Fréttablaðið - 15.08.2014, Side 35

Fréttablaðið - 15.08.2014, Side 35
FRÉTTABLAÐIÐ LÍFIÐ 15. ÁGÚST 2014 • 7 „Við viljum hafa áhrif og þá verð- um við að vera sýnileg. Ég er í þessu starfi því ég vil koma ein- hverju á fram- færi. Annars væri ég bara í stofunni heima hjá mér að dansa fyrir fram- an spegilinn.“ Myndaalbúmið Erna og Valdimar í öskurklefanum. ● Með fjöllistahópnum Skyr Lee Bob. ● Úlfur Óðinn og Urður Æsa. ● Á sýningarferðalagi á Ítalíu með fjölskyldunni. lögum en þegar annað barn þeirra, Urður Æsa, var vænt- anlegt ákváðu þau að flytja til Íslands. „Við vorum búin að vera með annan fótinn á Íslandi en hinn í hinum ýmsu löndum. Við fund- um að með tvö börn þyrftum við að koma okkur aðeins betur fyrir. Það er svo yndislegt að vera umvafinn fjölskyldu og vinum hér heima og við erum svo heppin að fá mikla aðstoð með börnin, svo við getum haldið áfram að skapa saman, ferðast um og sýna.“ Erna segist hafa verið á báðum áttum með hvort hún ætti að eignast börn. Hún hafi aldrei verið mikil barnagæla og ekki verið viss um að móður- hlutverkið samræmdist dans- ferlinum. Svo fóru vinkonur og systkini að eignast börn og hún fann hvað það var gefandi að elska svona litla veru. „Þetta gerir lífið og allt betra, og fer ótrúlega vel saman við sköpunarþörfina. Auðvitað hefur maður minni tíma, það er lítið félagslíf og maður vinnur bara og sinnir fjölskyldunni. Við Valdi vintnum náttúrulega mikið saman og svo bættust börnin við og það varð að einni heild. Eins og fjölskyldufyrir- tæki. Þegar ég var ólétt notaði ég til dæmis bumbuna í verk- um mínum. Maður breytir bara aðeins til og aðlagar, en börn stoppa ekki sköpunina.“ Vinnan er ástríða En það eru breyttir tímar hjá þeim þar sem bæði eru komin í fasta vinnu. Börnin komin með dagvistun í vetur og veturinn verður því ólíkur því sem fjöl- skyldan hefur kynnst áður. Erna segir að þau séu loksins orðin fullorðin og hún óttast ekkert að henni muni leiðast það. „Við höldum áfram að sýna verk Shalala. Við vorum búin að skuldbinda okkur áður en ég var ráðin í þetta starf. Það verður bara hollt fyrir mig og dans- ara dansflokksins að ég þurfi að skreppa út einu sinni í mánuði þar sem ég fæ útrás fyrir sýni- þörf mína og þau fá frí frá mér. Svona eins og í góðu ástarsam- bandi.“ Erna og Valdimar munu sýna nýtt verk eftir sig á Reykjavík Dance Festival í lok mánaðar- ins og vera með innsetningu á menningarnótt. Sú innsetning mun kallast Raddir Reykjavík- ur þar sem boðið verður upp á hljóðbylgjunudd með öskrunum sem söfnuðust í öskurklefanum í fyrra. Erna og Valdimar munu því halda áfram að skapa saman þótt þau séu orðin svona líka fullorðin. „Þetta er ástríða sem bind- ur okkur saman. Við höfum oft reynt að fá pössun og eiga róm- antískt kvöld án þess að tala um vinnuna. En það gengur aldrei upp. Þangað til við ákváðum bara að fá pössun og eiga róm- antískt kvöld saman og tala allt kvöldið um vinnuna. Það var mjög rómantískt.“ Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Nám og kennsla Danslistarskóli JSB er viðurkenndur af menntamála-ráðuneytinu sem listdansskóli á grunn- og framhaldsskólastigi. Nánari upplýsingar um nám við skólann er að finna á www.jsb.is undir Danslistarskóli JSB. Kennslustaðir: Danslistarskóli JSB í Reykjavík, Lágmúla 9 og Laugardalshöll. Viltu gerast vinur JSB? Danslistarskóli JSB er á facebook Danslistarskóli JSB er samstarfsaðili að Frístundakorti Reykjavíkurborgar Ætlar þú í jazz í vetur? Innritun fyrir haustönn stendur yfir á www.jsb.is Dansstudio JSB 20+ Jazz- og nútímadans fyrir 20 ára og eldri Varst þú í jazzballett á þínum yngri árum og langar að halda áfram að dansa? Fjölbreytt og skemmtilegt 12 vikna dansnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna Bónus - Frír og ótakmarkaður aðgangur að tækjasal JSB og í líkamsræktartíma í opna kerfinu á meðan á námskeiðinu stendur. FRAMHALDSNEMENDUR OG NÝNEMAR Jazzballett Skemmtilegt og fjölbreytt dansnám fyrir stelpur og stráka frá 6 ára aldri Í boði eru byrjenda- og framhalds- hópar á aldrinum 6-7 ára, 8-9 ára, 10-12 ára, 13-15 ára og 16+ Uppbyggileg dansþjálfun sem veitir svigrúm til sköpunar og frelsi til tjáningar Allir nemendur taka þátt í glæsi- legri nemendasýningu í Borgarleik- húsinu á vorönn. Forskóli fyrir 4-5 ára Skemmtilegt og fjölbreytt dansnám fyrir börn á aldrinum 4-5 ára. Dansgleði og hreyfifærni nemenda virkjuð í gegnum dans og leiki. Kennsla hefst 8. september, vertu með í vetur! Rafræn skráning er á www.jsb.is, nánari upplýsingar í síma 581 3730.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.