Fréttablaðið - 24.07.2014, Side 16

Fréttablaðið - 24.07.2014, Side 16
24. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 16 NÁTTÚRA „Þessar látlausu rign- ingar og sólarleysi gera berjun- um ekki gott. Ég var bjartsýnn í vor vegna þess hversu maímán- uður var fallegur og hlýr en mér sýnist að hér í kringum mig, eins og í Elliðaárdalnum, hafi lítið orðið úr þessum fallegu sætu- koppum sem við sáum í vor.“ Sveinn Rúnar Hauksson, lækn- ir og berjavinur, segir grænjaxla umhverfis höfuðborgarsvæðið litla um þessar mundir. „Ég er þó sannfærður um að sunnan- lands og vestanlands verði falleg ber en það þarf að leita að þeim. Við Reykvíkingar þurfum að fara lengra til að komast í mylj- andi berjamó. Fólk sem þekkir til mun samt finna ber hér líka án þess að fara langt. Það stefn- ir hins vegar í gott berjaár fyrir norðan og austan eins og í fyrra. Það varð viðsnúningur fyrir austan í fyrra eftir erfiða berja- sprettu árin þar á undan. Frétt- irnar þaðan eru kannski ekki alveg eins góðar núna en þær lofa góðu.“ Huldu Magneu Jónsdóttur, bónda að Ytri-Tjörnum í Eyja- firði, líst vel á horfurnar á sínum heimaslóðum. „Ég fór um miðja síðustu viku út í Dalvík og kíkti í Múlann. Það lítur afskaplega vel út. Það var hægt að tína þrosk- uðustu berin en það er sennilega um hálfur mánuður þar til hægt verður að byrja að tína eitthvað að ráði. Magnið af krækiberjum er gríðarlegt og það er einnig mikið af aðalbláberjum og blá- berjum.“ Hún segir að það sem hafi glatt hana mest hafi verið að ekki sáust nein merki eftir birki- feta. „Það sást ekkert á lyng- inu. Hann étur annars allt og þá koma engin ber. Mér sýnist útlit- ið alveg frábært.“ Sveinn Rúnar kveðst ekki hafa neina trú á að hægt verði að fara að tína fyrir sunnan fyrr en í lok ágúst. „Berjatíminn okkar er í ágústlok og fyrstu vikuna í september fram í næturfrost en krækiber eru góð í saft þótt frost hafi verið í tvær vikur. ibs@frettabladid.is Berjasprettan sögð góð fyrir norðan Sennilega er hálfur mánuður þar til hægt verður að tína ber að einhverju ráði norðanlands. Fréttir um berjasprettu að austan lofa einnig góðu. Lítið orðið úr sætukoppunum sem sáust kringum höfuðborgarsvæðið í vor vegna sólarleysis. KRÆKIBER Gríðarlega mikið er af krækiberjum fyrir norðan, að sögn Huldu Magneu Jónsdóttur, bónda að Ytri-Tjörnum í Eyjafirði. Mikið er af aðalbláberjum og bláberjum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fólk sem þekkir til mun samt finna ber hér líka án þess að fara langt. Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjavinur Fimm sinnum meiri líkur eru á að ferðatöskur skili sér ekki á áfanga- stað þegar ferðast er innan Evrópu en í Asíu, að því er kemur fram á vef Túrista, turisti.is. Þar segir að níu af hverjum þúsund ferðatösk- um sem fara í gegnum evrópskar flughafnir sé stolið, þær týnist eða finnist löngu síðar. Þetta er sagt mun meira en gengur og gerist á flugvöllum í Asíu og Norður-Ameríku og er vitnað í skýrslu fyrirtækisins SITA. Í Asíu týnast tvær af hverj- um þúsund töskum en í Norður- Ameríku þrjár af þúsund. Á heims- vísu fækkaði þeim tilfellum sem ferðatöskur glötuðust um 17,2 pró- sent en á sama tíma fjölgaði flug- farþegum um 5,1 prósent. Þegar SITA hóf að taka saman upplýsingar um týndan farangur flugfarþega árið 2007 þurftu um 17 af hverjum þúsund flugfarþeg- um í Evrópu að sætta sig við að fara tómhentir út úr flugstöðinni. Ástandið