Fréttablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 20
11. september 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 20
Þessi
hópur hefur
verið útundan
og nú hefur
verið sér-
hannað
námskeið fyrir
unglinga. Það hafa ekki
verið nein úrræði í
þjóðfélaginu fyrir
þennan aldur.
Erna Magnúsdóttir, forstöðumaður
endurhæfingar- og stuðnings-
miðstöðvarinnar Ljóssins
„Börn hafa þörf fyrir að tala og
hitta aðra sem skilja hvað þau eru
að ganga í gegnum. Hér finnst
engum tiltökumál þótt barn teikni
mynd af mömmu sinni sköllóttri,“
segir Erna Magnúsdóttir, for-
stöðumaður endurhæfingar- og
stuðningsmiðstöðvarinnar Ljóss-
ins. Þar hefst í dag í samstarfi við
Foreldrahúsið námskeið fyrir sex
til tólf ára börn sem eiga það sam-
eiginlegt að vera aðstandendur
krabbameinsveikra.
Börnin fá tækifæri til að upplifa,
tjá sig í gegnum leik og verkefni í
styðjandi umhverfi. Slík námskeið
hafa verið haldin frá árinu 2006 og
hafa reynst börnunum afskaplega
vel, að því er Erna greinir frá.
„Mörg þeirra eru kvíðin og líður
illa í skólanum þegar þau koma
hingað en þau koma sterkari út
að loknu námskeiði hér. Það er
reynt að styrkja þau og sjálfsmynd
þeirra. Það er hugsað um þau og
þeirra tilfinningar. Það er ekki
alltaf verið að tala um krabbamein
en það er komið inn á það á góðan
hátt með reyndum starfsmönnum.“
Erna tekur það fram að það sé
erfið lífsreynsla fyrir öll börn og
ungmenni þegar aðstandandi veik-
ist af krabbameini. „Þegar einn
veikist verður öll fjölskyldan veik.
Hlutverkin á heimilinu breytast og
tíminn með foreldrunum verður
öðruvísi. Sum börn koma hingað
oftar en einu sinni á námskeið og
þau koma jafnvel aftur þótt þau
hafi misst foreldri. Þeim finnst
gott að eiga athvarf hér.“
Að sögn Ernu hafa foreldrar
greint frá því að börnin segi ekki
frá því sem gerist á námskeiðinu.
„Þau halda þessu fyrir sig. Þetta
er þeirra upplifun. Hér eru þau í
aðalhlutverki og þau eru ekki að
blaðra um það heima.“
Þann 2. október hefst námskeið
hjá Ljósinu fyrir unglinga í 8., 9. og
10. bekk grunnskóla og ungmenni
á framhaldsskólaaldri. „Þessi
hópur hefur verið út undan og nú
hefur verið sérhannað námskeið
fyrir unglinga. Það hafa ekki verið
nein úrræði í þjóðfélaginu fyrir
þennan aldur. Við höfum verið
með slík námskeið áður en þau
hafa ekki gengið nógu vel. Í þetta
skipti höfum við ráðið karlmenn til
þess að vera með konum við stjórn
námskeiðanna þar sem við þurfum
að ná til unglingsstráka líka. Það
verður verkefnavinna á þessum
námskeiðum og líka skemmtileg-
heit,“ segir Erna.
Námskeiðin eru börnunum og
unglingunum að kostnaðarlausu.
ibs@frettabladid.is
Börnin í aðalhlutverki
á námskeiði Ljóssins
Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðin Ljósið heldur námskeið fyrir börn sem eru
aðstandendur krabbameinsveikra. Hitta aðra sem skilja hvað þau eru að ganga í
gegnum. Erna Magnúsdóttir forstöðumaður segir börnin styrkjast á námskeiðinu.
Stjórnvöld í Svíþjóð vilja að skóla-
lögunum verði breytt þannig að
heimilt verði að taka farsíma
af nemendum áður en kennslu-
stundir hefjast. Markmiðið er að
skapa meira næði til lærdóms.
Jan Björklund, menntamálaráð-
herra Svíþjóðar, sagði í viðtali við
sænska sjónvarpið að alltof margir
nemendur gætu ekki einbeitt sér
í kennslustundum þar sem þeir
væru í leikjum í farsímanum eða
uppteknir á samfélagsmiðlum.
