Fréttablaðið - 02.09.2014, Blaðsíða 46
2. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 26
„Ég fæ mér oftast hafragraut með
kanil og til að fá ekki leiða set ég
t.d. banana, epli, bláber, jarðarber
og stundum kókosflögur út í.“
Þorgerður Anna Atladóttir handboltakona.
MORGUNMATURINN
„Ég ákvað að skrá mig bara í stutt
nám til að byrja með til að athuga
hvort þessi skóli hentar mér. Nám-
skeiðið í haust byrjar mánudaginn
næsta og því lýkur í nóvember,“
segir sundkonan Ragnheiður Ragn-
arsdóttir. Hún flutti í síðustu viku
til Los Ang eles þar sem hún hyggst
stunda nám við New York Film
Academy. Þar ætlar Ragnheiður
að taka námskeið í kvikmynda-
leik. Aðspurð segist Ragnheiður
ætla að byrja á þessu námskeiði
og sjá hvernig henni líst á borgina.
Hún reiknar með því að koma heim
um jólin en fara svo aftur út. Ragn-
heiður á að baki glæstan feril sem
sundkona en hún var aðeins 19 ára
gömul þegar keppti á Ólympíuleik-
unum 2004, yngst íslenskra sund-
kvenna og keppti svo aftur á leik-
unum árið 2008.
Ragnheiður fór út ásamt eigin-
manni sínum, Atla Bjarnasyni, við-
skiptafræðingi og athafnamanni,
og syni þeirra, Breka.
„Það eru margir spenntir fyrir
að koma í heimsókn svo við verð-
um líka upptekin í túristaleik með
þeim sem ætla að kíkja í heim-
sókn, svona þegar ég verð ekki
í skólanum,“ segir Ragnheiður
spennt fyrir nýjum ævintýrum í
fyrirheitna landinu. - asi
Stingur sér á bólakaf í leiklistina
Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir fl ytur til Los Angeles með fj ölskylduna
➜ Meðal gestakennara í New York Film Academy í ár eru Kevin
Spacey, Steven Spielberg og Sir Ben Kingsley.
SPENNANDI TÍMAR Ragnheiður slær
ekki slöku við.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Tónskáldið Jóhann Jóhannsson
er tilnefndur til Public Choice
Awards á The World Soundtrack
Awards fyrir tónlistina í myndinni
the Prisoners sem var frumsýnd
við góðar orðstír í fyrra. Um net-
kosningu er að ræða þar sem tónlist
Jóhanns etur kappi við tónlist úr
myndum á borð við Noah, Gravity,
American Hustle og Frozen. Það
er því í höndum almennings hver
hreppir hnossið en hægt er að kjósa
inni á síðunni Worldsoundtrack-
academy.com til 15. september.
Í samtali við Fréttablaðið þegar
Prisoners var frumsýnd fyrir einu
ári lýsir Jóhann þessu sem drauma-
verkefni og segir samstarfið við
leikstjóra myndarinnar, Denis
Villeneuve, hafa verið sérlega
gott. „Ég bjóst eiginlega ekki við
að þetta yrði svona áreynslulaust
enda hefur maður heyrt alls konar
hryllingssögur frá fólki sem vinnur
í Hollywood-maskínunni.“
Jóhann er kominn á fullt í Holly-
wood og með mörg járn í eldinum.
Hann var að ljúka við að semja
tónlistina við myndina Theory
Is Every thing í leikstjórn James
Marsh, sem er þekktur fyrir heim-
ildarmyndir á borð við Óskarsverð-
launamyndina Man on Wire. Mynd-
in fjallar um Stephen Hawking og
er með þeim Eddie Redmayne og
Felicity Jones í aðalhlutverkum.
