Fréttablaðið - 15.08.2014, Page 52

Fréttablaðið - 15.08.2014, Page 52
15. ágúst 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 32 Bragi Valdimar @BragiValdimar Jæja. Maríulaxinn veiddur. Á einhver góða karríuppskrift? #mariahcarey Berglind Festival @ergblind Þegar fólk í fríi erlendis póstar mynd og segist aldrei ætla að koma heim aftur. Eygló Hilmarsdóttir @eygloh Ég er að pms-a svo illa að rétt í þessu felldi ég tár yfir dauða Robins Williams. #tíðahringurinn #celebrity- deaths Unnur Eggertsdóttir @UnnurEggerts Mm njóttu. Það er svo gott að vera kona. Kona sem finnur og grætur. Og blæðir. #kona Stefán Máni @StefnMni Athugið að það getur verið vara- samt að skilja gamalt fólk lengi eftir úti í bíl í svona heitu veðri. Munið að hafa rifu á glugga. Heiða Kristín @heidabest Ég held alltaf með ástinni, en þessir sandalar sem maðurinn valdi sér til að fagna henni á Spáni eru ólöglegir. Visir.is/fjolnir- med-as... Þórir Sæmundsson @ThorirSaem Hafið. Ég þekki ekki annað. Afi. Var harðmenni. Hanna systir. Eitthvað vangef- inn something something. Frændi. Rændi mig æskunni. Elska etta! TÍST VIKUNNAR „Stundum langar mann bara að leggjast niður og fela sig við alls konar aðstæður,“ segir Ýr Jóhanns- dóttir en hún hefur vakið mikla athygli fyrir prjónaflíkur sínar und- anfarin misseri. Ýr prjónar undir merkinu Ýrúr- arí en á Menningarnótt mun hún sýna sitt stærsta verkefni til þessa. „Þetta er peysa með hettu sem þú getur klæðst og lagst niður og þá ertu eins og steinn,“ lýsir Ýr en hún vann peysuna í Skapandi sumar- störfum í Kópavogi og sýndi hana á lokasýningu sumarsins. „Ég lagð- ist þá bara niður í fimm mínútur og hafði algjöra þögn,“ segir Ýr en verkefnið heitir Ég er steinn. „Ég held að margir lendi í þessu, það er þá þægilegt að geta horfið í smástund og verið steinn.“ Sýningin verður í búðinni ANNA MARIA á Skólavörðustíg en í næstu viku mun ljósmyndarinn Magnús Andersen taka ljósmyndir af verk- efninu til þess að sýna fram á virkni peysunnar og munu þær ljósmyndir einnig verða til sýnis á sýningunni. Ungi hönnuðurinn ætlar svo sann- arlega ekki að slá slöku við í vetur en hún mun hefja nám í textílhönn- un við Myndlistarskólann í Reykja- vík, auk þess sem hún ætlar að opna netverslun fyrir Ýrúrarí. „Ég ætla allavega að reyna að láta þetta ganga,“ segir Ýr. „Spurning hvort að fólk sé tilbúið að ganga í svona skrítnum fötum.“ Þægilegt að geta horfi ð í smástund Ungi hönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir prjónar fl íkur undir nafninu Ýrúrarí en hún hefur vakið talsverða athygli fyrir óhefðbundna hönnun og frjóa hugsun. VEKUR MIKLA ATHYGLI Ýr Jóhannsdóttir sérhæfir sig í að prjóna peysur eftir sínu eigin höfði og er umtöluð fyrir nýstárlega hönnun. LOKADAGAR 25-60% afsláttur ÚTSÖLU Litlaust sumar hjá Kim Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West heldur mikið upp á nude-litinn og hefur hún verið dugleg að klæðast honum í sumar. Birti hún meðal annars myndir af sér á instagram- síðu sinni og merkti þær með kass- merkingunni #AllNudeEverything. LÍFIÐ 15. ágúst 2014 FÖSTUDAGUR Í grænu pilsi við húðlitan topp. NORDICPHOTOS/GETTY Á kynningu Kardashian sun kissed-brúnkukremi systranna. Fallega grænblár jakki við samfesting. Kim er hrifin af hlýralausum kjólum. Hér tekur hún þetta alla leið og er líka í húðlitum skóm.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.