Fréttablaðið - 02.09.2014, Side 20
BÍLAR
FRÉTTABLAÐIÐ
2 2. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR
www.visir.is/bilar
BÍLAR Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius
finnurth@365.is
Útgáfufélag
365 miðlar ehf.
Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík,
sími 512 5000
Auglýsingar
Atli Bergmann
atlib@365.is
Sími 512 5457
Hönnun
Silja Ástþórsdóttir
siljaa@frettabladid.is
Á
undanförnum árum
hefur talsvert áunn-
ist í notkun innlendr-
ar orku í samgöngum.
Að undanförnu hefur
verið talsverð upp-
bygging innviða og
þar má sérstaklega nefna opnun
nýrra metan- og hraðhleðslu-
stöðva. Lengi hefur því verið
haldið fram að erfitt verði að fá
almenning og fyrirtæki til að
kaupa metan- og rafmagnsbíla
þegar það skorti innviði. Þó að
grettistaki hafi verið lyft að und-
anförnu er ekki þar með sagt að
björninn sé unninn.
Úthald hins opinbera
Um miðbik ársins 2012 náðist
mikilvægur árangur þegar virð-
isaukaskattur var að mestu felld-
ur niður af útblásturslausum
bílum. Áður höfðu metanbílar
fengið ívilnanir og ljóst er að sá
árangur sem náðst hefur í notkun
metanbíla, á annað þúsund bíla á
landinu í dag, hefði aldrei náðst
nema með stuðningi hins opin-
bera. Þegar ný tækni er innleidd
í jafn rótgróið kerfi og nútíma-
samgöngur eru getur verið erfitt
að finna fyrstu viðskiptavinina.
Óvissa ríkir um gæði, innviðir
ekki sambærilegir við núverandi
kerfi og tæknin yfirleitt dýrari
í byrjun enda að keppa við yfir
100 ára gamla þróun brunahreyf-
ilsins. Ef markmiðið er að auka
notkun á vistvænni innlendri
orku í samgöngum er nauðsyn-
legt að veita nýrri tækni íviln-
anir fyrstu árin. Stefna stjórn-
valda virðist nokkuð skýr sam-
kvæmt stjórnarsáttmálanum en
það er að auka veg vistvænnar
orku í samgöngum. Hins vegar er
mikill skortur á langtímastefnu
í þessum málum. Eins og staðan
er í dag munu allar ívilnanir falla
úr gildi um næstu áramót og ef
þær verða ekki framlengdar er
nokkuð ljóst að sala á vistvænum
bílum mun heyra sögunni til! Nú
til dags eru slíkir bílar nokkuð
dýrari en bensín- eða dísilknún-
ir bílar í sama stærðarflokki. Ef
virðisaukaskattur leggst að
fullu á slíka bíla mun
verð þeirra hækka um
1-2 milljónir og salan
hrynja.
Árangur Norðmanna
Þegar rætt er um
innleiðingu raf-
magnsbíla er oft
horft til Noregs og
rætt um þann frá-
bæra árangur sem
þar hefur náðst.
Menn furða sig á
því hvers vegna Ís-
land nær ekki svip-
uðum árangri enda
raforka enn ódýrari
hér en þar. Í þessu
samhengi gleyma
menn oft að stjórn-
völd í Noregi lögðu
til svipaðar íviln-
anir og gert hefur
verið hér. Hins
vegar voru ívilnan-
irnar lagðar fram
til framtíðar og gátu
menn því treyst
því að stuðning-
ur stjórnvalda yrði
til staðar. Norsk stjórnvöld hafa
einnig lagt verulegt fjármagn í
uppbyggingu innviða. Þau hafa
komið að byggingu og rekstri
hleðslustaura og hraðhleðslu-
stöðva og kosta nú rekstur fjölda
vetnisstöðva. Að auki er sérstak-
ur sjóður sem fjármagnar rann-
sóknar- og þróunarverkefni tengd
vistvænum samgöngum (hefur
um tvo milljarða til úthlutunar á
ári). Af þessum ástæðum er því
erfitt að bera saman Ísland og
Noreg þegar allt er tekið saman.
Næstu skref
Það væri mikil synd ef allt það
sem áunnist hefur á síðustu árum
væri unnið fyrir gýg vegna út-
haldsleysis stjórnmálamanna.
Í stefnuskjali, „Orkuskipti í
samgöngum“, sem samþykkt
var á Alþingi 2012 var talað
um 10% vistvænt eldsneyti
fyrir árið 2020. Nú eru sölu-
aðilar eldsneytis skyldað-
ir til að selja ákveðna hlut-
deild eldsneytisins vist-
vænt og hefur það
haft veruleg jákvæð
áhrif. Það er því mögu-
leiki að fylgja því átaki
eftir og ná 10% mark-
miðinu. Nú hefur fjöldi
aðila lagt í fjárfesting-
ar til að auka aðgengi
að vistvænni orku. Það
er því búið að undir-
búa jarðveginn og Ný-
orka skorar á stjórn-
völd að marka stefnu
til lengri tíma þar sem
ívilnanir verða enn í
gildi svo hin nýja vist-
væna tækni verði sam-
keppnishæf við hefð-
bundna brunahreyfils-
bíla.
