Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.08.2014, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 15.08.2014, Qupperneq 16
15. ágúst 2014 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 16 Snæfríður heitin, dótt- ir mín, lektor við Háskól- ann á Bifröst, var vinur og aðdáandi Jóhönnu geita- bónda á Háafelli í Hvít- ársíðu og brautryðjanda- starfs hennar. Minnug þeirrar vináttu set ég eft- irfarandi orð á blað. Fyrir Alþingiskosningar 2013 fluttu tveir stjórnar- andstöðuþingmenn, þeir Sigurð- ur Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason, þingsályktunar- tillögu með áskorun á þáverandi atvinnuvegaráðherra um að grípa þegar í stað til aðgerða til að forða íslenska geitfjárstofninum frá útrýmingarhættu, því að „ef ekki verður nú þegar brugðist við þeirri stöðu, sem íslenski geitfjárstofninn er í, er hætt við, að það verði brátt um seinan“. Eftir kosningar settist Sigurður Ingi í stól atvinnuvegaráðherrans sem hann hafði skorað á – fyrir kosningar – að bjarga geitastofn- inum. Og Ásmundur Einar er sér- stakur ráðunautur forsætisráð- herra um málefni landbúnaðarins. Það er ekki gott til afspurnar að tala tungum tveim – að segja eitt í stjórnarandstöðu en annað í stjórn. Það heitir lýðskrum. Persónulegur harmleikur Þeir Sigurður Ingi og Ásmundur Einar standa nú frammi fyrir próf- raun, þar sem reynir á manndóm þeirra og heilindi. Prófið fer fram að Háafelli í Hvítársíðu þann 18. september nk. Þá fer að óbreyttu fram uppboð á eina geitfjárbúinu á Íslandi sem nær máli varðandi kynbætur og stofnrækt búfjár- stofns í útrýmingarhættu. Hvað er í húfi? Fyrir hjónin á Háafelli, Jóhönnu Bergmann Þor- valdsdóttur og Þorbjörn Oddsson, og fjölskyldu þeirra er það persónulegur harmleikur. Brautryðjendastarf þeirra verður fyrir bí. „Já, en verður geitfjárræktinni ekki bara haldið áfram undir annarra stjórn?“ spyr sá sem ekki veit. Nei, það er ekki svo. Lögum samkvæmt teljast geitur ekki til bústofns, heldur flokkast sem gæludýr. Geiturnar eru persónuleg eign Jóhönnu. Missi hún jörðina, verð- ur geitunum óhjákvæmilega stefnt í sláturhúsið. Nýting erfðaauðlinda Það er haft eftir formanni erfða- nefndar landbúnaðarráðuneytis- ins „að þá leggist markviss geit- fjárrækt á Íslandi af um ókomna tíð …“. Allir þeir sem greinarhöf- undur hefur rætt við og vit hafa á eru sammála ofangreindu mati. Dr. Ólafur Dýrmundsson, umsjónarmaður geitfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands, segir: „Þarna (innskot: Á Háafelli) er stærsti og fjölbreyttasti stofninn. Svo er hún (innskot: Jóhanna) með langflestar kollóttu geiturnar og fallega liti. Frá mínum sjónarhóli yrði mikill skaði að missa stofn- inn. Geitastofninn á Íslandi er það lítill að við megum ekkert missa. Það er mergurinn málsins“. Í greinargerð sinni með þings- ályktuninni fyrir seinustu kosn- ingar minna þeir Sigurður Ingi og Ásmundur Einar á að „Ísland er aðili að Ríó-samþykktinni frá 1992 um varðveislu erfðaefnis. Einnig er í gildi reglugerð númer 151/2005 um varðveislu og nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði, og starfar erfðanefnd landbúnaðarins eftir henni. Nefndin vinnur að því að varðveita og nýta erfðaauðlind- ir, sem hafa verðmæti fyrir land- búnaðinn og menningarlegt gildi, en íslenska geitin fellur þar undir“. Til bjargar geitfjárstofninum Fyrir gráglettni kjósenda er málum svo komið – eftir kosn- ingar – að þingsályktunin með áskorun þeirra tvímenninganna á fyrrverandi atvinnuvegaráð- herra beinist nú að þeim sjálfum: Að Sigurði Inga sem landbúnað- arráðherra og að Ásmundi Einari sem ráðgjafa forsætisráðherra. Spurningin er: Ætla þeir að láta það um sig spyrjast