Fréttablaðið - 08.08.2014, Side 6
8. ágúst 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
ATVINNUMÁL „Við erum fyrir-
tæki í örum vexti og okkur bráð-
vantar starfsfólk á Reykhólum en
við fundum ekki húsnæði þar,“
segir Garðar Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri og annar stofnenda
fyrirtækisins Norðursalts sem er
með starfsstöð á Reykhólum.
Hann segir að nú þegar hafi
fyrirtækið keypt gamalt hús á
staðnum og gert það upp. Það
dugir ekki til svo nú hefur fyrir-
tækið gert samning við gisti-
heimili fyrir vestan sem hýsir
starfsmenn eina viku í senn.
„Við könnumst við þennan
vanda,“ segir Finnur Árnason,
framkvæmdastjóri Þörunga-
verksmiðjunnar á Reykhólum.
„Reyndar búum við svo vel að
hér starfar fólk sem hefur gert
það lengi. En svo þurfum við að
fá sumarafleysingafólk og það
hefur nú alltaf bjargast.“
Þuríður Stefánsdóttir, hjúkrun-
arforstjóri á hjúkrunarheimilinu
Barmahlíð, segir það staðreynd
að erfitt sé að finna viðunandi
húsnæði á svæðinu. Hún leitar
nú logandi ljósi að starfsmanni og
býr þó við það lán að geta boðið
íbúð gegn vægri leigu.
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir,
sveitarstjóri Reykhólahrepps,
segir að verið sé að ræða þessi
mál með atvinnuveitendum á
svæðinu. Hún segir það vissulega
heppilegast að einkaaðilar fari út
í að byggja en kostnaður við það
sé hár svo menn sjái ekki í hendi
sér að slík fjárfesting standi
undir sér. En ef ekki dugi önnur
ráð segir hún líklegast að sveitar-
félagið taki það að sér.
Flestir viðmælendur Frétta-
blaðsins sögðu að húsnæðisskort-
ur hefði varað nokkuð lengi.
Aðspurð hvað valdi uppgang-
inum segir hún menn í nýsköpun
vera að koma auga á tækifærin
sem svæðið hafi upp á að bjóða.
Það kemur heim og saman við
2006 2010 2014
Strákar
Stelpur
➜ Hlutfall nemenda í
10. bekk sem reykja
a.m.k. vikulega
15%
10%
5%
0
VIÐ ERUM ÁRGANGUR 1950 ÚR KÓPAVOGI
Sum okkar fermdust hjá séra Gunnari fyrir 50 árum og sum okkar
annarsstaðar. Við gengum í Gaggann eða aðra skóla, héngum stundum í
sjoppunni á Hálsinum en öll áttum við góð uppeldisár í Kópavoginum
Við ætlum að hittast í Gala Smiðjuvegi 1, Kópavogi
Laugardaginn 23. ágúst kl. 19
Þar verður spjallað, snætt og dansað við tónlist okkar tíma
Miðaverð er kr.6.500,-
Hægt að leggja inn á reikning: 0152-05-260780,
kt.281250-4699 og senda kvittun á thordise@arborg.is
Munið að prenta út kvittun.
Nefndin sjálfskipaða
Facebook; Gaggó Kóp. árgangur 1950
Fyrir heimili og vinnustaði
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
1. Hvaða stofnun er gagnrýnd fyrir að
vera í Indiana Jones-leik?
2. Hvað heitir geimfarið, sem komið
er til halastjörnunnar 67P/C-G?
3. Hvað heitir neminn sem skrifað
hefur um umfang sjávarútvegs?
SVÖR:
1. Minjastofnun Íslands. 2. Rosetta. 3 Ásgeir
Friðrik Heimisson.
Brýnn lúxusvandi
í Reykhólasveitinni
Starfsfólk vantar í Reykhólasveit. Erfitt er að finna húsnæði fyrir þá sem koma
annars staðar að. Frumkvöðlafyrirtæki með starfsstöð þar hefur gert samning við
gistiheimili sem hýsir starfsmenn viku í senn. Uppganginn má skrifa á nýsköpun.
REYKHÓLAR Vandi fylgir vegsemd
hverri og nú glímir Reykhólasveit við
vanda sem fylgir uppganginum.
FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
SJÁVARÚTVEGUR Hrefnuveiðimenn
hafa aðeins veitt átján hrefnur í ár
sem dugir skammt fyrir verslan-
ir og sérstaklega veitingahús sem
sífellt fleiri bjóða upp á hrefnukjöt.
„Það væri gott að hafa tíu til
viðbótar,“ segir Gunnar Berg-
mann Jónsson, framkvæmdastjóri
Hrefnuveiðimanna. „Ég á 300 kíló
núna af síðustu skepnu og það verð-
ur búið á mánudaginn.“
Erfitt er um veiðar meðan mak-
ríllinn er á ferð um Faxaflóann, þar
sem veiðarnar fara fram, því lítið
er um æti þegar hann hefur farið
yfir. Eins er erfitt að hæfa hrefnu
sem eltir uppi makríl því þá verður
hún að vera snör í snúningum. Þá
hefur veður verið óhagstætt.
Gunnar segir að hrefnuveiði-
menn stefni að því að veiða álíka
margar skepnur og í fyrra þótt það
taki lengri tíma. „Við megum vera
að til 30. október. Ætli við förum
ekki langt með að nýta okkur það.“
Ástæða er einnig til að halda að
hvalurinn sé að dóla sér lengur
fram á vetur. Til dæmis veiddist í
miðjum ágúst fyrir tveimur árum
hrefna sem var með lús sem þýðir
að hún var nýkomin úr syðri sjó.
