Fréttablaðið - 22.07.2014, Side 2

Fréttablaðið - 22.07.2014, Side 2
22. júlí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Edda, er þetta dæmigert fyrir fyrrverandi landsliðskonur? „Það myndi nú einhver segja að þetta væri vítavert.“ Edda Garðarsdóttir, fyrrverandi landsliðs- kona í knattspyrnu, var í hlutverki dómara í leik Fjölnis og Hamranna í 1. deild kvenna í fyrradag. NÝSKÖPUN Karl Gunnarsson líf- fræðingur og japanski meistara- kokkurinn Kuniko Ibayashi Chang- chien héldu nýlega námskeið að Nýp á Skarðsströnd en það hófst með því að farið var í fjöruna við Saurbæ til að ná í hráefnið. Þetta kann að þykja nýstárlegt en Karl segir að í raun sé um forn- íslenska matarhefð að ræða. „Við eigum elstu heimildir um nýtingu sjávarþörunga til matar á Vesturlöndum,“ segir Karl. „Þær koma til dæmis úr Íslendingasög- um, Sturlungu og svo er kveðið á um það í Grágás hver á réttinn til að tína þetta úr fjöru.“ Það er því ljóst að sá er greip þara í leyfisleysi gat átt hegningu yfir höfði sér. Söl skipuðu meira að segja nokkurn sess í Egils sögu en skáldið fastaði í sorg sinni við fráfall sona sinna. Þorgerður dóttir hans fékk hann hins vegar til þess að borða söl sem varð til þess að hann tók sér tak og orti þá Sonatorrek, endurnærður. „Það er gaman að geta þess að Egill þekkti ekki til sölvanna en það gerði Þorgerður hins vegar,“ segir Karl sem greinilega hefur álíka gaman af fornsögum og fjörugróðri. „Enda var hún tengdadóttir Mel- korku, sem var dóttir Mýrkjartans Írlandskonungs, en það er einmitt þaðan sem við Íslendingar lærðum þessa matargerð. Hún tíðkaðist hins vegar ekki í Noregi á þeim tíma.“ Vitað er að á 17. og 18. öld fór fram mikil sölvatekja á Eyrarbakka og Stokkseyri. Fjölmenntu bændur þangað og keyptu sér tunnu fyrir veturinn og borðuðu svo upp úr henni söl rétt eins og við borðum kartöfluflögur og poppkorn nú til dags. Námskeið Karls og Kuniko að Nýp um síðustu helgi var svo vel sótt að halda varð annað á þriðju- dag en einnig var uppselt á það. Karl hefur um langt skeið kynnt þessa hefð og möguleika á frekari nýtingu þörunga. Þóra Sigurðardóttir myndlistar- kona hefur í þrjú undanfarin ár staðið fyrir námskeiðum sem þess- um sem sífellt verða vinsælli. Þrjú fyrirtæki stunda síðan sölvavinnslu hér á landi og er til dæmis eitt þeirra, Iceland Seaweed, með sölu á netinu. Það er því aldrei að vita nema snakk fornmannanna verði móðins á nýjan leik. jse@frettabladid.is Íslendingar fræddir um fornt fjörusnakk Íslendingar hafa borðað fjörugróður frá ómunatíð. Nú fara íslenskur líffræðingur og japanskur sérfræðingur um og kenna Íslendingum að höndla þetta góss sem fornmennirnir borðuðu og gaf Agli Skallagrímssyni fjör til að yrkja Sonatorrek. GÓSS FUNDIÐ Í FJÖRU Hér er Karl í fjörugróðrinum en slíku góssi getum við eflaust þakkað að Egill Skallagrímsson tók á sig rögg og orti Sonatorrek. mynd/Anna Hallin Við eigum elstu heimildir um nýtingu sjávarþörunga til matar á Vesturlöndum. Karl Gunnarsson líffræðingur. MENNTAMÁL Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri (LbhÍ) hefur borist staðfesting frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um að skila eigi inn uppfærðri rekstrar- áætlun skólans sem geri ráð fyrir tíu milljóna króna rekstrarafgangi á þessu ári. Í síðustu fund- argerð háskóla- ráðs LbhÍ segir að unnið sé að því að koma henni saman og skila inn svo fljótt sem auðið verði. Drögum að rekstraráætlun til þriggja ára var skilað inn um mánaðamótin mars/apríl á þessu ári. Ágúst Sigurðsson, fráfarandi rektor skólans, sagði þá að í henni væru dregin saman seglin í rekstri skólans um sem næmi 70 milljón- um króna á ári. Að óbreyttu þyrfti að skera niður um 15 stöðugildi í skólanum. Ljóst var að niðurskurðar og endurgreiðslu á uppsöfnuðum halla yrði krafist af hálfu ríkis- ins þegar fyrr á árinu kom í ljós að aðstandendur skólans höfnuðu sameiningu við Háskóla Íslands og fyrirhugaðri uppbyggingu í tengslum við