að þeir tali tungum tveim? Segi eitt í stjórn- arandstöðu en allt annað í stjórn? Ég trúi því ekki að óreyndu að þeir láti slíkt um sig spyrjast. Ég skora hér með á þá að bregðast vel og drengilega við eigin áskor- un á sjálfa sig. Það er varla til of mikils mælst, er það? Vonandi megum við vænta svars í tæka tíð, áður en prófdagurinn rennur upp, fimmtudaginn þann 18. sept- ember nk. Það er nægur tími til stefnu til að bjarga geitfjárstofn- inum frá útrýmingarhættu – og æru tvímenninganna í leiðinni. Að standa við stóru orðin LANDBÚNAÐUR Bryndís Schram Fjölmiðlar greina frá því að þeir sem á fínu máli kallast „fagfjár- festar“ vilji fjármagna nýjan Landspítala með eignatryggðri fjármögn- un, þannig að kostnað- urinn við bygginguna myndi ekki lenda á rík- isreikningi. Þannig er kynntur þessi gamli kunningi sem bankar upp á með reglulegu millibili og hefur í tím- ans rás fengið ýmsir nafngiftir, einkaframkvæmd hefur þetta verið kallað síðustu ár. Einkaframkvæmd á sér eink- um tvær rætur, önnur er hags- munatengd og byggir á því að stjórnvöld vilja hygla einkafjár- magninu, en hin lýtur að reikn- ingskúnstum ríkisfjármála og gengur út á það að sýna ekki raun- verulegar skuldbindingar ríkis- sjóðs. Fangelsið hefði kostað hálfan milljarð til viðbótar Þegar ákveðið var að ráðast í byggingu nýs fangelsis á Hólms- heiði kom þetta einnig upp á og voru þá ýmsir mjög eindregið á því máli að ríkið ætti að heimila einkaaðilum að reisa fangelsið, en ríkið síðan leigja afnotin af því. Ég gegndi á þessum tíma emb- ætti innanríkisráðherra og lagð- ist mjög eindregið gegn þessu á þeirri forsendu að þetta yrði miklu óhagkvæmara fyrir ríkis- sjóð og þar með skattgreiðendur í landinu. Ég fékk sérfræðinga til að meta hve miklu þetta tap næmi og áætluðu þeir að skatt- greiðendur myndu tapa um hálf- um milljarði á því að fara einka- framkvæmdarleiðina. Dýrari lán og krafa um gróða Þetta liggur að sjálfsögðu í augum uppi þegar málið er skoðað. „Fagfjárfestarnir“ þurfa á nákvæmlega sama hátt og ríkið að afla lánsfjár- magns til framkvæmdar- innar og greiða tilheyr- andi vexti. Þeir vextir eru líklegri til að verða held- ur hærri en hjá ríkinu þar sem ríkið er jafnan metið sem traustasti lántakandi sem kostur er á og fær því hagstæðustu lánskjörin. Má vel vera að eignatrygg- ingin sem vísað er til vegi þar upp á móti. Eftir stendur þá hagnað- urinn sem rynni til „fagfjárfest- anna“ en ella yrði eftir hjá okkur skattgreiðendum. Gleymum því ekki að „fagfjárfestar“ ráðast í einkaframkvæmd til að græða á henni! Þriðja atriðið sem stundum er nefnt af hálfu áróðursmanna fyrir einkaframkvæmd er sú stað- hæfing að einkaaðilar geri hlutina á hagkvæmari hátt en ríkið. Þetta segir reynslan erlendis frá ekki vera rétt, enda má ekki gleyma því að jafnvel þótt ríkið annist alla framkvæmdina þá býður það jafnan út við þessar aðstæður ein- staka verkþætti en framkvæmir þá ekki sjálft. Þar fyrir utan er það bábilja að ríkið vinni á óhag- kvæmari hátt en einkaaðilar. Reyndar er það stórfurðulegt að leyfa sér slíkar fullyrðingar í ljósi okkar eigin reynslu síðustu árin. Í mínum huga skiptir mestu máli að meta aðstæður skynsamlega hverju sinni, nýta kosti markaðar- ins þar sem það á við en ekki þar sem augljóst er að markaðslausnir stríða gegn almannahagsmunum. Rekstrartekjur Landspítalans? Fram kemur í fréttum að kostnað- aráætlun nýs spítala hljómi upp á 80 milljarða króna, En samkvæmt þessum fréttum þyrfti þetta ekki að verða högg fyrir ríkissjóð enda sé um að ræða „leið sem felur í sér að fjárfestar myndu tryggja byggingu spítalans með kaup- um á skuldabréfum sem tryggð væru með framtíðarrekstrar- tekjum spítalans. Þessi leið er sambærileg þeirri sem farin var í tengslum við byggingu Hvalfjarð- arganga.