Fréttablaðið - 15.08.2014, Side 8

Fréttablaðið - 15.08.2014, Side 8
15. ágúst 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Fyrir heimili og vinnustaði Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is INDLAND, AP Hópur indverskra barna á vart um annað að velja en að synda í skólann, fimmtán metra yfir ána Heran. Vilji þau komast í skólann þurrum fótum þurfa þau að flækjast 25 kílómetra langa leið, og komast þá á brú yfir ána. „Við höfum hvað eftir annað óskað eftir því að fá brú,“ segir Raj- endra Purohit, skólastjóri í Narmada í Gujarat-héraði. Alls eru þetta um sextíu börn á unglingsaldri. Þau setja skólabæk- urnar sínar og þurr föt í plastpoka eða töskur, og fara síðan yfir ána sem nær þeim í axlir þar sem dýpst er. Þegar yfir er komið klæða strákarnir sig í þurr föt á bakkanum en stelpurnar fara inn í lítinn búningsklefa. Stundum fara foreldrar eða aðrir fullorðnir með þeim yfir ána, en enginn bátur virðist vera við höndina. - gb Hópur skólabarna þarf brú yfir ána Heran: Þurfa að synda daglega í skólann Á LEIÐ Í SKÓLANN Valið stendur á milli þess að synda 15 metra eða flækjast þurrum fótum 25 kílómetra krókaleið með brú yfir ána. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRETLAND Lögregla í Berkshire á Bretlandi gerði húsleit á heimili breska tónlistarmannsins Cliff Richards í gær. Húsleitin er í tengslum við rannsókn tengda broti á dreng sem var yngri en sextán ára þegar brotið var gegn honum á níunda áratugnum ef marka má frétt BBC. Richards sendi frá sér yfirlýs- ingu þar sem hann neitar öllum ásökunum. - ih Rannsókn vegna barnaníðs: Húsleit hjá Cliff Richards KÍNA Lögfræðingur kínverska andófsmannsins Gao Zhisheng segir skjólstæðing sinn illa hald- inn eftir þriggja ára fangelsis- dvöl. BBC greinir frá. Gao var sleppt úr haldi í síð- ustu viku en hann hefur misst um tuttugu kíló og nokkrar tennur vegna vannæringar samkvæmt mannréttindasamtökunum Free- dom Now. Daglegur matar- skammtur Gao var kálhaus og ein brauðsneið. - ih Misst tennur og 20 kíló: Illa farinn eftir fangelsisvist SKÓLAMÁL Nemendum við Háskóla Íslands fækkar um nærri þúsund frá fyrra ári. Reiknað er með því að nemendur á næsta skólaári verði rúmlega 13 þúsund en þeir hafa undanfarin ár verið í kringum 14 þúsund. Þrátt fyrir að nem- endum í heild fækki þá er fjöldi nýnema svip- aður og undanfarin tvö ár, eða 2.900. Samkvæmt upplýsingum frá Háskólanum er skipting nemenda eftir kynjum sú sama og und- anfarin ár, tveir þriðju nemenda eru konur en karlar eru einn þriðji. Sú grein þar sem nemendum hefur fjölgað hvað mest síðustu misseri er tölvunarfræði, nemend- ur í tölvunarfræði voru 54 haustið 2010 en 220 nýnemar hefja nám í tölvunarfræði í haust. Fjölmennasta námsgreinin á meðal nýnema er viðskiptafræði. Þar hafa 275 nemendur staðfest skólavist. Um 200 hyggja á nám í sálfræði og nærri 150 í hjúkrunarfræði. Í verkfræðigreinum sem kenndar eru í Háskóla Íslands hefja samtals um 220 nemendur nám í haust, en þess má geta að í rafmagns- og tölvu- verkfræði fjölgar konum mikið í ár miðað við síðustu ár. Mest fækkun nýnema er í lögfræði, 80 hefja nám í haust en voru 200 í fyrra. Skýringin er sú að inntökupróf voru tekin upp í greininni í ár. Háskólanemum fjölgaði mikið í kjölfar efna- hagshrunsins. Árið 2010 voru þeir um 10 þús- und en voru um 14 þúsund árin þar á eftir. - jme Fjórföld fjölgun nemenda í tölvunarfræði en nýnemum í lögfræði fækkar um meira en helming: Nemendum við Háskóla Íslands fækkar FÆRRI NEMENDUR Heldur færri nemendur verða við nám í HÍ í vetur en undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON AKUREYRI Fjórtán umsóknir bárust um stöðu fræðslustjóra Akureyrarkaupstaðar. Gunnar Gíslason, fráfarandi fræðslu- stjóri, sagði starfi sínu lausu eftir að hann náði kjöri sem bæjarfulltrúi að loknum síðustu