Fréttablaðið - 15.08.2014, Side 14

Fréttablaðið - 15.08.2014, Side 14
15. ágúst 2014 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS Fjölgar um helming Teitur Björn Einarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og hóf hann störf í ráðuneytinu í gær. Þar með hefur aðstoðarmönnum Bjarna fjölgað um helming. Samkvæmt upplýsingum sem komu fram á Alþingi, fyrir tæpu ári, nemur kostnaður við hvern að- stoðarmann ráðherra um 12,5 millj- ónum króna á ári. Mögrum finnst það skjóta nokkuð skökku við að fjármálaráðherra skuli vera að fjölga aðstoðarmönnum á meðan boðað er áframhaldandi aðhald í fjármálum hins opinbera. Ekkert fararsnið á Ásmundi Ásmundur Einar Daða- son þingmaður gegnir enn stöðu aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Þegar tilkynnt var að Ásmundur Einar ætti að aðstoða Sigmund Davíð var látið að því liggja að það væri einungis tímabundin ákvörðun. Fyrir skemmstu sagði Ásmundur Einar í samtali við blaðamann að hann yrði áfram í ráðuneytinu uns annað yrði ákveðið. Það skal hins vegar tekið fram að Ásmundur Einar þiggur ekki önnur laun en Alþingi greiðir honum fyrir setu á þingi. Orð hafa ábyrgð Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti í gær samning um endurfjármögnun lána bæjar- félagsins. Trúnaður er um vaxtakjör samningsins þannig að bæjarbúar geta ekki glöggvað sig á því hvort um góðan samning sé að ræða eða ekki. Það sem er áhugavert við þennan samning er að minnihlutinn hafði uppi stór orð um „leyndarhyggju sem minnti á Icesave-samningana“. Oddviti sjálfstæðismanna sagði þá að bæjarbúar ættu heimtingu á að vita hver vaxtakjörin væru. Nú er einstaklingurinn orðinn formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Svo virðist sem meirihlutaskiptin eftir kosningar hafa litlu breytt í leyndarhyggju stjórnmálanna í Hafnarfirði. johanna@frettabladid.is/ sveinn@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Viðbrögð við boðaðri festu í ríkisfjármál- um voru fyrirsjáanleg. Ríkisvaldið verður að tryggja öryggi og festu í ríkisfjármálum með skýrri forgangsröðun til grunnþátta samfélagsins. Að baki útdeilingu á skattfé eru ein- staklingar á vinnumarkaði sem hafa skilað sínum sköttum til ríkisins. Það er lágmarks- krafa skattgreiðenda að þeim fjármunum sé sem best varið fyrir samfélagið allt, ef ekki rofnar sá samfélagssáttmáli sem skattkerfi ríkis byggir á – viljanum til að greiða skatta. Fjárlaganefnd hefur það lögbundna hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Verið er að fara yfir sex mánaða uppgjör ríkisins. Afar ánægjuleg niðurstaða hefur fengist í þessari vinnu hingað til og meint framúr- keyrsla ýmissa stofnana var ekki á rökum reist, meðal annars vegna mismunandi bók- haldsaðferða. Það er mikilvægt að fá þetta misræmi fram nú vegna fjárlagavinnunnar í framhaldinu. Horfi ég bjartsýn til mark- miðs ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög fyrir árið 2014. Ég fagna allri fjölmiðlaumræðu um ríkis- fjármál og hvernig skattfé landsmanna er útdeilt. Það er því með öllu óskiljanlegt að stuðningsmenn Icesave-ríkisstjórnarinnar virðast hafa allt á hornum sér þegar gerð er sú krafa að ríkisstofnanir haldi sig innan ramma fjárlaga. Vísað er í lög sem viðkom- andi stofnanir eru reistar á til að gegna lög- bundnu hlutverki sínu. Það eru góð rök en fjárlög eru líka lög sem alþingismenn sam- þykkja á hverju ári. Það eru hreinar línur að fjárveitingavaldið setur rammann ár hvert fyrir hverja stofnun. Það er stjórnenda við- komandi stofnunar að fylgja vilja fjárveit- ingarvaldsins sem birtist í fjárlögum. Árangur ríkisstjórnarinnar er mikill þá 14 mánuði sem hún hefur verið við völd. Bætt hefur verið tæpum 10 milljörðum í svelt heilbrigðiskerfi og 5 milljörðum til almannatrygginga ásamt mörgum öðrum stórum málum. Stuðningsmenn síðustu ríkisstjórnar hafa fá tromp á hendi til að ná