Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.07.2014, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 24.07.2014, Qupperneq 38
24. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 30 „Hátíðin verður keyrð á svipuð- um nótum og undanfarin ár með fernum tónleikum,“ segir Sigur- geir Agnarsson glaðlega þegar hann er inntur frétta af Reyk- holtshátíðinni sem hefst á föstu- dagskvöld og stendur fram á sunnudag. Sigurgeir er listrænn stjórnandi hátíðarinnar annað árið í röð. „Maður reynir að búa til prógramm sem höfðar til fólks og er spennandi,“ segir hann og nefnir fyrst glænýtt verk eftir Huga Guðmundsson sem hátíðin pantaði. Það nefnist Söngvar úr Hávamálum og verður á lokatón- leikunum á sunnudag. „Það geng- ur vel hjá Huga, hann er nýbúinn að fá þriggja ára starfslaun hjá danska ríkinu,“ bætir hann við til fróðleiks og heldur svo áfram að lýsa dagskránni. „Þær Steinunn og Hanna Dóra eru með söngtónleika á laugar- deginum klukkan 17 sem bera undirtitilinn þjóðlegar ástríður. Þær eru þar með spænsk og ensk þjóðlög, líka nokkur eftir Grieg og síðan íslensk einsöngslög í útsetningum eftir Þórð Magn- ússon, þar fáum við nýjar hlið- ar á lögunum. Ef fólk vill heyra rómantíska músík þá ætti það að mæta á laugardagskvöldið, þá er tónlist eftir Grieg og Smetana. Þar vantar ekki ástríðurnar. Á opnunartónleikunum er horft í austurátt, að sögn Sigurgeirs. „Þar er verk eftir Prokofiev, són- ata fyrir tvær fiðlur, virkilega skemmtileg,“ lýsir hann. „Líka strengjakvartett eftir Sjostako- vits, dálítið ábúðarfull tónsmíð og síðan er verið að flytja verk eftir Vasks, hann er Letti, verður sjötugur á næsta ári. Það er sterk músík og áhrifamikil – dálítið mínímalísk, svolítið poppuð og grípandi. Fólk þarf ekki að vera með áunninn smekk á klassískri tónlist til að njóta hennar. Ekki má heldur gleyma að geta hins ægifagra Píanókvintetts Césars Franck sem er á lokatónleikunum á sunnudag klukkan 16.“ Þetta er í átjánda sinn sem Reykholtshátíðin er haldin. Stein- unn Birna Ragnarsdóttir stýrði henni fyrstu fjórtán árin og svo Auður Hafsteinsdóttir í tvö ár. „Þetta er gaman og það er í mörg horn að líta,“ segir Sigurgeir. „Maður reynir að vera tímanlega í að bóka fólk og leggja línurnar með prógrammið. Það hefur allt- af verið góð mæting í Reykholti, enda upplagt fyrir fólk sem vill skreppa eitthvað út úr bænum að bruna þangað og skoða sig aðeins um, það er ekki nema klukkutíma akstur. Svo er auðvitað fullt af fólki búsett nær og sumarhúsa- byggðir rétt hjá.“ gun@frettabladid.is Ábúðarfull tónlist og þjóðlegar ástríður Á Reykholtshátíð um helgina verða fernir tónleikar, hverjir öðrum áhugaverðari, ef marka má Sigurgeir Agnarsson sellóleikara og listrænan stjórnanda hennar. Á ÆFINGU Sif Margrét Tulinius, Lonneke van Straalen, Domenico Codispoti, Jan Bastian Nevel, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Ari Þór Vilhjálmsson. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Ari Þór Vilhjálmsson fiðla, Domenico Codispoti píanó, Hanna Dóra Sturludóttir mezzó- sópran, Jan Bastianan Neven selló, Lonneke Van Straalen fiðla, Sif Margrét Tulinius fiðla, Sigur- geir Agnarsson selló, Steinunn Birna Rangarsdóttir píanó og Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla. ➜ Flytjendur á Reykholtshátíð „Glæpasögur eru stór hluti af því sem fólk les og það er ekki endilega neitt auðveldara að þýða glæpasögur en aðrar bókmenntir,“ segir Magnea J. Matthíasdóttir, formaður Banda- lags þýðenda og túlka, spurð hvað komi til að ákveðið hafi verið að veita sérstök verðlaun fyrir þýðingu á glæpasögu. „Okkur fannst tíma- bært að veita þeim dálitla athygli. Það eru fjölmargir þýðendur sem vinna við það að þýða glæpasögur og margir þeirra gera það mjög vel.