Fréttablaðið - 02.09.2014, Side 40

Fréttablaðið - 02.09.2014, Side 40
2. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 20 BAKÞANKAR Söru McMahon Mér finnst bara svo sorg- legt að fólk sé að búa til músík bara fyrir peninga. Það er allt í lagi en það er einfald- lega svo létt. Frímann Ísleifur. Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. Nú er komið hrímkalt haust, horfin sumarblíða. ÞANNIG hefst ljóð Kristjáns Jónssonar „Haust“. Ólíkt skáldinu, sem síðar í ljóð- inu segir allt kalt og dautt, er haustið mín uppáhaldsárstíð; litadýrðin, fersk- ur andblærinn og bláleitt rökkrið sem einkennir síðkvöldin fylla mig notalegri tilfinningu ár hvert. Burtu er kæruleysið sem einkenn- ir íslenskt sumar og við er tekin alvara lífsins. ÉG er í flokki þeirra sem hafa aldrei vanist því að setja sér áramótaheit, heldur eru mín heit sett 1. september ár hvert, einmitt þegar lífið kemst aftur í fastar skorð- ur. Nú hætti ég að missa úr í ræktinni vegna ferðalaga eða veisluhalda, mataræðið verður tekið í gegn, áfenginu úthýst tímabundið og loks ætla ég að læra að prjóna. Og ykkur að segja, þá hlakka ég brjálæðislega til! ÉG átta mig á því að það eru ekki allir sem deila þessu dálæti mínu á haustinu – margir kveðja sumarið með miklum trega og kvíða kuldanum og skammdeginu sem bíða hlakkandi handan við hornið. En við ykkur segi ég: Óttist ekki, því það er svo margt sem haustið (og veturinn) hefur upp á að bjóða. TIL að mynda verður brátt nógu kalt til að klæðast uppáhaldsprjónapeysu sinni aftur og notalegt kertaljós mun lýsa upp dimm haustkvöld. Löngunin í matarmiklar og gómsætar súpur sem ylja manni niður í tær kemur einnig með haustinu – sér í lagi eftir frískandi göngutúr þar sem allra dásamlegu haustlitanna er notið. Haustið er einnig tími uppskerunnar – ímyndið ykkur bara nýupp- tekið smælki löðrandi í (íslensku) smjöri og með svolitlu fersku dilli ofan á! Svo er orðið sjálft líka svo afskaplega fallegt og róman- tískt. Segið það með mér: „Haust.“ Já, haust- ið er svo sannarlega tíminn! SVO skemmir ekki fyrir að ég á afmæli að hausti. Horfi n sumarblíða Lady Boy Records er sjálfstæð íslensk plötuútgáfa sem stofnuð var árið 2012 af Reykvíkingunum Frí- manni Ísleifi Frímannssyni og Nic- olas Kunysz. Yfirlýst markmið Lady Boy Records er að bjóða upp á tón- listarútgáfu sem „byggir frekar á listrænum markmiðum heldur en markaðsvænum.“ Tónlistin er nefni- lega gefin út á kassettum. „Við föttuðum að það er miklu nánara að hlusta á kassettur og vínyl. Ég hlusta ekki á geisladiska – ég keypti fullt af þeim í gamla daga og maður setur þá bara inn á tölvuna og hlustar ekki aftur á disk- inn,“ segir Frímann Ísleifur. „Þegar þú færir geisladisk inn á tölvuna þá geturðu bara ýtt á „play“ og farið að vaska upp en ef þú hlustar á vínyl eða kassettu þá er það athöfn, eins og að lesa bók eða horfa á mynd – miklu nánari upplifun. Þá er tónlist- in ekki lengur eins og bakgrunns- tónlist heldur einhver hlutur sem þú vilt gera.“ Að sögn Frímanns snýst fyrir- tækið fyrst og fremst um listina. „Þetta snýst ekki um peninga,“ segir hann. „Fyrir fyrstu útgáf- una höfðum við bara efni á fimm- tíu kassettum. Að koma út á sléttu er miklu frekar markmiðið heldur en að koma út í gróða. Ef við fáum að gefa út plötu með góðri músík og endum í gróða líka, þá er það bara bónus en ekki markmiðið sjálft. Mér finnst bara svo sorglegt að fólk sé að búa til músík bara fyrir peninga. Það er allt í lagi en það er einfald- lega svo létt.