Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.08.2014, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 08.08.2014, Qupperneq 4
8. ágúst 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ KAMBÓDÍA, AP Tveir aldraðir leiðtogar Rauðu kmeranna voru í gær dæmdir í ævilangt fangelsi í Kambódíu. Réttar- höldin yfir þeim hafa staðið yfir í þrjú ár. Ógnarstjórn Rauðu kmeranna myrti nærri tvær milljónir manna á árunum 1975 til 1979. Leiðtogi þeirra, Pol Pot, lést árið 1998 og slapp við refsingu. Þeir Khieu Samphan, sem er orðinn 83 ára, og Nuon Chea, 88 ára, eru þeir einu sem enn eru á lífi af helstu leiðtogum Rauðu kmeranna. Khieu Samphan var þjóðarleiðtogi Kambódíu á tímum Rauðu kmeranna en Nuon Chea var helsti hug- myndafræðingur ógnarstjórnarinnar. Einn félaga þeirra hafði áður hlotið ævilangt fangelsi, en það er fangelsis- stjórinn Kaing Guak Eav. Réttarhöldun- um yfir honum lauk árið 2011. Mörgum landsmanna, sem lifðu af ógnarstjórn Rauðu kmeranna fyrir rúm- lega 30 árum, þykir refsingin koma held- ur seint. Öðrum er þó létt að málaferlun- um sé lokið. „Ég hef beðið eftir þessum degi í mörg ár,“ segir Khuth Vouern, 58 ára kona sem missti bæði eiginmann sinn og marga ættingja. - gb Réttarhöldunum yfir síðustu leiðtogum Rauðu kmeranna er nú lokið í Kambódíu: Tveir öldungar dæmdir í ævilangt fangelsi NUON CHEA Hann var helsti hugmyndafræðingur Rauðu kmeranna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KHIEU SAMPHAN Var formlega þjóðarleiðtogi ógnarstjórnar- innar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá NA-ÁTT RÍKJANDI Í dag má búast við strekkingi NV-til en hægari vindi annars staðar. Rigning eða þokusúld N- og A-lands en fer minnkandi með deginum. Á morgun eru horfur á skúrum, síst SV- og V-til og á sunnudaginn hvessir heldur á landinu. 9° 6 m/s 10° 8 m/s 14° 3 m/s 11° 6 m/s Hæg NA- átt eða hafgola. Hvessir á landinu, víða strekk- ingur, síst S-til Gildistími korta er um hádegi 28° 32° 24° 25° 22° 25° 26° 23° 23° 26° 21° 32° 32° 31° 28° 26° 24° 27° 14° 4 m/s 12° 4 m/s 12° 3 m/s 11° 8 m/s 10° 5 m/s 12° 8 m/s 8° 5 m/s 13° 12° 8° 8° 14° 13° 13° 9° 12° 9° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur SUNNUDAGUR Á MORGUN JAFNRÉTTISMÁL Kristín Þórunn Tómasdóttir, formaður Félags prest- vígðra kvenna, telur tvöfalt ráðning- arkerfi presta bjóða upp á að farið sé á svig við jafnréttisstefnu kirkj- unnar og jafnréttislög landsins. Í langflestum tilfellum velur val- nefnd hvers safnaðar sóknarprest og skilar niðurstöðu sinni til bisk- ups Íslands sem svo skipar í emb- ættið. Önnur leið er að söfnuðurinn biðji um almennar kosningar en til þess þarf þriðjungur sóknarbarna að skrifa undir slíka beiðni. Slíkar kosningar hafa verið boð- aðar í Seljaprestakalli 16. ágúst næstkomandi. Valnefnd hafði aftur á móti einróma valið prest í vor, karlmann sem hefur starfað við sóknina undanfarin ár, en biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hafnaði valinu. Segir hún í sam- tali við Fréttablaðið að ástæðan hafi verið meðal annars sú að hún taldi jafnréttislög vera brotin með ráðningunni þar sem einn umsækj- andinn, kona, væri umtalsvert hæf- ari hvað varðar menntun og starfs- reynslu. Agnes segist hafa haft þrjá kosti; að skipa þann sem hún taldi hæf- astan í embættið jafnvel þótt það færi gegn vali nefndarinnar, fram- lengja frestinn eða auglýsa starfið að nýju. Hún valdi síðasta kostinn. Í kjölfarið söfnuðu sóknarbörn undir- skriftum til að halda kosningar og í kjölfarið drógu allir umsækjend- ur umsókn sína til baka fyrir utan þann sem valnefnd hafði valið og annan karlmann. Þetta segir Kristín Þórunn vera hálfankannalegt ráðningarkerfi. „Það er tvöfalt kerfi í gangi. Í öðru kerfinu gilda landslög og þar af leið- andi jafnréttislög en í hinu kerf- inu eru almennar kosningar sem lúta ekki sömu faglegu reglum og hæfnis sjónarmiðum. Það býður þeirri hættu heim að ekki sé fylgt jafnréttislögum við ráðningar, held- ur farið fram hjá þeim með þessari leið, sem þó er fullkomlega lögleg.