“ Magnea segir að þrátt fyrir að glæpasögur njóti mikilla vinsælda lesenda þá þyki sú bókmenntagrein enn ómerkilegri en margar aðrar. „Það er ekki alveg réttlátt því þetta eru ekki bara bækur sem maður les sér til afþreyingar. Oft taka þær á samfélagsmálum og eitt einkenni góðra glæpasagna er að þær tala beint inn í nútímann eins og öll góð bókmenntaverk.“ Að verðlaununum standa, auk Bandalags þýðenda og túlka, Hið íslenska glæpafélag og glæpasagna- hátíðin Iceland Noir og verða þau afhent í fyrsta sinn á hátíðinni Ice- land Noir í Norræna húsinu, þann 22. nóvember næstkomandi. Þær glæpasögur sem gefnar hafa verið út síðan í júní í fyrra voru gjald- gengar til tilnefningar en dómnefnd, skipuð þeim Katrínu Jakobsdótt- ur, alþingismanni og fyrrverandi menntamálaráðherra, Kolbrúnu Bergþórsdóttur, blaðamanni og bókmenntagagnrýnanda, Magneu J. Matthíasdóttur, Quentin Bates, rithöfundi og þýðanda, og Ragnari Jónassyni rithöfundi, valdi fimm bækur á listann yfir tilnefningar til Ísnálarinnar. „Þetta er búinn að vera ansi stíf- ur lestur,“ segir Magnea. „Það hefur komið út alveg óhemjumagn af glæpasögum á þessu tímabili, miklu meira en mig óraði fyrir þegar við byrjuðum. En þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og gleðilegt að geta vakið athygli á þýðingum þess- ara bóka sem yfirleitt eru ekki til- nefndar til annarra verðlauna eða mikið hampað.“ - fsb ■ Að gæta bróður míns (Veljeni vartija) eftir Antti Tuomainen. Sigurður Karlsson þýddi. ■ Brynhjarta (Panserhjerte) eftir Jo Nesbø. Bjarni Gunnarsson þýddi. ■ Hún er horfin (Gone Girl) eftir Gillian Flynn. Bjarni Jónsson þýddi. ■ Manneskja án hunds (Människa utan hund) eftir Håkan Nesser. Ævar Örn Jósepsson þýddi. ■ Sannleikurinn um mál Harrys Quebert (La Vérité sur l’affaire Harry Quebert) eftir Joël Dicker. Friðrik Rafnsson þýddi. Þessir eru tilnefndir til Ísnálarinnar Fimm þýðingar á glæpasögum tilnefndar til Ísnálarinnar Tilnefningar til nýrra þýðingaverðlauna, Ísnálarinnar, voru tilkynntar í gær. Verðlaunin eru fyrir bestu þýðingu á glæpasögu og verða veitt í haust. MAGNEA J. MATTHÍASDÓTTIR „Gleðilegt að geta vakið athygli á þýðingum þessara bóka sem yfirleitt eru ekki tilnefndar til annarra verðlauna eða mikið hampað.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hugrún Þorsteinsdóttir, arki- tekt og listgreinakennari, gengur með gestum um höggmyndagarð Ásmundarsafns í kvöld. Í tilefni af göngunni verður opið í Ásmundar- safni til klukkan 22. Þar stendur yfir sýningin Ásmundur Sveinsson – Meistarahendur þar sem gefur að líta verk sem spanna langan feril listamannsins. Gangan er hluti af dagskrá Listasafns Reykjavíkur, Borgar- bókasafns Reykjavíkur og Borgar- sögusafns Reykjavíkur sem bjóða upp á göngur á fimmtudagskvöld- um í sumar. Leiðsögnin hefst klukkan 20 við inngang Ásmundarsafns að Sig- túni. Allir eru velkomnir og þátt- taka í göngunni er ókeypis. Gengið um höggmyndagarð Opið er í Ásmundarsafni til klukkan tíu í kvöld. ÁSMUNDARSAFN Þar stendur nú yfir sýningin Ásmundur Sveinsson– Meistarahendur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.