Fréttablaðið - 15.08.2014, Blaðsíða 10
15. ágúst 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
Kæru viðskiptavinir.
Á grundvelli ábendingar frá Neytendastofu innkallar BYKO
uppblásna nuddpotta sem seldir voru árið 2010.
Vörunúmer BYKO: 88012360 B-140B nuddpottur, uppblásinn.
Ástæða innköllunarinnar er sú að alvarleg hætta getur skapast af
notkun þeirra. BYKO biður þá sem keyptu slíka nuddpotta að skila
þeim í næstu BYKO verslun og fá endurgreitt.
INNKÖLLUN Á
NUDDPOTTUM
BYGGÐAMÁL Aldrei í sögunni hafa
jafn margir Íslendingar búið utan
höfuðborgarsvæðisins. Ríflega eitt
hundrað þúsund íbúar búa á lands-
byggðunum og hefur mannfjölgunin
þar verið hæg en stöðug alla síðustu
öldina. Að sama skapi er oft talað
um fólksflótta af landsbyggðinni og
fólksfækkun vítt og breitt um land-
ið annars staðar en á höfuðborgar-
svæðinu. Raunin er önnur þó sum
svæði landsbyggðanna standi illa.
Fækkar fólki „úti á landi“?
Á línuritinu sést að landsmönnum
hefur fjölgað jafnt og þétt frá því
í byrjun 20. aldar. Fjölgun Íslend-
inga skýrist að miklu leyti af mik-
illi fjölgun á höfuðborgarsvæðinu.
Hins vegar er ekki hægt að sjá í
þessum gögnum að einhver fækkun
Metfjöldi á landsbyggðinni
Íbúum utan Reykjavíkur hefur fjölgað hægt og bítandi síðustu ár. Nú er svo komið að ríflega hundrað
þúsund íbúar búa utan Reykjavíkur. 95 prósent íbúa búa á stöðum þar sem byggðaþróun er jákvæð.
STÖÐVARFJÖRÐUR Íbúar Reykjavíkur voru árið 1801 jafn margir og búa nú á
Stöðvarfirði. Markviss byggðastefna og flutningur stofnana til Reykjavíkur bar
árangur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
350.000
300.000
250.000
200.000
150.000
100.000
50.000
0
’10 ’20 ’30 ’40 ’50 ’60 ’70 ’80 ’90 ’00 ’10
FJÖLDI ÍBÚA EFTIR BÚSETUSVÆÐUM 1911–2014
ALLT LANDIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ LANDSBYGGÐIRNAR
BANDARÍKIN Óeirðir brutust út í bænum Fergu-
son í Missouri í fyrrakvöld. Lögreglan notaði
táragas og reyksprengjur til að dreifa mann-
fjöldanum, sem hafði kastað eldsprengjum í átt-
ina að lögreglunni.
Dagleg mótmæli hafa verið í Ferguson frá
því á laugardag, en þá lét 18 ára piltur lífið eftir
að lögregluþjónn skaut á hann. Pilturinn var
svartur á hörund og hét Michael Brown, en lög-
regluþjónninn er hvítur og hefur nafn hans ekki
fengist uppgefið hjá stjórnvöldum.
Frásögn lögreglunnar af því sem gerðist ber
ekki saman við frásagnir vitna. Lögreglan segir
að lögregluþjónn hafi vikið sér að Brown og
öðrum manni, en þeir hafi þá ráðist á lögreglu-
þjóninn og reynt að taka af honum byssuna.
Dorian Johnson, sem segist hafa verið með
Brown þegar lögreglan hafði afskipti af þeim,
segir allt aðra sögu. Lögregluþjónninn hafi
reynt að opna bíldyrnar en bílhurðin hafi verið
svo nálægt þeim að hún hafi skellst til baka.
Þetta hafi farið í taugarnar á lögreglumann-
inum og hann hafi gripið til byssu sinnar þegar
Brown reyndi að hlaupa burt.
