Fréttablaðið - 07.08.2014, Síða 6
7. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
© GRAPHIC NEWSHeimildir: Evrópska geimferðastofnunin, The Planetary Society Ljósmyndir: NASA, ESA/Rosetta/MPS fyrir OSIRIS-teymið
Fætur: Draga til sín
hreyfiorku sem minnkar
fjöðrunarsveiflur.
Sýnataka: Unnt er að bora allt að 20 senti-
metra niður í yfirborðið. Sýnin færð í geymslu
í ofnum eða tekin til skoðunar í smásjá.
Skutull: Skotið niður til að festa könnunar-
farið við yfirborð loftsteinsins. Nemar
mæla þéttleika og hita yfirborðsins.
20. janúar
2014: Rosetta
vakin úr dvala.
Lending,
11. nóvember:
Lendingarfarið
Philae sent
af stað.
Komið á áfangastað,
6. ágúst: Rosetta tekur
til við að kortleggja
halastjörnuna til að
finna hentugan
lendingarstað.
Mars 2004:
Rosetta
skotið frá
jörðu.
Könnunargeimfarinu Rosetta var skotið frá jörðu fyrir tíu árum. Í gær náði það
loks að komast á braut umhverfis halastjörnuna 67P/Churyomov-Gerasimenko.
Þar með hefst undirbúningur fyrstu lendingar geimfars á halastjörnu.
Halastjarnan er
nefnd eftir Kim
Churyomov og
Svetlönu
Gerasimenko,
sem uppgötvuðu
hana árið
1969.
Kjarninn er í
reynd ísklumpur,
um 4 km í þvermál.
Nýlegar myndir
teknar úr Rosetta-
farinu sýna að
kjarni hala-
stjörnunnar er
settur saman úr
tveimur minni
kjörnum.
5
km
KÖNNUNARFARIÐ ROSETTA: Innanborðs er
tækjabúnaður til að mæla gerð og efnasam-
setningu kjarna halastjörnunnar,
hjúpsins umhverfis hann og halans.
Sérstakir nemar greina
rykkorn, rafgas og ljós,
bæði sýnilegt, inn-
rautt og út-
fjólublátt.
Gerð
halastjörnu
Lendingarfar
Loftnetstenging
við jörðu
LENDINGARFARIÐ PHILAE: Á að lenda
á kjarna loftsteinsins, sem ferðast um
geiminn á 20 km hraða á sekúndu.
Rafgashalinn. Sólvindar
feykja burt sameindum,
sem jónast vegna
útfjólublárra sólgeisla.Rannsóknir: Röntgenlitrófsgreinir mælir efna-
samsetningu yfirborðs loftsteinsins; innri gerð
hans er rannsökuð með útvarpsbylgjum; sex
örmyndavélar taka svo yfirlitsmyndir.
Gasgreiningartæki finna
flóknar lífrænar
sameindir og greina
samsætuhlutfall léttra
frumefna.
Þyngd: 100 kg
Kjarni
Hjúpur
Rykhali
S p o r b a u g u r h a l a s t j ö r n
u n n
a r
6 7
P /
C -
G
Júní 2011:
Eftir að hafa flogið
fjórum sinnum fram hjá
jörðu og Mars er Rosetta
send í dvala til
að spara orku.
Ágúst, 2015:
Loftsteinninn
verður næst
sólu
Desember
2015:
Leiðangri
lýkur formlega.
Til fundar við halastjörnu
Sporbaugur j
ar
ða
r
S p o r
b a
u g
u
r
M
a
rs
1. Hvaða erindi átti Hið íslenska reða-
safn við landeigendur á Finnbogastöð-
um í Trékyllisvík?
2. Hvað hefur íbúi við Bergstaðastræti
gert til að hægja á umferð þar?
3. Hvað heitir formaður stjórnar Hins-
egin daga?
SVÖR:
1. Að óska eftir því að fá reður úr búrhval
sem rak þar á land. 2. Að setja blómapotta
út á götu. 3. Eva María Þórarinsdóttir Lange.
KJÓLAR OG MUSSUR NÝ SENDING
Sjá fleiri myndir á
30% afsláttur
Mussur stærðir 42-48
áður 14.990
nú 9.990 kr.