sveitar stjórnarkosningum. Tíu konur sóttu um starfið en aðeins fjórir karlar. Í hópi þeirra sem sóttu um eru þrír skólastjór- ar og tveir aðstoðarskólastjórar. Helmingur umsókna kom frá fólki búsettu utan Akureyrar. - sa Fræðslustjórastarf vinsælt: Fjórtán sóttu um starfið UTANRÍKISMÁL Ísland á að svara kalli vinaþjóða innan Atlantshafs- bandalagsins (NATO) og auka fram- lag sitt til varnarsamstarfsins. Slíkt er best gert með því að leggja áherslu á borgaraleg verkefni að mati ráðamanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld séu mjög meðvituð um ábyrgð sína í öryggis- og varnar- málum og nauðsyn þess að leggja sitt af mörkum innan NATO. „Við framkvæmdastjóri NATO áttum mjög góð samtöl í þessa veru og ræddum m.a. um netör- yggismál og leit og björgun á hafi þar sem Ísland hefur tvímælalaust margt fram að færa. Við höfum einnig gert okkur gildandi í jafn- réttismálum og ályktun öryggis- ráðs SÞ um konur, frið og öryggi svo dæmi sé tekið. Fram undan er leiðtogafundur bandalagsins í Wales og við munum í aðdraganda þess fundar fara yfir okkar stöðu og hvar við gætum mögulega bætt í, og þá með hliðsjón af stöðu ríkis- fjármála,“ segir Sigmundur. Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra telur að Ísland eigi að auka framlag sitt til Atlants- hafsbandalagsins (NATO), sé þess nokkur kostur. Anders Fogh Rasmussen, fram- kvæmdastjóri NATO, kallaði eftir því á fundum með íslenskum ráðamönn- um í vikunni að Ísland, eins og önnur aðildarríki bandalagsins, auki fram- lög sín til varnarsam- starfsins vegna vaxandi spennu í Evrópu. Kostnað- ur íslenska ríkisins vegna aðildar að NATO er um 600 milljónir á ári, að því er næst verður komist. „Það er erfitt að bæta miklu við en við hljótum að þurfa að taka til skoðunar þessa beiðni fram- kvæmdastjórans og NATO-þjóð- anna. Við erum hluti af þessum félagsskap og tökum á okkur viss- ar skuldbindingar. Það eru ríki að reyna að ná því markmiði að verja tveimur prósentum af þjóð- arframleiðslu í varnar- mál, þó ég segi ekki að við eigum að stefna þangað, en við eigum að sjálfsögðu að reyna að auka framlög- in sé þess óskað, og ef við mögulegu getum,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar Bragi segir ljóst að blikur séu á lofti í öryggismálum í heimin- um. „Við verðum að fara yfir hvar okkar borgaralegu áherslur liggja þegar kemur að þessu sameigin- lega verkefni. Það má tengja þetta við þingmál sem ég legg fyrir þingið í haust og er þjóðarörygg- isstefna fyrir Ísland. Þar munum við að sjálfsögðu koma fram með okkar áherslur, sem hljóta að tengjast áherslum okkar í varnar- samstarfinu.“ svavar@frettabladid.is Svara ber kalli NATO um aukið framlag Forsætis- og utanríkisráðherra telja að skuldbindingar Íslands gagnvart NATO krefjist þess að Ísland reyni að auka framlög til bandalagsins. Lögð skal áhersla á borgaraleg verkefni. Leitað að matarholum með hliðsjón af stöðu ríkisfjármála. MÁLIN RÆDD Anders Fogh Rasmussen og Gunnar Bragi Sveinsson funduðu um stöðu mála á miðvikudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Aðspurður hvort Ísland eigi að leggja meira af mörkum til NATO svarar Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, því til að hann sé þeirrar skoðunar „að við eigum afdráttarlaust að leita leiða til þess“. Hann segir að Ísland eigi að finna svið þar sem þjóðin getur lagt sitt af mörkum. „Ég er sammála því mati Anders Fogh að efla þurfi NATO við þær að- stæður sem eru uppi í heimsmálum. Við getum ekki skorast undan því að gera það með þeim hætti sem við best getum. Ef það felst í því að leggja fram vinnu borgaralegra sérfræðinga á ákveðnum sviðum, sem er sú leið sem blasir við, þá eigum við að gera það,“ segir Birgir. Efla þarf NATO í ljósi stöðu heimsmála BIRGIR ÁRMANNSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.