Fréttablaðið - 15.08.2014, Page 62
15. ágúst 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 42
SUMARLAGIÐ
„Það er titillag Parísar norðursins
með Prins Póló. Það var bara að
koma út og ég er búin að hlusta á
það mjög mikið síðan.“
Anna Svava Knútsdóttir leikkona.
„Þetta er ólíkt þeim myndum sem
ég hef tekið áður, það er mikill
heimildarstíll á þessu,“ segir ljós-
myndarinn Baldur Kristjánsson
en hann fór nýverið í óvænta ferð
til Grænlands til þess að mynda
Jakob Jakobsson í Sisimiut og
eiginkonu hans Sóleyju Kaldal,
og son þeirra, Óla.
„Ég var á kaffihúsi á sunnu-
degi þegar ég var að skoða insta-
grammið hans Jakobs og fannst
það svo magnað,“ lýsir Baldur.
„Síðan sendi ég þeim skilaboð um
að mig langaði til þess að koma og
var svo heppinn að þau voru akk-
úrat í netsambandi og sáu þau um
leið og næsta dag var ég kominn
með flugmiða í hendurnar.“
Baldur ferðaðist til bæjarins
Sisimiut á Grænlandi, þar sem
búa rúmlega 5.000 manns, til
þess að mynda daglegt líf fjöl-
skyldunnar og undirbúning Jak-
obs fyrir keppnina Arctic Circle
sem hann tók þátt í.
„Það er svo ótrúlega flott fyrir
svona lítinn stað þar sem ekki
er margt í gangi að hafa svona
stóra keppni því bærinn umturn-
aðist og það voru einhvern veg-
inn allir saman í þessu,“ segir
Jakob, keppandinn sjálfur. Þau
Sóley fluttu til Grænlands þegar
Sóley fékk vinnu sem mennta-
skólakennari en vissu þá ekki
mikið um lifnaðarhætti Græn-
lendinga. „Við vissum varla hvort
þarna væri rafmagn eða jafnvel
læknir,“ segir Jakob og hlær.
Jakob segir það hafa komið
þeim á óvart hve fljót þau voru að
venjast því að hafa hversdagslífið
ljósmyndað öllum stundum. „Bald-
ur byrjaði strax að taka myndir og
fyrst var maður svolítið að leika
eitthvert hlutverk en síðan vandist
maður þessu smátt og smátt,“ lýsir
Jakob. Myndirnar sem Baldur tók
af fjölskyldunni verða til sýnis á
skiltum neðst á Skólavörðustíg,
sem sett verða upp í kvöld og
munu standa þar í tvær vikur.
Gerir upp Grænlands
ævintýrið í myndum
Baldur Kristjánsson ferðaðist til Sisimiut í Grænlandi til þess að mynda Jakob
Jakobsson, Sóleyju Kaldal og son þeirra Ólaf, sem bjuggu þar í afskekktu þorpi.
Í MIÐJUM ÓBYGGÐUM Sisimiut er afskekkt þorp á Grænlandi.
KOMINN Í MARK Fjölskyldan fagnar komu Jakobs Jakobssonar úr kapphlaupinu
sem tekur þrjá daga.
ÓLI BREGÐUR
Á LEIK Öll
húsgögn fjöl-
skyldunnar voru
keypt notuð
þannig að Óli
fékk að leika sér
í þeim og hoppa
um að vild.
ÍSKÖLD KEPPNI Frostið á sumum
köflum fer niður í -32°C.
Arctic Circle-keppnin er 160
kílómetra, þriggja daga kapp-
hlaup á gönguskíðum um
óbyggðir Grænlands. Keppnin
er haldin í nágrenni Sisimiut,
fimm þúsund manna bæjar á
vesturströnd Grænlands. Keppnin
var fyrst haldin árið 1998 og er
orðin einn af árlegum viðburðum
vetraríþróttaheimsins.
➜ Hvað er Arctic Circle?
„Frumsýningin gekk frábærlega.
Við höfum verið með forsýning-
ar síðustu tvær vikur og sýning-
in hefur alltaf verið að þéttast og
verða betri, hún hefur aldrei verið
betri en á frumsýningunni,“ segir
Ívar Páll Jónsson, höfundur söng-
leiksins Revolution Inside the
Elbow of Ragnar Agnarsson Furn-
iture Painter sem frumsýndur
var í Minetta Lane Theater í New
York borg. Um er að ræða Off
Broadway-söngleik sem sýndur er
í um 350 sæta leikhúsi sem þykir
frekar stórt miðað við Off Broad-
way-leikhús. „Salurinn er í stærri
kantinum. Þetta er veglegt hús og
það er hátt til lofts. Salurinn var
fullur á frumsýningunni sem er
ánægjulegt. Það voru um það bil
sextíu Íslendingar sem mættu á
sýninguna,“ segir Ívar Páll. Hann
segir það hafa verið gott að hafa
Íslendinga salnum. „Það er alltaf
gott að hitta sitt fólk og fi nna fyrir
stuðningi.“
Ívar Páll, sem hefur dval-
ið í New York síðan um miðjan
júnímánuð, segir sýninguna hafa
þróast hægt og rólega og hún
sé fyrst núna orðin eins og hún
eigi að vera. „Æfi ngar hófust í
júní þannig að þetta hefur verið
lang ur og strangur ferill. Ég hef
verið að vinna í handritinu þangað
til fyrir viku þannig að þetta var
fulltilbúið fyrir skömmu. Þetta er
orðið þriggja og hálfs árs ferli,”
útskýrir Ívar Páll. - glp
Íslenskt verk frumsýnt ytra
Söngleikurinn Revolution Inside the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture
Painter var frumsýndur í New York á dögunum við góðar undirtektir.
SÁTTIR SAMAN Bergur Þór Ingólfsson
og Ívar Páll Jónsson standa hér fyrir
fram an leikhúsið þar sem töfrarnir
gerast. MYND/EINKASAFN