Anonymous, samtök tölvuþrjóta, nafngreindu
í gær lögregluþjón og sögðu hann hafa skotið
piltinn, en lögreglan í Ferguson fullyrðir að þar
sé rangur maður nafngreindur. - gb
Dagleg mótmæli hafa verið í Ferguson frá því að lögregluþjónn þar skaut unglingspilt til bana:
Lögreglan beitti táragasi og reyksprengjum
SJÁVARÚTVEGUR Kallað er eftir sam-
stöðu milli norskra fyrirtækja í
landvinnslu og útgerð í kjölfar
innflutningsbanns Rússa, sem er
þungt högg fyrir greinina hvernig
sem á það er litið. Eins er kallað
eftir stuðningi norskra stjórnvalda
og það sagt útilokað að greinin
beri áfallið af banninu án stuðn-
ings.
Þetta kemur fram í leiðaraskrif-
um dagblaðsins Sunnmørsposten
í Álasundi sem leggur áherslu á
að fjalla um sjávarútvegsmál þar
í landi.
Daginn sem Rússar tilkynntu
um innflutningsbann sitt ámálg-
uðu norskir útgerðarmenn að
selja uppsjávarfisk sinn á Íslandi
eða Færeyjum, skrifar leiðara-
höfundur. Færeyingar hafa fagn-
að þeim uppgripum sem löndunum
norskra skipa myndi fylgja. Hags-
muni fyrirtækja á Austurlandi ber
að skoða í því ljósi, þegar orð for-
svarsmanna íslenskra fyrirtækja
eru höfð í huga.
Leiðarahöfundur bendir á að
norska landvinnslan hafi áhyggj-
ur af því að útgerðarmenn reyni
að komast fram hjá banninu með
þessum hætti.
Audun Marak, hjá samtökum
norskra útgerðarmanna, vonast til
að koma síld og öðrum uppsjávar-
tegundum til Rússlands í gegnum
Ísland. Samtök fiskvinnslufyrir-
tækja í Noregi benda hins vegar á
að þessi leið sem Audun nefnir sé
ekki endilega fær. - shá
Fyrirtæki í Noregi hugsa til Íslands vegna innflutningsbanns Rússa:
Kallað eftir samstöðu í Noregi
ÓEIRÐIR Í FERGUSON Lögreglan í Ferguson hefur verið
gagnrýnd fyrir að gefa ekki upp nafn hvíta lögreglu-
þjónsins sem skaut svartan unglingspilt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VIÐSKIPTI Skeljungur hf. hefur
samið við Rekstrarfélag Tíu ell-
efu ehf. um að annast rekstur tólf
verslana við bensínstöðvar Shell
og Orkunnar. Samningurinn er
gerður með fyrirvara um sam-
þykki Samkeppniseftirlitsins.
Samstarfið mun ná til reksturs
ellefu verslana á höfuðborgar-
svæðinu og einnar á Akranesi.
Skeljungur mun áfram annast
eldsneytissölu. Samstarf olíu-
félaga við verslanir er þekkt víða
erlendis. - jhh
Samstarf að erlendri fyrirmynd:
Skeljungur og
10-11 í samstarf
VESTMANNAEYJAHÖFN Norska skipið
Leinebjörn kemur til löndunar með
uppsjávarfisk. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
eigi sér stað utan höfuðborgarsvæð-
isins, síður en svo. Fjölgunin á lands-
byggðunum er jöfn og stöðug. Þannig
er hægt að segja að aldrei hafa fleiri
búið „úti á landi“ en nú, frá því land
byggðist.
92% landsins á uppleið
Þóroddur Bjarnason, prófessor
við Háskólann á Akureyri, hefur
stundað rannsóknir á byggðaþró-
un Íslands. „Um 92 prósent þjóðar-
innar búa á þremur vaxtarsvæðum
landsins á Suðvesturlandi, Mið-Norð-
urlandi og Mið-Austurlandi. Fjöl-
breytt borgarsamfélög í Reykjavík
og á Akureyri styðja við byggðir í
allt að klukkustundar fjarlægð og á
Austurlandi mynda Fljótsdalshérað
og Fjarðabyggð tiltölulega fjölbreytt
atvinnu- og þjónustusvæði. Á þess-
um svæðum þar sem um 95 prósent
íslensku þjóðarinnar búa er atvinnu-
líf blómlegt, þjónusta fjölbreytt og
fólksfjölgun hefur verið stöðug síð-
ustu árin. Tryggja þarf áframhald-
andi vöxt þessara svæða en að þeim
steðjar ekki brýnn vandi.“
Þóroddur segir að einstakar lands-
byggðir standi ekki eins vel og horfa
verður á þær sérstaklega. „Veruleg-
ur samdráttur og fólksfækkun eru
að mestu bundin við svæði þar sem
um 5 prósent þjóðarinnar eru búsett.
