Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.07.2014, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 22.07.2014, Qupperneq 15
ÞRIÐJUDAGUR 22. júlí 2014 | SKOÐUN | 15 Það er ekki ofsögum sagt að sumum þykir þeir vera meðhöndl- aðir á annan hátt en þeir hefðu kosið eða átt von á og er slíkt baga- legt. Margir kynnu að segja að þeir hefðu fengið slæma meðhöndlun eða jafnvel skítameðhöndlun eins og fyrirsögnin gefur til kynna. Í flestum slíkum tilvikum fyndist okkur það ekki gott og líklega ekki til eftirbreytni. Þarna er vissu- lega verið að leika sér að orðum og er ég í þessari grein á engan hátt að vísa til þess að sjúklingar séu illa meðhöndlaðir, þvert á móti að hvetja til þess að sumir væru bein- línis meðhöndlaðir á þennan hátt í bókstaflegri merkingu, með saur. Það er merkilegt hvað okkur þykir orðið skítur, kúkur, saur eða önnur orð um sama hlutinn hafa neikvæða merkingu, í eðli sínu er um úrgang að ræða og því fylgir umræðunni ákveðin feimni. Skíta- lykt er heldur ekki sérlega góð og viljum við fyrir alla muni forð- ast hana og almennt er ekki mikill spenningur fyrir meðhöndlun eða umræðu um saur, nema þá í gamni eða neikvæðum tón eins og að vera skíthæll svo dæmi sé tekið. Vafa- laust væri hægt að fylla margar blaðsíður um þetta umræðuefni, en ég vil einbeita mér að hinum jákvæðu hliðum og fjalla um þær í samhengi við sjúkdóma hér á eftir. Við vitum í dag að meltingar- vegurinn gegnir afar mikilvægu hlutverki, fyrst og fremst í því efni að melta og frásoga næringarefni, vernda okkur gegn sýkingum og viðhalda styrk okkar með því að hafa jákvæð áhrif á ónæmiskerf- ið. Undanfarin ár höfum við séð að við andlega vanlíðan og ýmsa sjúkdóma spilar meltingarvegur- inn drjúgan þátt þó erfitt sé að átta sig á orsökum og afleiðingum. Sem dæmi þekkja flestir að andlegt ójafnvægi og kvíði getur valdið meltingartruflunum, niðurgangi eða jafnvel hægðatregðu. Flestir hafa talið að slík einkenni væru afleiðing, en hvað ef þar væri að finna orsök? Þá benda rannsóknir til að meltingarflóran sem hver einstaklingur ber með sér sé mikil- vægur hluti af líðan viðkomandi, hvort sem er andlega eða líkam- lega. Við erum á byrjunarstigi að skilja þessa hluti þó okkur hafi orðið nokkuð ágengt á undanförn- um misserum. Röskun á starfseminni Það er of flókið mál að útskýra flóru í meltingarvegi í þessari grein, en til einföldunar skulum við ímynda okkur að hún sé samfélag sem vinn- ur sameiginlega að einu markmiði, að viðhalda sér og starfssemi sinni. Með því skilar hún heilbrigðum ein- staklingi og tryggir frásog næring- arefna og útskilnað úrgangsefna. Þannig er auðvelt að sjá fyrir sér að ef röskun verður á þessari starfs- semi geti það leitt til sjúkdóma, sérstaklega ef hún er langvarandi eða tíð. Fyrir því geta verið margar ástæður, þær algengustu eru notk- un sýkla- og bólgueyðandi lyfja, sýk- ingar, áfengisneysla, koffein, fæðu- val og ýmislegt fleira. Sjúkdómar í meltingarvegi eru margir og má ljóst vera að flestir þeirra tengjast á einn eða annan hátt því hvernig flóra viðkomandi einstaklings er, hið merkilega er þó að það virðist líka hafa áhrif á aðra sjúkdóma svo sem eins og liðagigt, sykursýki af tegund 1 og 2, offitu og metabólískt syndrome, hjarta- og æðasjúkdóma, Parkin- son og ýmsan vanda sem tengja má við ónæmissjúkdóma og bólgu. Líklega liggur skýringin í þessu orði „bólga“ en iðulega er hún eða það ástand undanfari sjúkdóma að því er virðist og við erum alltaf að átta okkur betur og betur á því í heimi vísindanna. Þannig að til að taka það fram þá tel ég að skítameðhöndlun geti verið af tvennum toga, hér er ég að vísa í hina eiginlegu meðferð með hægðaflutningi sem er byrjað að framkvæma víða í lækninga- skyni. Þar fær sá veiki