viðspyrnu. Því taka þeir stöðu með fram- úrkeyrslu fjárlaga. Engar áætlanir í ríkis- fjármálum stóðust á síðasta kjörtímabili. Þá hlýt ég að spyrja: Vilja skattgreiðendur þá óreiðu og sóun fjármuna síðasta kjörtíma- bils eða þá festu sem nú er boðuð? Í raun var þessari spurningu svarað í síðustu alþingis- kosningum þegar Samfylking og VG fengu herfilega útreið og voru kosin frá völdum. Ekkert sem kemur á óvart ➜ Ég fagna allri fjölmiðlaumræðu um ríkisfjármál og hvernig skattfé landsmanna er útdeilt. STJÓRNMÁL Vigdís Hauksdóttir lögfræðingur og þingmaður Fram- sóknarfl okksins THE MORE YOU USE IT THE BETTER IT LOOKS N ý staða er uppi í öryggismálum Evrópu eftir innrás Rússa í Úkraínu og innlimun Krímskaga í Rússland. Eins og Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), ræddi í heimsókn sinni til Íslands í fyrradag, er ástæða til að óttast að Rússar horfi til fleiri ríkja en Úkraínu. Þeir eru líklegir til að vilja hindra með ýmsum ráðum að lönd, sem þeir telja að eigi að vera á sínu áhrifasvæði, efli bandalag sitt við vestræn ríki. Hið gamla landvarnahlutverk NATO er nú skyndilega í for- grunni á nýjan leik, eftir að Rússland breyttist á skömmum tíma úr samstarfsríki í and- stæðing. Þetta hefur í för með sér breytingar á stöðu og ábyrgð Íslands í bandalaginu, eins og Fogh Rasmussen vék að. Eins og hann nefndi á blaðamannafundi hefur mikilvægi staðsetningar Íslands í miðju Norður-Atlantshafinu aukizt á ný á síðustu árum vegna loftslagsbreytinga, sem munu leiða af sér meiri umferð og efnahagsleg umsvif á norðurslóðum. Árásargjarnari utanríkis- stefna Rússlands, þar með talin endurhervæðing norðurhéraða landsins, þýðir líka að hernaðarlegt mikilvægi Íslands eykst á ný. Það er ekki þar með sagt að hér þurfi aftur að vera herlið á vegum bandalagsins; eins og framkvæmdastjórinn benti á er hægt að efla eftirlit með lofthelginni með skömmum fyrirvara. Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins standa frammi fyrir nýjum veruleika í öryggis- og varnarmálum. Þótt hið hefðbundna landvarnahlutverk vegi nú þyngra, þarf áfram að sinna „nýjum“ verkefnum NATO á borð við friðargæzlu, íhlutun á átakasvæðum, leitar- og björgunarverkefnum og netvörnum. Staðan útheimtir aukin útgjöld til varnarmála, eftir samdrátt undanfarinna ára. Þar er Ísland engin undantekning. Anders Fogh Rasmussen skoraði á íslenzk stjórnvöld að leggja meira til sameiginlegra varna NATO og nefndi sérstaklega þátttöku Íslands í netvörnum og aðhlynningu sjúkra í tengslum við aðgerðir bandalagsins. Þá benti hann á það augljósa; að með batnandi efnahag er Ísland betur í stakk búið að leggja fjárhagslega sitt af mörkum til sam- eiginlegra varna bandalagsríkjanna. Það er nefnilega löngu liðin tíð að meginframlag Íslands til varna NATO felist í að leggja til aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Ísland verður að taka þátt í starfi bandalagsins með virkari hætti, þótt framlagið hljóti ávallt að verða á forsendum borgaralegrar starfsemi, sem er það eina sem við þekkjum. Framlag Íslands til eigin öryggis- og varnarmála, að viðbættu framlagi til NATO, er nokkur hundruð milljónir, hugsanlega á annan milljarð króna. Ef við miðuðum við að framlög til þessa málaflokks væru á bilinu 1-2 prósent af landsframleiðslu, eins og flest vestræn ríki gera, væru þau 18-36 milljarðar.Við getum alls ekki skorazt undan að auka framlag okkar til sameiginlegra varna vestrænna lýðræðisríkja á viðsjárverðum tímum. Viðbrögð ráðamanna í Fréttablaðinu í dag við áskorun fram- kvæmdastjóra NATO eru því rökrétt og jákvæð, en kannski ívið of varfærin. Auðvitað á Ísland að lýsa því skýrt yfir að það muni axla sína ábyrgð og taka fullan þátt í að efla Atlantshafsbanda- lagið þegar nýjar ógnir steðja að. Breytt staða í öryggismálum Íslands: Mikilvægari staða, meiri ábyrgð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.