“ Aðspurð segist Agnes ekki hafa ákveðið að skipa hæfustu konuna í starfið, jafnvel þótt það sé sam- kvæmt lögum og í anda jafnréttis- stefnu kirkjunnar, því það samræm- ist ekki gildi lútersku kirkjunnar um að söfnuðurinn velji prest sinn. „Ég ákvað að fara ekki á móti ein- róma ákvörðun valnefndar enda engum til góðs, hvorki söfnuðin- um né prestinum sem skipaður hefði verið með þeim hætti,“ segir Agnes. „En ég ákvað að brjóta ekki jafnréttislög með því að hafna vali nefndarinnar og auglýsa stöðuna aftur. Þannig endaði valið í höndum safnaðarins.“ Agnes segir biskupinn vera langt frá því að vera einvald í ráðningu presta og að það geti orðið flókið þegar einn eigi að skipa í embætti en aðrir velja. Það sé þó sú leið sem kirkjuþing hafi komið sér saman um en leiðin sé rökrædd á hverju ári enda ekki fullkomin sátt um hana. erlabjorg@frettabladid.is Farið fram hjá jafnréttislög- um með prestskosningum Biskup samþykkti ekki ráðningu sóknarprests í Seljaprestakalli vegna brota á jafnréttislögum. Í staðinn verða haldnar kosningar þar sem jafnréttislög gilda ekki. Tvöfalt kerfi, segir formaður Félags prestvígðra kvenna. PRESTAR Til ársins 1987 voru prestar ætíð kosnir af söfnuðinum en þá var tekin upp sú leið að valnefnd, sem skipuð er sóknar- börnum, velji úr umsækjendum. Eftir breytingu er afar sjaldan boðað til kosninga. Á höfuðborgarsvæðinu var það síðast í Garðabæ árið 1997. Ég ákvað að fara ekki á móti einróma ákvörðun valnefndar enda engum til góðs, hvorki söfnuðinum né prestinum sem skipaður hefði verið með þeim hætti. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands NOREGUR, AP Norska ríkisolíu- félagið Statoil tilkynnti í gær að ekki hefði fundist nægt magn nýtanlegrar olíu í holum sem bor- aðar voru á Hoop-svæðinu svo- kallaða síðasta sumar. Svæðið er í Barentshafi og eru tvær holnanna nyrstu olíubrunnar sögunnar, um 300 kílómetra norð- ur af meginlandi Noregs. Í tilkynningu Statoil kom ekki fram hvort félagið hygðist halda borunum áfram að ári. - bá Nyrstu olíubrunnar í heimi: Olíuleit Statoil heppnaðist ekki BANDARÍKIN Þrír dómarar í áfrýj- unarrétti í Cincinnati-borg í Ohio í Bandaríkjunum munu úrskurða á næstunni um hvort lög sem banna hjónabönd samkynhneigðra í fjór- um fylkjum standist stjórnarskrá. Málflutningur lögmanna fór fram á miðvikudag en fylkin sem um ræðir eru Michigan, Tenn- essee, Kentucky og Ohio sam- kvæmt frétt USA Today. Búist er við að málin fari að lokum fyrir hæstarétt Bandaríkj- anna. - ih Giftingar samkynhneigðra: Málið fer líklega fyrir hæstarétt 15% er fækkun gistinótta Íslendinga á hótel- um í júní milli ára. Gistinóttum erlendra gesta fjölgar og þær voru 90 prósent af heildarfjölda gistinátta nú í júní. Heimild: Hagstofan.is AMSTERDAM, AP Saksóknarar í Hollandi og Belgíu segjast hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkasam- tökum. Mennirnir eru hollensk- ir ríkisborgarar af tyrkneskum ættum. Hollenskir saksóknarar segja að við leit á heimilum mann- anna í Haag hafi verið lagt hald á minnislykla og áróðursefni. Einnig hafi vopn og skotheld vesti fundist í annarri leit í Brussel. - bá Grunaðir hryðjuverkamenn: Fundu vopn og skotheld vesti

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.