Tækniframfarir, sérhæfing og sam-
þjöppun hafa víða leitt til fækkun-
ar starfa í sjávarútvegi, landbún-
aði og matvælaframleiðslu. Fólki
hefur fækkað umtalsvert í sveitum
og byggðakjörnum sem byggja eink-
um á sjávarútvegi eða þjónustu við
landbúnað. Verulegur byggðavandi
steðjar þannig að litlum hluta þjóðar-
innar og því ætti að vera tiltölulega
auðvelt að bregðast við honum með
markvissum hætti.“
Varnarsvæðin eru eyjar
Samkvæmt skýrslu byggðastofnunar
um þróun byggðarlaga með langvar-
andi fólksfækkun, sem kom út í maí
2012 má sjá greinilegt mynstur.
Vestfirðir, svæðið á norðaustan-
verðu horni landsins, og svæðið frá
Höfn til Víkur í Mýrdal eru í mikilli
vörn. Það sem einkennir þessi svæði
eru litlir búsetukjarnar, langt frá
hver öðrum, þar sem einnig eru til-
tölulega miklar fjarlægðir til næsta
stóra þjónustukjarna. Einnig byggja
þessi svæði að miklu leyti á frum-
vinnslugreinum.
„Alvarlegur byggðavandi á Íslandi
nær til lítils hluta þjóðarinnar. Því
er tiltölulega auðvelt að bregðast við
honum með markvissum hætti ef
vilji er fyri hendi en fyrir því þyrfti
að nást breið sátt meðal þjóðarinn-
ar,“ segir Þóroddur
sveinn@frettabladid.is
Árið 1801 voru íbúar Reykjavíkur aðeins um 200
eða álíka margir og búa núna á Stöðvarfirði. Upphaf
19. aldar markar ákveðin þáttaskil í sögu landsins.
Menn fóru að huga að sjálfstæði eyjunnar og talið
var æskilegt að á landinu byggðist upp kjarni sem
gæti verið mótvægi við Kaupmannahöfn, höfuðborg
landsins.
Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggða-
stofnunar og prófessor í félagsfræði við Háskólann á
Akureyri, hefur farið yfir þessi umskipti bæði í ræðu
og riti. „Reykjavík jók íbúafjölda sinn sautjánfalt
á hundrað ára tímabili, frá 1801-1901. Á þessari öld voru allar helstu
opinberu stofnanir landsins fluttar til Reykjavíkur. Á 20. öldinni hélt
þróunin áfram. Íbúafjöldinn jókst jafnt og þétt í Reykjavík og var í lok
aldarinnar aftur sautján sinnum meiri en í byrjun aldar.“
Fyrsta byggðaaðgerðin að búa til borg
ÞÓRODDUR
BJARNASON
EFNAHAGSMÁL Greining Íslands-
banka og Greiningardeild
Arion banka gera ráð fyrir því
að stýrivextir haldist óbreytt-
ir. Stýrivaxtaákvörðun verður
kynnt í Seðlabankanum á mið-
vikudag í næstu viku. Greining
Íslandsbanka telur að rök fyrir
óbreyttum vöxtum verði þau að
verðbólgan sé við verðbólgu-
markmiðið, krónan stöðug og
verðbólguhorfur nokkuð góðar.
Verðbólguvæntingar til lengri
tíma séu hins vegar enn nokkuð
yfir verðbólgumarkmiði bank-
ans. Hagdeild Landsbankans
spáði í gær óbreyttum vöxtum.
- jhh
Allir spá óbreyttum vöxtum:
Góðar horfur
í efnahagslífi
SEÐLABANKASTJÓRAR Már Guð-
mundsson og Arnór Sighvatsson munu
að líkindum kynna stýrivexti í næstu
viku. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SAMFÉLAGSMÁL
Unnu silfurverðlaun
Vagnstjórar Strætó bs. unnu til
silfurverðlauna í hinu árlega Norður-
landamóti vagnstjóra í akstursleikni á
strætisvögnum sem fór fram í Helsinki
um síðustu helgi. Mótið fer fram einu
sinni á ári og skiptast höfuðborgirnar á
að halda mótið.