nú er nær helmingi betra en er enn mun verra en það var í Norður-Ameríku og Asíu árið 2007. Túristi greinir jafnframt frá því að nokkuð sé um að íslenskum tryggingafélögum berist tilkynn- ingar um þjófnað úr ferðatöskum sem hafa verið innritaðar í flug. Á síðasta ári skiptu tilfellin nokkr- um tugum. Ekki er hægt að greina mun á fjölda þeirra eftir því hvort flogið er til og frá Íslandi eða milli tveggja erlendra flugvalla. - ibs Níu af hverjum þúsund töskum skila sér ekki: Líklegast að taskan glatist í Evrópu Á FÆRIBANDINU Átta af hverjum tíu töskum sem ekki skila sér á farangursbandið hafa ekki komist í sömu vél og eigandinn, að því er segir á vefnum turisti.is. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Töfflur eru sérstaklega varasam- ar við akstur og háir hælar fylgja í kjölfarið samkvæmt niðurstöðum erlendra rannsókna, að því er Sig- rún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðing- ur í forvörnum hjá Vátrygginga- félagi Íslands, greinir frá. Hún segir að þegar ekið sé í töfflum eða háhæluðum skóm sé töluverð hætta á að slíkur skóbúnaður flækist fyrir þegar verið er að færa fætur á milli pedala. Skórnir geti farið undir pedal ana eða runnið til á þeim. Sigrún bendir á að samkvæmt niðurstöðum könnunar sem gerð var í Bretlandi bendi tölur til þess að slíkur skóbúnaður hafi komið við sögu í 1,4 milljónum tilfella þar sem ökumenn sögðu að mjög litlu munaði að umferðarslys hefði orðið. „Það er ekkert sem segir að við séum eitt- hvað betri en aðrar þjóðir í þessum efnum. Opnir sandalar, sem eru sér- staklega vinsælir hjá yngra fólki, flækjast til dæmis ótrúlega mikið fyrir þegar verið er að færa fætur á milli pedala.“ Að sögn Sigrúnar eru full ástæða til að huga að því hvort skór séu hentugir til aksturs eða ekki. Séu skór til daglegs brúks ekki hent- ugir til aksturs megi hafa aukaskó í bílnum. Hún getur þess jafnframt að í Frakklandi hafi hæstiréttur dæmt konu fyrir að vera í háhæluðum skóm er hún varð völd að slysi þar sem barn lést. - ibs Skóbúnaður hefur áhrif á umferðaröryggi: Sandalar og háir hælar varasamir VARASAMUR SKÓBÚNAÐUR Sandal- arnir geta runnið til eða farið undir pedalana. Þeir sem skoða þvottaleiðbeiningar á sundfatnaði sínum komast í mörgum tilfellum að því að mælt er með handþvotti. Auk þess er oft ráðið frá því að setja sundfatnaðinn í þeytivindu eða þurrkara. Sé farið eftir þessum ráðum endist sundfatnaðurinn betur. Á vef norska ríkisútvarpsins er haft eftir sérfræðingi í neytendamálum að skynsamlegt sé að þvo bikiní og annan sundfatnað varlega upp úr volgu vatni með fljótandi þvottaefni í og skola vel. Sérfræðingurinn segir mikilvægt að láta ekki sundfatnað liggja í bleyti. Í lagi er að hengja sundfötin til þerris úti en helst ekki láta sól skína á þau því þá er hætta á að þau upplitist. - ibs Farið eftir leiðbeiningum um þvott á sundfatnaði: Forðist að þurrka sundföt í sólskini Betra verð allt árið Sjö golfhótel í boði í grennd við Gatwick. Sendið okkur fyrirspurn á bse@mi.is eða hringið í 896-2245. Skoðið heimasíðu okkar www.betriferdir.is London Golf 5 stjörnur í gistingu, fæði og ótakmörkuðu golfi 11 dagar 30. sept – 11. okt. Fararstjóri Björn Eysteinsson. 10 dagar 11. okt. – 21. okt. Fararstjóri Jón Karlsson, golfkennari, sem býður upp á kennslu allan tímann. Skoðið og bókið á www.betriferdir.is La Sella*****

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.