Fréttablaðið - 02.09.2014, Side 22

Fréttablaðið - 02.09.2014, Side 22
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 4 2. september 2014 Nú á haustmánuðum kemur Cay enne-jeppinn frá Porsche með breyttan svip og ýmsar áhugaverðar breytingar frá fyrri gerð. Ekki er um að ræða kynslóðarbreytingu á bílnum en þó er ansi margt nýtt í bíln- um. Bíllinn breytist nokkuð út- litslega, fær nýja húddlínu og stærra grill og mun líkjast mjög nefinu á nýja Porsche Mac- an-sportjeppanum. Xenon-ljós verða staðalbúnaður í öllum út- færslum Cayenne. Erfi r ýmislegt frá Macan Afturljósin verða líka breytt og önnur breyting að aftan felur í sér að pústin koma nú út úr afturstuðaranum. Afturhler- inn verður auk þess rafdrifinn. Hliðarsvipur Cayenne mun ekki breytast að ráði. Að innan má helst nefna að stýrið verður það sama og er í Macan. Það er leð- urklætt aðgerðastýri og mjög sportlegt. Enn mun bætast við gríðarmikinn staðalbúnað í bíln- um og var hann þó ærinn fyrir. Öflugri dísilvél sem eyðir minna Ef til vill er stærsta breyting- in fólgin í betrumbættri dísil- vél, en þannig búnir hafa flest- ir Cayenne-bílar selst hérlend- is. Eldri vélin var 245 hestöfl en fer nú í 262 hestöfl. Tog hennar fer frá 550 Nm í 580 Nm. Með nýju vélinni er Cayenne 7,3 sek- úndur í hundraðið en var 7,6 sekúndur með þeirri eldri. Þrátt fyrir aukið afl er eyðsla þess- arar nýju vélar aðeins 6,6 lítr- ar en var 7,2 í þeirri eldri. Þetta eru alveg magnaðar tölur fyrir svona stóran bíl og hreint óskilj- anlegt hvernig Porsche tekst ávallt að auka afl véla sinna og minnka eyðslu þeirra í leiðinni. Verð á nýjum Cayenne mun haldast óbreytt, eða 13.990.000 krónur. Nýr Cayenne E-Hybrid Með þessum breytta Cayenne mun Porsche nú bjóða upp á enn eina gerð hans, Cayenne E-Hybrid. Þetta er Plug-In-Hy- brid-bíll sem stungið er í sam- band við heimilisrafmagn. Hleðslustöð fylgir bílnum. Hér er um að ræða mjög áhuga- verða og aflmikla útgáfu bíls- ins. Hann er 416 hestöfl og koma 333 þeirra frá 3,0 lítra bensínvél og restin frá rafmót- orum. Þessi bíll er ekki nema 5,9 sekúndur í hundraðið en samt er uppgefin eyðsla hans 3,4 lítrar á hverja hundrað kílómetra. Drægni á rafmagn- inu er 18-36 kílómetrar og er hugsað aðallega til borgarakst- urs. Vélbúnaður þessa bíls er kunnuglegur en sama drifrás er í stóra Porsche Panamera- bílnum. Þessi gerð bílsins kemur örlítið seinna á markað en dísilútgáfan. PORSCHE CAYENNE UPPFÆRÐUR Fær öflugri dísilvél og nú kemur hann líka í E-Hybrid útfærslu. Volkswagen Passat á sér langa sögu en fyrsta gerð hans var kynnt árið 1973. Hann hefur ávallt verið mikilvægur bíll fyrir Volkswagen og nú er komið að sjöundu kynslóð hans sem kynnt verður nú á haustdög- um. Nýr Passat verður byggður á MQB-undirvagninum og verð- ur hann 85 kílóum léttari fyrir vikið. Að utan er bíllinn örlítið styttri og lægri en forverinn en engu að síður er innanrými hans meira, sem og höfuðrými fyrir farþega. Þó svo að Passat hafi í gegnum tíðina ekki verið lúxusbíll hefur hann aldrei komist eins nálægt því og með þessari nýju kynslóð, en bíllinn verður hlaðinn búnaði og hægt verður að auka við hann með valbúnaði. Þar á meðal er 360 gráðu myndavél sem sýnir allt umhverfi bílsins, sjálfvirka lagningu í bílastæði, búnað sem greinir gangandi vegfarendur og búnað sem varpar helstu upplýs- ingum upp á framrúðuna. Mikið val verður um vélbúnað en 240 hestafla dísilvél og 280 hestafla bensínvél toppa það val. Einnig verður nú hægt að fá Passat sem