Kjóll stærðir M-XXL
áður 14.990
nú 9.990 kr.
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is
VÍSINDI Vísindamenn Evrópsku geimferðastofnunar-
innar ESA fylgdust spenntir með í gær þegar könnunar-
geimfarið Rosetta komst loks á braut umhverfis hala-
stjörnuna 67P/Chuyumov-Gerasimenko.
Geimfarinu var skotið út í geiminn árið 2004 og hefur
síðan verið að mjakast í áttina. Allt hefur farið eins og
til var ætlast, en nú hefst undirbúningurinn að því að
lítið lendingarfar verði sent niður til halastjörnunnar.
Þetta verður í fyrsta sinn sem geimfari er lent á hala-
stjörnu.
Könnunarfarið mun svo fylgja halastjörnunni eftir
um það bil hundrað kílómetra leið, en vísindamenn von-
ast til þess að út úr rannsóknunum komi margvíslegar
upplýsingar um gerð og uppruna halastjarna og annarra
himintungla.
„Evrópska Rosetta-farið er nú fyrsta geimfar sögunn-
ar sem kemst í návígi við halastjörnu. Þetta er mikill
áfangi í rannsóknum á uppruna okkar. Nú geta uppgötv-
anirnar hafist,“ segir í yfirlýsingu frá Jean-Jacques
Dordain, framkvæmdastjóra ESA. - gb
Könnunargeimfarið Rosetta komið á braut umhverfis halastjörnuna 67P/C-G:
Farsælt stefnumót í geimnum
FYLGST MEÐ STEFNUMÓTINU Vísindamenn í höfuð-
stöðvum ESA í Darmstadt í Þýskalandi hafa beðið í áratug
eftir því að ná þessum áfanga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
NÍGERÍA Þrír af helstu ebólafræð-
ingum heims skora á Alþjóðaheil-
brigðisstofnunina (WHO) að sjá til
þess að tilraunalyf sem notuð hafa
verið í Bandaríkjunum verði send
til Afríku þannig að smitaðir þar fái
von um bata.
Þótt lyfin hafi ekki verið full-
reynd og óvíst sé bæði um árangur
og áhættu af þeim, þá sé þörfin það
brýn að einskis eigi að láta ófreistað.
„Stjórnvöld í Afríkuríkjum ættu
að fá að taka upplýsta ákvörðun um
það hvort þessi efni verði notuð eða
ekki – til dæmis til að vernda heil-
brigðisstarfsfólk sem er í sérlega
mikilli smithættu,“ segir í sameig-
inlegri yfirlýsingu frá Peter Piot,
sem uppgötvaði ebólaveiruna árið
1976, David Heymann og Jeremy
Farrar.
Þeir segja að til séu nokkur mis-
munandi lyf og bóluefni sem hægt
væri að nota til þess að berjast gegn
þessum illskeytta sjúkdómi.
Nýjasti faraldurinn hefur orðið
932 manns að bana í fjórum ríkjum
vestanverðrar Afríku. Alls hafa
1.711 manns smitast, samkvæmt
tölum frá WHO.
Engin lækning hefur verið fundin
svo öruggt þyki, en tveir Bandaríkja-
menn sem smituðust af veirunni hafa
verið fluttir á sjúkrahús í Bandaríkj-
unum. Þar hafa verið gerðar tilraunir
með að gefa þeim blóð úr fólki sem
hefur lifað af ebóla smit. - gb
Ebólafaraldurinn í vestanverðri Afríku hafði í gær kostað 932 manns lífið, en alls höfðu 1.711 smitast:
Skorað á WHO að útvega Afríku ebólalyf
SMITUÐU BANDARÍKJAMENNIRNIR
Þau Kent Brantly og Nancy Writbol hafa
bæði verið flutt frá Líberíu á sjúkrahús
í Bandaríkjunum, þar sem prófað hefur
verið að gefa þeim blóð í lækningaskyni.
NORDICPHOTOS/AFP
VEISTU SVARIÐ?
hafa látist í
þessum
nýjasta ebólafaraldri.
932