Myndin verður frumsýnd á kvik-
myndahátíðinni í Toronto síðar í
mánuðinum. Einnig semur Jóhann
tónlistina fyrir myndina Sicario
með þeim Emily Blunt, Josh Brol-
in og Benicio Del Toro í aðalhlut-
verkum og verður hún frumsýnd á
næsta ári. - áp
Keppir um verðlaun fyrir Prisoners
Jóhann Jóhanns tilnefndur til The World Soundtrack Awards fyrir kvikmyndatónlist.
„Ég var í fimleikum í tíu ár en
hætti fyrir rúmu ári. Frænka
mín var í þessu sporti og þann-
ig fékk á ég áhugann,“ segir hin
sautján ára Sól Stefánsdóttir, sem
er yngsti þátttakandi í Pole Sport
Championship, eða meistara-
mótinu í súlufimi sem fer fram í
Prag, höfuðborg Tékklands, í lok
september.
Þrátt fyrir ungan aldur er þetta
annað mótið sem Sól keppir á, en
hún sigraði í unglingaflokki hér
heima fyrr í vor. „Fimleikarnir
eru rosalega góður grunnur fyrir
þessa íþrótt, það halda margir að
þetta sé bara einfalt að dansa í
kringum súluna, en þetta er bara
rosalega erfitt. Maður verður að
vera mjög sterkur líkamlega og
þetta krefst mikillar tækni.“
Aðspurð segist Sól ekki finna
fyrir fordómum vegna þess að
hún æfir súlufimi enda sé áhersla
lögð á að þetta sé alvöru íþrótt.
„Foreldrum mínum leist aldrei
beint illa á þetta, en núna þegar
þau vita hvernig þessi íþrótt er
þá styðja þau mig bara heilshug-
ar,“ segir Sól, sem stundar nám
í Menntaskólanum við Sund á
félags- og hagfræðibraut sam-
hliða æfingunum.
Súlufimi er íþrótt sem hefur
vaxið mikið hér á landi síðustu
ár. Íþróttin hefur notið síaukinna
vinsælda en til marks um það
má nefna að Íslendingar koma til
með að eiga sjö fulltrúa á þrem-
ur stórmótum erlendis sem hald-
in verða í september og október.
Keppnin í Prag er talin sú erf-
iðasta og hún snýst um að gera
eins flókin brögð og mögulegt er.
Sem fyrr segir er Sól sú yngsta
sem keppir en hin 28 ára Eva
Dögg er elsti keppandinn.
Sól hefur náð miklum árangri
á stuttum tíma í íþróttinni en
hún hóf að æfa íþróttina í febrú-
ar á þessu ári. Fyrir keppni sem
þessa æfir hún fimm daga vik-
unnar, yfirleitt tvo klukkutíma
í senn. Hún tekur sér þó frí um
helgar.
Keppnisatriðið er heil rútína
sem hún semur sjálf. Atriðið
hennar er þrjár mínútur og fjöru-
tíu sekúndur, en atriðin mega
ekki vera lengri en fjórar mínút-
ur í heildina.
- asi
Erfi ð íþrótt sem snýst
ekki bara um súluna
Sól Stefánsdóttir hefur náð frábærum árangri í súlufi mi þrátt fyrir ungan aldur.
● Hátt í tvö hundruð manns stunda
súlufimi á Íslandi
● Sex karlmenn stunda íþróttina
núna, en flestir hafa þeir verið sjö
í einu. Sá sem hefur verið lengst
byrjaði að æfa 2010.
● Erfiðara er fyrir karlmenn að
komast að í stóru keppnunum, því
sjaldan eru þeir bestu slegnir út.
➜ Um súlufimi
KREFST MIKILLAR TÆKNI Sól Stefánsdóttir hefur æft súlufimi í sjö mánuði.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Það
halda
margir að
þetta sé
bara
einfalt að
dansa í
kringum
súluna, en
þetta er
bara mjög
erfitt.
Á FULLU Í HOLLYWOOD Jóhann
Jóhanns son semur tónlistina fyrir
myndina Theory Is Evereything sem
fjallar um Stephen Hawking og verður
frumsýnd síðar í mánuðinum.