Fréttablaðið - 15.08.2014, Blaðsíða 26
FRÉTTABLAÐIÐ Nýjar Stelpur Augnablikið Líf ið mælir með Jógaþon 10 spurningar Erna Ómars viðtalið Fataskápurinn Jet Korine Tískuvikan í Kaupmannahöfn
2 • LÍFIÐ 15. ÁGÚST 2014
HVERJIR
HVAR?
ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Ritstjórnarfulltrúi Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is
● Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is
Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ● Forsíðumynd Stefán Karlson
Lífi ð
www.visir.is/lifid
HVER ER?
Nafn?
Steiney Skúladóttir
Aldur? 24 ára
Starf?
Ég ætlaði að skrá mig sem
drusla í símaskrána um daginn
en það mátti ekki.
Maki?
Laxa-nigiri er reyndar
mitt uppáhalds.
Stjörnumerki?
Steingeit eins og Jesús.
Hvað fékkstu þér í morgunmat?
Ég hentist inn í Pétursbúð
og keypti mér jógúrt.
Uppáhaldsstaður?
Í dag væri það Vesturbæjar laugin
því það er sólskin.
Hreyfing?
Ég var að byrja í víkingaþreki
en annars er ég með
gömul skíðalæri.
Uppáhaldslistamaður?
Um þessar mundir er það Dóra
Jóhannsdóttir sem er að kenna
snilld í Haraldinum.
Uppáhaldsmynd?
Mulan.
A- eða B-manneskja?
Fer það ekki bara eftir því
hvort maður fer snemma
eða seint að sofa?
AUGNA-
BLIKIÐ
Fyrirsætan Kendall Jenner stal
senunni á rauða dreglinum á Teen
Choice-verðlaunahátíðinni sem fór
fram í Los Angeles síðustu helgi.
Hún var klædd hvítu frá toppi til
táar. Buxur með víðum skálmum
við einfaldan topp, stílhreint og
flott. Hárið og förðunin settu svo
punktinn yfir i-ið þar sem einfald-
leikinn réð ríkjum í bronsaðri húð
og vatnsgreiddu hári.
ÉG KÆLI
CREAM
GEL
Ég er kælandi fótagel
sem dregur í sig þreytu
dagsins. Undragel fyrir
þreytta og bólgna fætur.
Flott blanda með góðum
innihaldsefnum eins og
myntu og Eucalyptus.
Made in Italy
www.master-line.eu
Fæst í apótekum og Hagkaup
Það var stuð á karókíkvöldi söngdívunn-
ar Ásdísar Maríu Viðarsdóttur á Dolly
í vikunni. Á meðal þeirra sem tóku
lagið voru Þuríður Blær Jóhannsdótt-
ir, Reykjavíkurdóttir, en hún tók Euro-
vision-slagarann Euphoria. Einnig stigu
söngkonurnar Karin Sveinsdóttir í Young
Karin og Unnur Eggertsdóttir á svið
og deildu hljóðnemanum. Í lok kvölds
mátti sjá glitta í plötusnúðana og sálar-
systurnar Kolbrúnu Klöru og Juliu Rusl-
anovna að slá í gegn á dansgólfinu.
Fædd: 1988
Útskrift:
Vorið 2013
Fyrri störf:
París Norðursins
Eldraunin
Óvitarnir
Þingkonurnar
Spamalot
Fædd: 1987
Útskrift:
Vorið 2013
Fyrri störf:
Tími nornarinnar
Sjónvarpsauglýsing
KEA-skyr
The Visitors og
An Die Musik eftir
Ragnar Kjartansson
Fædd: 1983
Útskrift:
Vorið 2010
Fyrri störf:
Karma fyrir fugla
Dýrin í Hálsaskógi
Vesalingarnir
Ballið á Bessa-
stöðum
Litli prinsinn
Málmhaus
L
eikkonurnar Þórunn Arna
Kristjánsdóttir, Salóme
Rannveig Gunnarsdóttir og
Thelma Marín Jónsdóttir
koma nýjar inn í aðra þátta-
röð Stelpnanna sem frumsýnd
verður í haust á Stöð 2.
„Ég dýrkaði þættina þegar
þeir byrjuðu,“ segir Þórunn
Arna. „Maður leit alltaf rosalega
upp til þessara leikkvenna.“
Engin þeirra hefur mikla
reynslu af grín- eða sketsaleik
og því hleypa þær ferskum and-
vara inn í þættina. Þær þurftu
ekki langan umhugsunarfrest
þegar þeim var boðið að taka
þátt.