þann samruna. Í fundargerð háskólaráðsins kemur fram að Ágúst hafi ekki sóst eftir endurráðningu, en skip- unartími hans rennur út í lok þessa mánaðar. Dr. Björn Þorsteinsson, aðstoðarrektor kennslumála, hefur verið skipaður rektor tímabundið á meðan staðan er auglýst. - óká Menntamálaráðuneytið kallar eftir uppfærðri rekstraráætlun LbhÍ: Á að skila 10 milljóna afgangi FERÐAÞJÓNUSTA Gjaldheimta á vegum Landeigenda Reykjahlíð- ar ehf. var stöðvuð um hádegis- bilið í gær. Þá hafði Svavar Páls- son, sýslumaður á Húsavík, fallist á þær fjörutíu milljónir sem gerðar- beiðendur lögbanns á gjaldheimtu í Reykjahlíð lögðu fram sem trygg- ingu. Gerðarbeiðendur, sem einnig eru landeigendur í Reykjahlíð, höfðu frest til morgundags til að leggja fram trygginguna. Í yfirlýsingu stjórnar Landeig- enda Reykjahlíðar ehf. segir að niðurstaðan sé bæði íslenskri nátt- úru og ferðaþjónustu landsmanna í óhag og því óskynsamleg. Í framhaldi af úrskurði sýslu- manns mælist stjórn félagsins til þess að ferðaþjónustufyrirtækin gangi í lið með þeim og fari ekki með hópa ferðamanna inn á land- svæði til að draga úr átroðningi. Umferð ferðamanna um svæðið sé mikil með tilheyrandi náttúruspjöll- um. Ólafur H. Jónsson, talsmaður gjaldheimtu einkahlutafélagsins, telur félagið nú þurfa að kanna stöðu sína gagnvart lögum. „Nú þurfa dómstólar að skera úr um það hvað menn eiga og mega gera í sínu landi. Við munum fara með þetta mál lengra og kanna stöðuna. Þetta endar ekki hér,“ sagði Ólafur. - sa Stjórn Landeigenda Reykjahlíðar ósátt við úrskurð sýslumanns á Húsavík um lögbann á gjaldheimtu: Landeigendur una ekki lögbannsúrskurði ÓLAFUR H. JÓNSSON Við munum fara með þetta mál lengra og kanna stöðuna. Þetta endar ekki hér. LBHÍ Meiri- hluti aka- demískra starfsmanna hefur verið hlynntur sam- einingu LbhÍ og HÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ HÖRÐUR ÁGÚST SIGURÐSSON LÍBÍA, AFP Sprengjuleifar liggja á flugbraut alþjóðaflugvallarins í Trí- pólí, höfuðborgar Líbíu, eftir að herskáir íslamistar réðust harkalega til atlögu þar í gær. Flugvöllurinn hefur verið lokaður í rúma níu daga, og allt flug til og frá Trípóli liggur niðri. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa látið þau orð falla að flugvöllurinn gæti verið ónothæfur mánuð- um saman, þar sem átökin hafa gjöreyðilagt aðalbyggingu flugvallar- ins, flugbrautir og fleiri tugi flugvéla. Allt að 120 manns hafa særst í átökunum. - kóh Um 120 manns hafa særst og öll flugumferð er í lamasessi: Stríðsátök loka flugvelli í Líbíu FLUGUMFERÐ STÖÐVUÐ Átök hafa stórskemmt alþjóðlega flugvöllinn í Trípólí, höfuðborg Líbíu. Byggingar og flugbrautir eru mjög illa farnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP SKAÐABÓTAMÁL Alls munu 140 íslenskar konur fara í mál vegna PIP-brjóstapúðanna. Talið er að um fjögur hundruð íslensk- ar konur hafi fengið gallaðar brjóstafyllingar hér á landi. Olivier Aumaitre, franski lög- fræðingurinn sem sér um málið fyrir konurnar, segir enn tæki- færi fyrir fleiri konur að taka þátt í lögsókninni. Hver og ein kona sem slæst í hópinn greiðir 25 þúsund krónur fyrir málsóknina. Olivier segir konurnar geta átt von á tveimur milljónum króna í miskabætur vinnist málið. - lb Íslenskar konur krefjast bóta: 140 lögsækja vegna PIP-púða HJÁLPARSTARF Íslenski Rauði krossinn tilkynnti í gær um tíu milljóna króna framlag til hjálp- arstarfs palestínska Rauða hálf- mánans á Gasa. Einnig hefur verið opnaður söfnunarsími fyrir þá sem vilja styðja við bakið á hjálparstarfi Rauða hálfmánans. Sjúkraliðar Rauða hálfmán- ans hafa unnið hættulegt starf síðustu daga við að hjúkra særðum, flytja þá á spítala og sjá um dreifingu hjálpargagna. Sjúkraflutningamenn hafa jafn- vel orðið fyrir árásum sjálfir. - kóh Styrkja Rauða hálfmánann: Rauði krossinn styrkir Gasa SPURNING DAGSINS Ora grillsósur fást í næstu verslun! Lúxus Bernaisesósa

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.