hægðaflóru úr hraustum einstaklingi í þeim tilgangi að lækna vanda viðkom- andi. Sannast sagna hefur náðst ótrúlegur árangur í meðhöndlun sjúkdóma með þessum hætti, mest hefur það verið skoðað í tengslum við ákveðna sýkingu í meltingar- vegi sem kallast clostridium diff- icile, en dæmi eru um að sjúkling- ar sem hafi verið rúmliggjandi með niðurgang vikum saman hafi lagast á nokkrum dögum. Verið er að skoða þessa tegund meðhöndl- unar við mjög mörgum öðrum sjúkdómum í dag samanber hér að ofan og bíðum við spennt eftir niðurstöðum þar að lútandi. Mögu- lega verður skítameðhöndlun bara standard treatment í framtíðinni, hver veit? Skítameðhöndlun? Íslensk stjórnvöld skipuðu nýverið nefndir og hópa til að bæta „snemmgreiningu á EES-löggjöf“ svo ráð- herrar og embættismenn geti beðið ESB, óform- lega og vinsamlegast, að þróa ekki löggjöf sem gæti komið sér illa fyrir Ísland. Þetta er hin „eflda hags- munagæsla á vettvangi EES“ sem íslensk stjórn- völd boða í dag. Stjórnvöld virðast ætla sér það sem hin EES-ríkin hafa viðurkennt að virki ekki. Meira að segja Norð- menn, með alla sína fjárhagslegu getu og mannafla, segja að til- raunir til efldrar hagsmunagæslu í Brussel hafi ekki gengið sem skyldi. Við neyðumst því til að sætta okkur við það að á meðan við erum EES-ríki þá höfum við ekki sambærilegt áhrifavald á evrópsk- íslenska löggjöf og aðildarríki ESB og stöndum þeim þar af leiðandi ekki jafnfætis. „Efld hagsmunagæsla“– orðin tóm? Eins og sakir standa er Ísland ófært um að taka þátt í Evrópu- samstarfi á jafningjagrundvelli við aðildarríki Evrópusambands- ins. Þetta er óumflýjanleg stað- reynd og afleiðing aukaaðildar Íslands að ESB. Allar ákvarðan- ir um EES-löggjöf eru nefnilega teknar af Evrópusambandinu en Íslendingar hafa hvorki tillögu- né atkvæðisrétt þar sem mikil- vægustu ákvarðanirnar um þessa evrópsk-íslensku löggjöf eru tekn- ar. Sem EES-ríki hefur Ísland þar af leiðandi ekki jafna aðkomu á við aðildarríki Evrópu- sambandsins að mótun löggjafar sem við erum skuldbundin til að fara eftir. Ísland framselur því mikil völd yfir inn- anríkismálum landsins til ESB án þess þó að fá ákvarðanatökuvald í staðinn, líkt og nágrannaþjóðir okkar í ESB hafa fengið. Evrópustefnan Í nýrri Evrópustefnu ríkisstjórn- arinnar segir að Ísland eigi að vera sýnilegt í Evrópusamstarfi og taka þátt í því á jafningja- grundvelli. Þetta er metnaðar- fullt markmið og virðingarvert en aðferðirnar að settu marki eru ekki nægilega vel ígrundaðar. Á meðan Ísland tekur ekki þátt í ákvarðanatöku á vettvangi ESB, þá stöndum við því miður skör lægra en þjóðir Evrópusambands- ins. Spurningin er hvort sé betra fyrir ríki eins og Ísland: Að halda áfram að framselja stóran hluta fullveldisins og fá ekkert ákvarð- anatökuvald í staðinn, eða að taka sér ákvarðanatökuvald til jafns við nágrannaríki okkar í Evrópusam- bandinu og lágmarka þannig það fullveldisframsal sem nú þegar er orðið. Fullveldisframsal án fyrirsvarsÞar fær sá veiki hægða flóru úr hraustum einstaklingi… HEILSA Teitur Guðmundsson læknir ➜ Allar ákvarðanir um EES-löggjöf eru nefnilega teknar af Evrópusambandinu en Íslendingar hafa hvorki tillögu- né atkvæðisrétt… EVRÓPUMÁL Jóna Sólveig Elínardóttir alþjóðastjórnmála- fræðingur KAFFIVÉLAR, ELDHÚSÁHÖLD, POTTAR OG PÖNNUR, VÖFFLUJÁRN, BLANDARAR, DISKAR OG GLÖS, HEILSUGRILL, BORÐBÚNAÐUR, SAFAPRESSUR, BÖKUNARVÖRUR, RYKSUGUR, SUMAR- OG GRILLVÖRUR, BRAUÐRISTAR, HRAÐSUÐUKÖNNUR, ELDFÖST MÓT, HITAKÖNNUR OG BRÚSAR, BAÐVOGIR OG MARGT FLEIRA! Líkaðu við okku r á Facebook: www.facebook .com/ byggtogbuid SUMARÚTSALAN ER HAFIN! RISA Nú má skoða útsöluvörurnar líka á byggtogbuid.is 20-90% afsláttur! HUNDRUÐIR VARA!

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.