- jse
Lítið hefur veiðst af hrefnu svo hvert veitt dýr klárast jafnóðum:
Veiðimenn hafa ekki undan
HAFA TIL SKUTULINN Það er pressa á
veiðimenn að nýta hvert tækifæri nú
þegar veitinga- og verslunarmenn bíða
eftir steikinni. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
HEILBRIGÐISMÁL Verulega hefur
dregið úr reykingum íslenskra
unglinga samkvæmt niðurstöðum
rannsóknarinnar Heilsa og lífs-
kjör skólabarna, sem lögð var fyrir
í vetur.
Ársæll Már Arnarsson, prófess-
or við Háskólann á Akureyri og
stjórnandi rannsóknarinnar, segir
að árið 2010 hafi tíðni reykinga á
meðal íslenskra unglinga verið með
því lægsta sem gerðist í Evrópu.
Samt sem áður hafa reykingarnar
minnkað um helming síðan þá.
„Þetta er ótrúlegur
árangur og með þessu
áframhaldi má hreinlega
gera sér vonir um að þessi
aldurshópur verði fullkom-
lega reyklaus eftir nokkur
ár,“ segir Ársæll og bætir
við að þróunin sé gífur-
lega hröð, en fyrir 20 árum
reyktu 20-25 prósent barna
í þessum aldurshópi.
Í langflestum tilfellum byrjar
fólk að reykja á unglingsárum eða
fyrir 18 ára aldur. „Þessar niður-
stöður sýna að með öflugu
forvarnarstarfi fjölmargra
aðila hefur tekist að lyfta
grettistaki í þessu verk-
efni,“ segir Ársæll.
Kristján Þór Júlíus-
son tekur undir orð Árna.
„Niðurstöðurnar eru afar
ánægjulegar og gefa góð
fyrirheit, ekki aðeins um
reykingar, heldur einnig
almennt um bættan lífsstíl ung-
linga á þessum aldri.“
- ebg
Ný rannsókn sýnir jákvæða þróun á reykingum unglinga síðustu fjögur árin:
Helmingi færri krakkar reykja
ÁRSÆLL MÁR
ARNARSSON
tíðindin af Norðursalti sem hóf
útflutning á salti í sumar en við
vinnsluna er notast við vatn úr
borholu og eins affallsvatn frá
Þörungaverksmiðjunni.
Einnig er gert ráð fyrir því í
skipulagi sveitarfélagsins að
heilsulind Vatnavina Vestfjarða
rísi í náinni framtíð. Þaðan koma
og kraftar sem reka Sjávarböðin
á Reykhólum þar sem auðlindir
sveitarinnar eru nýttar til heilsu-
bótar og yndisauka.
jse@frettabladid.is
VEISTU SVARIÐ?
FRUMKVÖÐLAR Á REYKHÓLUM Þeir
Garðar Stefánsson og Sören Rosenkilde
stofnuðu Norðursalt í fyrra.
RÚSSLAND, AP Bandaríski upp-
ljóstrarinn Edward Snowden
hefur fengið leyfi til að dvelja
þrjú ár til við-
bótar í Rúss-
landi. Rússar
hafa þó ekki
veitt honum
pólitískt hæli,
sem hefði gert
honum kleift
að vera þar til
frambúðar.
Síðasta sumar
veittu rússnesk stjórnvöld honum
tímabundið dvalarleyfi til eins
árs, en það rann út í byrjun þessa
mánaðar.
Snowden birti leyniskjöl frá
bandarísku Þjóðaröryggisstofn-
uninni og sýndi fram á víðtækar
njósnir stofnunarinnar víða um
heim. Bandarísk stjórnvöld hafa
hótað Snowden harðri refsingu
fyrir uppljóstranirnar. - gb
Snowden fær dvalarleyfi:
Í Rússlandi
þrjú ár í viðbót
EDWARD
SNOWDEN
VERSLUN Meira en helmingur
af því nautahakki sem Ferskar
kjötvörur, dótturfyrirtæki Haga,
selur sem hamborgara er innflutt
frá Spáni.
Ingibjörn Sigurbergsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins,
segir þetta vegna skorts á nauta-
kjöti hér á landi.
„Við erum að fá innan við
helming af því nautakjöti sem
við þurfum hér innanlands til
að geta annað eftirspurn,“ segir
Ingibjörn. „Í dag erum við búin
að flytja inn 100 tonn af hakkefni
í samanburði við 40 tonn allt árið
í fyrra.“
Aðspurður segist Ingibjörn
ekki finna mun á íslenska nauta-
kjötinu og því spænska. - þþ
Helmingur hakks frá Spáni:
Ekki nóg af
innlendu kjöti
NAUTAHAKK Ætli þessir hamborgarar
séu ekki frá Spáni? FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
ASKJA
Aflétta ferðatakmörkunum
Almannavarnadeild ríkislögreglu-
stjóra hefur aflétt takmörkunum á
ferðum um Öskju. Ekki er talið að
hætta á hruni við Öskju gefi nægjan-
legt tilefni til að loka svæðinu. Engu
að síður er varað við flóðbylgjum sem
berghlaup við vatnið geti hrundið af
stað.