VISTVÆNAR SAMGÖNGUR
– VEGUR EÐA VEGLEYSA
Það væri mikil synd ef allt það sem áunnist hefur á síðustu árum
væri unnið fyrir gýg vegna úthaldsleysis stjórnmálamanna.
Andlitslyfting á Toyota Yaris
Einn alvinsælasti bíll undanfarinna ára er Toyota Yaris og mjög
stór hópur bílkaupenda eru sem áskrifendur að þessum endingar-
góða og áreiðanlega bíl. Því telst það til frétta þegar ný gerð hans
kemur til landsins. Ekki er um að ræða kynslóðarbreytingu bíls-
ins, en engu að síður hefur talsvert breyst nú í Yaris.
Gerbreyttur og fallegur framendi
Útlitslega er stærsta breytingin á framenda bílsins og er það veru-
lega vel heppnuð breyting, hann er allur sportlegri og grimm-
ari. Reyndar svipar framenda hans mjög til gerbreytts framenda
Toyota Aygo-bílsins sem kemur brátt af nýrri kynslóð. Framendi
beggja bílanna er með X-laga formi sem reyndar er enn meira af-
gerandi á Aygo og umfram allt mjög laglegt á þeim báðum. Aðal-
ljós Yaris hafa breyst, hliðarspeglar, afturljós og afturstuðari. Þá
er nú komið í Yaris Touch 2 margmiðlunarkerfi með 7 tommu skjá.
Margt nýtt að innanverðu
Einnig hafa verið gerðir jákvæðar breytingar á innréttingunni og
er hún sem fyrr einkar snyrtileg og stílhrein án íburðar. Hvern-
ig mætti annað vera fyrir ódýran bíl? Yaris-eigendur munu ekki
þekkja hið nýja mælaborð sem í nýjum Yaris er og fer þar einnig
góð breyting með stórum mælum. Toyota hefur einnig breytt aft-
urfjöðrun bílsins til góðs og er hann fyrir vikið sportlegri í akstri.
Hann stendur ögn lægra á vegi og bæði framendinn og afturstuð-
arinn eru lægri en í forveranum og fyrir það verður hann sport-
legri útlits en það gæti komið niður á akstri hans í snjó. Engin
breyting er þó í vélbúnaði bílsins en áfram um heilmikið úrval
véla að ræða.
Skoda mun kynna nýja gerð Fabia-smábílsins á bílasýningunni í
París í október næstkomandi. Skoda hefur engu að síður birt fyrstu
myndir af bílnum. Er hér um að ræða þriðju kynslóð þessa vin-
sæla bíls. Fabia er nú 30 mm lægri á vegi og 90 mm breiðari en nú-
verandi Fabia. Nýi bíllinn fær ytri línur að láni frá keppnisbílum
Skoda, enda er hann allur sportlegri á að líta. Mikið ríður á að vel
takist til hjá Skoda þar sem Fabia er næstvinsælasti framleiðslubíll
fyrirtækisins á eftir Octavia.
Skoda framleiddi 939.200 bíla á síðasta ári og ætlar á skömmum
tíma að ná að framleiða 1,5 milljón bíla. Í ljósi þess að sala á Fabia
féll um 12% á fyrstu sex mánuðum þessa árs í Evrópu eru vænting-
ar Skoda-manna að sala hans muni aftur ná nýjum hæðum, en þess-
ar sölutölur sýna hversu mikilvægt er að honum verði vel tekið. Nýr
Fabia mun erfa margt frá nýjum Volkswagen Polo, en eins og kunn-
ugt er fellur Skoda undir Volkswagen-bílafjölskylduna.
Sami undirvagn verður í Fabia og í Polo og er hann að sjálfsögðu
af MQB-gerð, eins og svo margir nýir bílar Volkswagen-fjölskyld-
unnar. Sama fjöðrun verður undir bílnum, sem og bremsur og af-
þreyingarkerfið verður einnig það sama. Vélaúrvalið verður einnig
það sama og minnsta vélin aðeins þriggja strokka. Verð nýs Fabia
hefur ekki verið gefið upp en núverandi Fabia kostar frá 11.640
evrum í Þýskalandi, eða 1,8 milljónum króna. Ódýrasta gerð Fabia
í dag hjá Heklu kostar 2.320.000 krónur, svo ekki munar miklu.
Fyrstu myndir af næsta
Skoda Fabia
Nissan Leaf í hleðslu.
AÐSEND GREIN
Jón Björn Skúlason
Íslensk NýOrka