“ Um helgina hélt útgáfan utan um tónleika Pink Street Boys, „hávær- ustu hljómsveitar Íslands“, til að fagna nýrri kassettu þeirra, Trash from the Boys. „Fimm hljómsveit- ir komu fram á tónleikunum og það kostaði einungis 500 krónur inn. Mér finnst að allir eigi rétt á að njóta list- ar, ekki bara fólk með peninga. Þetta á líka að veita öðrum inn- blástur til að gera hið sama. „Ef þeir geta gert það, þá get ég það.“ Það eru ekki nógu margir að gefa út tónlist reglulega, þótt íslensk plötufyrirtæki séu mörg. Hvað eru til dæmis 12 Tónar eða Smekkleysa að gefa út? Markmiðið okkar er að gefa út tónlist einu sinni á mánuði.“ - þij Snýst ekki um að græða peninga Listræn en ekki markaðsvæn plötuútgáfa gefur út kassettur. Markmiðið er að gefa út tónlist mánaðarlega. HUGSJÓNAMENN Frímann og Nicolas standa á bak við Lady Boy Records. MYND/ANTON BRINK Þegar Lady Boy Records fær tónlist upp í hendurnar þá er hún send til verksmiðju í Bretlandi til að framleiða kassetturnar. Þegar þær koma til landsins eru umslögin framleidd og kassetturnar skreyttar með leiser, stimpli eða prenti. Hægt er að kaupa kassettuútgáfurnar í plötubúðum svo sem Lucky Records, Smekkleysu, 12 Tónum og einnig í Mengi. Hægt er að senda póst á ladyboyrecords@gmail.com til að fá niðurhalskóða. Kassettutæki eru ekki framleidd lengur. Hægt er að finna þau notuð en margir gamlir bílar eru til dæmis enn með kassettutæki. Ef þú átt gamlan geisladiska- eða vínylspilara er líklegt að hann spili einnig kass- ettur. Blaðamaður athugaði á Bland.is og komst að því að þar fást tæki á verðbilinu 2.500-20.000 krónur. Hvernig virkar þetta? Ricky Gervais @rickygervais 1. september Það er mikilvægara að eyða orku í að reyna að stöðva slæma hluti en að reyna að stöðva skrýtlur um slæma hluti. STJÖRNURNAR Á TWITTER Lena Dunham @lenadunham 1. september Rökin „Ekki taka nektarmyndir ef þú vilt ekki hafa þær á netinu“ eru jafnvíg „Hún var í stuttu pilsi“. Oj. Basshunter @basshunt 1. september Gaman í Liverpool í gærkvöldi, fer til Íslands á miðvikudag á risatónleika sem er uppselt á!!! ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK NEW YORK DAILY NEWS HITFIX TMNT 2D KL. 3.30 - 5.45 - TMNT 3D KL. 8 - 10.15 TMNT 3D LÚXUS KL. 3.30 - 5.45 - 8 THE GIVER KL. 5.45 - 8 - 10.15 THE GIVER LÚXUS KL. 10.15 LET́S BE COPS KL. 5.40 - 8 - 10.20 EXPENDABLES KL. 8 - 10.40 FLUGVÉLAR ÍSL. TAL 2D KL. 3.40 - 5.50 FLUGVÉLAR ÍSL. TAL 3D KL. 3.40 AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL 2D KL. 3.30 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ THE GIVER KL. 5.45 - 8 - 10.15 ARE YOU HERE KL. 8 - 10.30 LET́S BE COPS KL. 5.45 - 8 NIKULÁS Í FRÍI KL. 5.45 SEX TAPE KL. 8 DAWN . . . PLANET OF THE APES 3D KL. 10.15 VONARSTRÆTI ENSKUR TEXTI KL. 5.20 VONARSTRÆTI KL. 10.15 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas MIÐASALA Á TMNT 3D 5:50, 8 ARE YOU HERE 10:10 LET’S BE COPS 5:45, 8, 10:15 THE EXPENDABLES 10 LUCY 8 AÐ TEMJA DREKAN SINN 2D 5:40 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.