Tillagan er byggð á niðurstöðum
rannsóknar sem gerð var í kjöl-
far síðustu PISA-könnunar sem
sýndi að ónæði í kennslustund-
um er algengara í sænskum
skólum en almennt í skólum
innan OECD.
Samkvæmt núgildandi
reglum í Svíþjóð hafa kennar-
ar rétt til þess að taka farsíma
af nemendum ef símanotk-
unin er truflandi. Kennarar
hafa hins vegar ekki rétt til
að taka símana af nemend-
um í forvarnarskyni áður en
kennslustund hefst.
Talsmaður vinstri-
manna í Svíþjóð,
Rossana Dinamarca,
segir tillöguna í and-
stöðu við tækniþróun
auk þess sem kennur-
um verði fengið nokk-
urs konar lögregluhlut-
verk.
Á Íslandi gilda mis-
munandi reglur um
notkun farsíma í skól-
um. - ibs
Stjórnvöld í Svíþjóð segja að ró og næði verði að komast á í skólunum:
Kennarar fái að taka farsíma
af nemum fyrir kennslustund
Til að draga úr líkunum á skilnaði
ættu pör að minnka tímann sem
þau verja í samfélagsmiðla, eins
og til dæmis Facebook. Á þetta
benda bandarískir vísindamenn
við Háskólann í Boston sem fundu
tengsl milli fjölda Facebook-not-
enda og skilnaðartíðni í 43 ríkjum
Bandaríkjanna.
Vísindamennirnir spurðu jafn-
framt 1.160 einstaklinga í hjóna-
bandi um hversu hamingjusamir
þeir væru. Þeir sem ekki voru not-
endur samfélagsmiðla reyndust
vera 11,4 prósentum hamingjusam-
ari en hinir. Könnunin leiddi einn-
ig í ljós að þeir sem voru mikið á
samfélagsmiðlum eins og til dæmis
Facebook voru tvöfalt líklegri til að
íhuga að yfirgefa maka sinn en þeir
sem ekki notuðu slíka miðla.
Könnun bandarískra vísindamanna:
Facebook-notendur
eru óhamingjusamari
Verkefnið Göngum í skólann hefur
nú verið sett í áttunda sinn hér á
landi. Markmið þess er að hvetja
börn til að tileinka sér virkan
ferðamáta í og úr skóla og auka
færni þeirra til að ferðast á örugg-
an hátt í umferðinni.
Á vefsíðunni heimiliogskoli.is
segir að ein einfaldasta leiðin til
að auka hreyfingu í daglegu lífi sé
að velja virkan ferðamáta, svo sem
göngu, hjólreiðar og hlaup. Auk
þess er bent á línuskauta og hjóla-
bretti. Verkefninu lýkur formlega
8. október.
Börn ferðist
á virkan máta
Á SKÓLALÓÐ Virkur ferðamáti eykur hreyfingu í daglegu lífi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ekki er aukin hætta á að konur
með mikla morgunógleði fæði
börn fyrir tímann eða að börn
þeirra fæðist léttari en börn
annarra mæðra. Þetta eru niður-
stöður tveggja stórra rannsókna
norsku lýðheilsustofnunarinnar.
Norskir fjölmiðlar greina frá því
að mikil morgunógleði sé algeng-
asta ástæða sjúkrahússlegu
barnshafandi kvenna á fyrsta
hluta meðgöngunnar. Konurnar
geta orðið mjög veikar. - ibs
Mikil morgun-
ógleði hættu-
laus fyrir fóstur
ÓFRÍSK Ógleði er algeng ástæða sjúkra-
hússlegu.
FACEBOOK Stórnotendur Facebook eru
tvöfalt líklegri til að íhuga skilnað.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Á NÁMSKEIÐI LJÓSSINS „Dorrit Moussaieff forsetafrú hefur yfirleitt verið í för
með Sollu í Gló þegar hún heimsækir börnin og kennir þeim að búa til eitthvað
hollt og gott. Það hefur krökkunum fundist magnað,“ segir Erna Magnúsdóttir.
Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið
krabbamein og aðstandendur þeirra. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá,
eins og heilsutengd námskeið, námskeið fyrir nýgreindar konur, fræðslu-
fundi fyrir karlmenn, jógahópa, gönguhópa, líkamsrækt, handverkshópa,
nudd og fleira.
Starfsemin er alla virka daga frá klukkan 8.30 til 16 á Langholtsvegi 43.
ENDURHÆFING OG STUÐNINGUR Í LJÓSINU
Sími 5 700 900