga eftir hinn kunna banda-
ríska myndlistarmann Richard
Serra. Leiðsögnin hefst klukkan
12.30.
Ferjan til Viðeyjar siglir frá
Skarfabakka í Sundahöfn á
klukkustundarfresti frá 10.15
til 17.15. Ferjan siglir einnig frá
gömlu höfninni við Ægisgarð í
Reykjavík klukkan 11.30 og frá
Hörpu klukkan 12.00.
Leiðsögnin er gjaldfrjáls en
greiða þarf ferjutollinn kr. 1.100
fyrir fullorðna, 550 kr. fyrir börn
7–15 ára.
Sjá nánar á videy.com.
Leiðsögn á ensku í Viðey
FRIÐARSÚLAN FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
MENNING