“ Þannig segir Viðskipta- blaðið frá og styðst jafnframt við Fréttablaðið. Augnablik. Hvað er hér verið að fara? Hvalfjarðargöngin borgum við algerlega með notendagjöld- um. Nú er okkur sagt að nýr Land- spítali eigi ekki að verða högg fyrir ríkissjóð því fyrirkomulagið verði það sama. Í þessu samhengi er síðan vísað í framtíðarrekstr- artekjur. Hvaðan koma þær? Frá sjúklingum? Varla úr ríkissjóði sem ekki á að verða fyrir neinu teljandi höggi. Við borgum óhagræðið að fullu! Ég leyfi mér að mótmæla þess- ari ráðagjörð sem annaðhvort byggir á því að við greiðum fyrir nýjan Landspítala að fullu sem skattgreiðendur með tilheyrandi viðbótarálagi miðað við að við fjármögnuðum spítalann milli- liðalaust – eða sem er miklu óhugnanlegri framtíðarsýn – að sjúklingarnir borgi með auknum sjúklingagjöldum. Þetta er vænt- anlega það sem á fínu máli fag- fjárfesta heita „rekstrartekjur Landspítalans“. Einkaframkvæmd Landspítala er galin ➜ Í þessu samhengi er síðan vísað í framtíðar rekstrar- tekjur. Hvaðan koma þær? Frá sjúklingum? Varla úr ríkissjóði sem ekki á að verða fyrir neinu teljandi höggi. HEILBRIGÐIS- MÁL Ögmundur Jónasson alþingismaður ➜ Þeir Sigurður Ingi og Ásmundur Einar standa nú frammi fyrir prófraun, þar sem reynir á manndóm þeirra og heilindi. Prófi ð fer fram að Háafelli í Hvítársíðu þann 18. september nk. Þá fer að óbreyttu fram uppboð á eina geitfjárbúinu á Ís- landi sem nær máli varð- andi kynbætur og stofnrækt búfjárstofns í útrýmingar- hættu. Það er ekki hægt að ofmeta mikilvægi utan- ríkisviðskipta fyrir Íslend- inga. Efist einhverjir um það skyldu þeir kynna sér sögu byggðar í landinu frá öndverðu til okkar daga, því á öllum tímum hefur innflutningur verið lífs- spursmál þjóðarinnar og tekjur af útflutningi lífæð. Það er alltaf nauðsyn en sérlega brýnt úrlausnar- efni nú að tryggja þjóðar- búinu auknar útflutningstekjur. Gjaldmiðilskreppan frá 2008 er enn óleyst, gjaldeyris ójöfnuðurinn í uppgjöri þrotabúa bankanna vandi sem ekki sést hvort og hvernig ríkisstjórnin mun leysa. Því er ójafnvægi enn því miður höfuðeinkenni þess efnahagsbata sem þó er blessunarlega orðinn. Tómarúm og óvissa Á sama tíma er heimspólitíkin að stokkast upp allt í kringum okkur. Það er tómarúm og óvissa í alþjóðakerfinu og ófriður á hættu- legra stigi en sést hefur í áratugi. Þá þurfum við Íslendingar að kunna fótum okkar forráð og móta stefnu frjálsra utanríkisviðskipta við önnur frjáls lönd. Nú standa yfir samningavið- ræður um fríverslun Evrópusam- bandsins og Bandaríkjanna sem Ísland á ekki aðild að. Ástæðan er sú að Ísland er ekki í Evrópusam- bandinu. Fríverslunarsamningur ESB og BNA yrði mestu tíðindi í opnun markaða og frelsi viðskipta um langt skeið og hörmuleg og óhugs- andi niðurstaða að íslensk við- skipti lendi utan garðs. Undravert ævintýri Íslenskur iðnaður hefur ávallt verið í fararbroddi brýningarinn- ar um nauðsyn útflutnings og þátt- töku í alþjóðasamstarfi um opnun markaða með skýrum tilgangi: Til þess að framleiðslulandið Ísland eignist fyrirtæki á alþjóðavísu – og það hefur tekist. Árangurinn af aðild Íslands að innri markaði Evr- ópu sem á 20 ára afmæli á þessu ári hefur verið undravert ævintýri – sem stendur ógn af ESB-fjand- samlegri stefnu ríkisstjórnarinn- ar, hinu nýja haftaástandi í við- skiptum og gjaldmiðli sem allir flýja sem það geta, til dæmis öll þau fjölmörgu glæsilegu sjávar- útvegsfyrirtæki sem gera alfarið upp í evrum. Viðræður í Hvíta húsinu Við hjá Samtökum iðnaðarins vorum í sendinefnd Evrópusam- taka atvinnurekenda, Business Europe, sem