„Að fá tækifæri sem leikkona
til að vinna með ótrúlega sterk-
um hópi leikkvenna með efni
sem er samið alfarið af flottum
konum. Þetta var „no-brainer“,“
segir Salóme. „Þau hringdu bara
og ég sagði já,“ segir hún og
hlær.
Thelma Marín er sammála
þessu. „Þetta er alveg þvílíkt
mikill „girl power“.“
„Þetta eru mín fyrstu spor í
gríni. Ég kem mjög fersk inn í
þetta,“ segir Thelma og bætir
við að þetta sé þar að auki í
fyrsta skipti sem hún leikur í
sjónvarpi yfirhöfuð ef frá er
talið hlutverk fyrir nokkrum
árum í þættinum Tíma nornar-
innar.
Þórunn hefur heldur ekki
mikla reynslu af grínleik.
„Þannig að þetta er svolítil
áskorun fyrir mig. En ég held
að það sé nauðsynlegt að blanda
svolítið. Kómíkin lyftir manni
upp.“ Hún er spennt fyrir því að
fá að búa til marga mismunandi
karaktera.
Leikkonurnar ungu fóru á
sína fyrstu æfingu með hópn-
um í gær en engin þeirra var
sérstaklega stressuð fyrir verk-
efninu. „Ég var bara mjög
spennt,“ útskýrir Salóme. „Það
þurfti að breyta tímasetningun-
um og fresta æfingum um einn
dag. Mér fannst það mjög erfitt,
að þurfa að bíða degi lengur.“
Thelma hefur leikgleðina að
leiðarljósi. „Ég hef verið að lesa
skagfirskar skemmtivísur til að
koma mér í gírinn. Ég get slegið
um mig með skagfirsku gríni,“
segir hún hlæjandi.
Stelpurnar eru framleidd-
ar af Saga Film og handritshöf-
undar eru þær Brynhildur Guð-
jónsdóttir, María Reyndal, Katla
Margrét Þorgeirsdóttir, Ilmur
Kristjánsdóttir og Maríanna
Clara Lúthersdóttir.
nanna@frettabladid.is
LIST NÝIR SPROTAR Í GRÍN-
FLÓRU ÍSLENSKRA LEIKKVENNA
Þrjár ungar leikkonur stíga sín fyrstu skref í sketsaleik í Stelpunum í haust.
HÚMORISTAR Þrátt fyrir að hafa ekki leikið mikið í grínsketsum eru stelpurnar
húmoristar að eðlisfari og hláturmildar með eindæmum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Salóme Rannveig
Gunnarsdóttir
Thelma Marín
Jónsdóttir
Þórunn Arna
Kristjánsdóttir
Það er margt skemmti-
legt um að vera um
helgina svona síð-
sumars og eftir
hitabylgju vik-
unnar eru flest-
ir í stuði til að
lyfta sér upp. Á
Húrra í kvöld mun
sjálfur Prins Póló
stíga á svið en hann
á eitt vinsælasta lagið
um þessar mundir, titillag myndar-
innar París norðursins. Prins Póló er
hugarsmíð Svavars Péturs Eysteins-
sonar en með honum eru bóksal-
inn Kristján Freyr, bóndinn Berglind
Häsler og tónskáldið Benedikt Her-
mann Hermannsson. Tónleikarnir
hefjast klukkan 21.
Á morgun verða svo
sannkölluð há-
tíðahöld á Skóla-
vörðustígnum.
Þá mun
beikonilm-
urinn líða
um Þingholt-
in og miðbæ-
inn þar sem
Reykja-
vik Bacon festival fer fram.
Hátíðin hefur fest sig í sessi
meðal landans sem flykkist
til að fá sér vel steikt beik-
on en viðburðurinn stend-
ur frá 14-17.
Markaðir verða víða
um höfuðborgarsvæð-
ið um helgina. Á morg-
un verður útimarkaður Íbúa-
samtaka Laugardals haldinn
við smábátahöfnina í Elliðavogi.
Markaðurinn stendur frá klukkan
13 til 17 og mun eflaust kenna þar
ýmissa grasa. Á sunnudaginn verð-
ur svo fatamarkaður á Kexi Host-
eli til styrktar börnum í Palestínu.
Sá markaður er opinn frá klukkan
14 til 17.
LÍFIÐ MÆLIR MEÐ
Prins Póló, beikon og markaðir