Plug-In-Hybrid-bíl og er hann 156 hestöfl og kemst bíllinn fyrstu 50 kílómetrana á rafmagni eingöngu. Þá er líklegt að í kjölfarið verði í boði VR6- útgáfa Passat með 3,0 lítra mjög öfluga vél. Í Kína verður í boði lengri útgáfa af Passat, en ein- göngu þar. Sala nýs Passats hefst strax í haust en bíllinn verður kynntur blaðamönnum í október. Styttist í nýjan Passat Mun fást með 280 hestafla bensínvél og sem Plug-In-Hybrid. Porsche Cayenne E-Hybrid er 416 hestafla spyrnukerra sem eyðir eingöngu 3,4 lítrum. Enn bætist í flóru sportlegra lúxusjeppa með nýjum bíl frá Land Rover-verksmiðjunum. Nú hefur 550 hestafla sérútgáfa af Range Rover Sport bæst í hóp Mercedes-Benz ML63 AMG og Porsche Cayenne Turbo. Land Rover-verksmiðjurnar hafa náð ótrúlegu afli úr 5,0 lítra V8-vélinni í Range Rover Sport SVR. Þessi sportlegi jeppi er aðeins 4,5 sekúndur í hundr- aðið. Hann kemst því í hundraðið um 20 prósentum hraðar en Mercedes-Benz ML63 AMG og jafn hratt og BMW X5 M þrátt fyrir að vera í jeppaflokki frekar en í flokki sportjeppa. Porsche Cayenne Turbo á þó metið í flokki sportjeppa, er 4,1 sekúndu í hundraðið. Þessi útgáfa af Range Rover Sport er með átta gíra sjálfskiptingu og sama gírkassa og aðrar Sport- útgáfur bílsins. Gírkassinn hefur verið endurstilltur, og skipt- ir nú 50 prósent hraðar um gír en áður. Þrátt fyrir lúxus og afl hefur ekki verið slegið af kröfum um eiginleika bílsins utan malbiksins. Hann er með tveggja þrepa drif, loftfjöðrun á öllum fjórum hjólum og tölvustýrt fjöðrunarkerfi sem stillir virknina eftir aðstæðum hverju sinni. 550 hestafla sérútgáfa af Range Rover Sport Það hefur sannarlega ekki verið mikil endurnýjun bíla hjá Volvo á undanförnum árum. Eina bílgerðin, utan XC90 jeppans sem Volvo kynnti í síðustu viku, eftir að kínverska fyrirtækið Geeley keypti Volvo af Ford er V40 bíllinn. Á næstu fjórum árum verður aldeilis breyting á þessu, þar sem Volvo ætlar að endurnýja allar bílgerðir sínar. Þessum bílgerðum er hægt að skipta í 3 flokka, þ.e. S40, V40 og XC40, S60, V60 og XC60 og S90, V90 og XC90, sem þegar er kominn fram. S90-bíllinn á að taka við af núverandi S80-bíl og V90 tekur við af núverandi V70-bíl. Þá er XC40 glæný gerð og bætist í flokk smárra jepplinga, sem svo vinsælir eru nú um heim allan. Þessi lína bíla frá Volvo er því ansi skýr og einföld en saman- stendur aðeins af bílum sem bera stafina 40, 60 og 90. Því hverf- ur talan 70 úr bílalínu Volvo og með henni XC70-bíllinn sem XC60 mun leysa af hólmi. Volvo mun áfram framleiða R-Design-útgáfur af bílum sínum og einnig kraftaútgáfur sumra af bílum sínum sem bera nafnið Polestar. Ekki er ljóst nú hve margar af þessum 9 bíl- gerðum fá þá meðhöndlun. Polestar-útgáfur bílanna eiga að keppa við BMW M-bílana, AMG-bíla Mercedes Benz og RS-bíla Audi. Ekki fer neinum sögum af cuope- eða blæjubílum af ofannefnd- um bílgerðum Volvo. Einnig fer engum sögum af framtíð Con- cept Coupe-tilraunabíls Volvo, en margir bíða spenntir eftir fram- leiðslu hans, enda þykir hann einkar spennandi í útliti. Volvo seldi innan við 400.000 bíla á síðasta ári en allt stefn- ir í 450.000 bíla sölu í ár. Á næsta ári ætlar Volvo að selja 500.000 bíla en stefnan á allra næstu árum er að framleiða 800.000 bíla á hverju ári. Það er brött áætlun en viðtökur undanfarið, sann- færandi áætlun Volvo og hrifning á nýjum bílum Volvo gæti gert þessa áætlun að veruleika. Volvo endurnýjar allan bílaflotann á næstu 4 árum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.