fór til Washington í vor og fékk aðgang að áhrifafólki í bandarískum stjórnmálum og við- skiptalífi á öllum æðstu stöðum. Þetta gerðum við gagngert til að Ísland ætti andlit og rödd í þessum viðræðum á Capitol Hill, í Hvíta húsinu og hjá Viðskiptaráðinu og til þess að viðstaddir fulltrúar ESB, frá forseta framkvæmda- stjórnarinnar Jose Manuel Bar- roso til ítölsku sex mánaða for- mennskunnar í sambandinu, sæju að íslenskur iðnaður telur sig sem fyrr eiga heima á Evrópukortinu. Skýrari áætlun Norðmanna EFTA-ríki eins og Ísland sitja ekki við þetta samningaborð. Á samráðsfundi utanríkisráð- herra EFTA-ríkjanna, sem full- trúar atvinnulífs eiga aðgang að og haldinn var í Vestmannaeyjum í júní sl., gengum við skýrt eftir því hvaða sóknaráætlun æðstu stjórnvöld EFTA-ríkjanna hafa til að tryggja hagsmuni sína gagnvart fríverslunarviðræðum ESB og BNA, sem kallast TTIP. Ljóst var að áætlun Norðmanna og Sviss- lendinga var skýrari og ákveðn- ari en Íslendinga. Víðtækur stuðningur Samráð utanríkisráðuneytis við atvinnulífið er hafið með samn- ingu skýrslu um hagsmunamat Íslendinga af samningnum en það er ljóst að málið verður að setja í algjöran forgang ríkisstjórnar með sterkari hætti. Fundirnir í Washington í vor sýndu að póli- tískur stuðningur við fríverslun er víðtækur og með nýjum tóni end- urfæðingar vestrænnar samvinnu. Íslandi hefur ávallt vegnað best þegar viðskipti og þar með sam- skipti við umheiminn eru frjáls og opin. Það er morgunljóst að Íslandi hefur aldrei tapað né verið ógnað af fríverslun. Enginn veit á þessu stigi hversu vítt og hversu djúpt sjálfur TTIP-samningurinn mun ná, en samdóma álit er að afger- andi pólitískur vilji standi til að samningur takist. Það meginmark- mið verður Ísland að styðja af heilum hug og með virkum hætti. Ísland á heima á fríverslunar- svæði Evrópu og Bandaríkjanna. Fríverslunarsvæði Evr- ópu og Bandaríkjanna – Ísland inni eða úti? ➜ Fríverslunarsamn- ingur ESB og BNA yrði mestu tíðindi í opnun markaða og frelsi viðskipta um langt skeið og hörmu- leg og óhugsandi niðurstaða að íslensk viðskipti lendi utan garðs. UTANRÍKISMÁL Kristrún Heimisdóttir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Græðgisæðibunugangur í dagsljósið Græðgisæðibunugangurinn við að framkvæma stærsta „túrb- ínutrix“ Íslandssögunnar er smám saman að koma betur fram í dagsljósið. Allar flóðgáttir opnuðust árið 2002 þegar ætt var af stað í risaframkvæmdum hvar sem því varð við komið. Þrátt fyrir heitorð um það að Kárahnjúkavirkjun, stærsta fram- kvæmd Íslandssögunnar, yrði eina stórframkvæmdin næstu fimm árin, var líka ætt af stað með mestu húsnæðisbólu sögunnar og stórfelldar stóriðjuframkvæmdir á Suðvesturlandi. Reist var fáheyrt og rándýrt monthús yfir OR og byrjaðar framkvæmdir á lóð nýs álvers í Helguvík, þótt alveg væri eftir að finna og tryggja orku til þess og aðeins búið að semja við tvo aðila af minnst tólf sem þurfti að semja við vegna þessarar geggjunar. omarragnarsson.blog.is Ómar Ragnarsson Ekki gleyma okkur sjálfum Að setja sjálfa(n) sig í fyrsta sæti þýðir ekki að gleyma öllum hinum. Ef við munum eftir að sinna okkur sjálfum og gefum okkur stundir til að endurnærast þá erum við betur í stakk búin til þess að gefa af okkur. Það að gefa af okkur er það sem gefur okkur lífsfyllingu og gleði– og gleðinni fylgir frelsi. Frelsi til að vera við sjálf. Nú fara skólarnir að hefjast og þá kemst allt í sitt fasta form. Stundum eigum við það til að leyfa annríkinu að gleypa okkur og gleymum hvað það er mikilvægt að eiga líka stundir með okkur sjálfum. gudrundarshan.blog.is Guðrún Darshan AF NETINU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.