Fréttablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 8
11. september 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
KJARAVIÐRÆÐUR Formenn aðild-
arfélaga Starfsgreinasambands
Íslands (SGS) segja að ríkisstjórn-
in sé í herferð gegn tekjulágu fólki
og atvinnulausum, þess sjáist glögg
merki í fjárlagafrumvarpinu.
Þeir telja átök líkleg á vinnumark-
aði í vetur. Það geti orðið þrautin
þyngri að koma nýjum kjarasamn-
ingi á koppinn.
Samningar á almenna vinnu-
markaðnum eru lausir eftir áramót
og samningagerðin að fara af stað.
Fyrst á að reyna að ná utan um sér-
kröfur, síðan á að
takast á um krón-
ur og aura. Þó
ríkisstjórnin sé
ekki beinn aðili
að kjarasamn-
ingum á almenna
markaðnum er
það þó efnahags-
stefna stjórn-
valda á hverjum
tíma sem markar ytra umhverfi
kjarasamninga.
Á næstunni ætla menn að vega og
meta hverju síðustu kjarasamning-
ar skiluðu verkafólki í raun. Hvort
það hafi fengið
einhverjar kjara-
bætur.
„Frumvarp til
fjárlaga kemur
eins og skratt-
inn inn í umræðu
um kjarasamn-
inga. Sú nálg-
un að segja að
það breyti engu
að hækka virðisauka á matvælum
vegna þess að þeir fái það leiðrétt
í gegnum barnabætur gengur ekki
upp í hugum fólks,“ segir Sigurður
Bessason, formaður Eflingar og
talsmaður Flóabandalagsins.
Í sama streng tekur Björn Snæ-
björnsson, talsmaður Starfsgreina-
sambandsins. Björn segir alvarlegt
að stjórnvöld ætli að stytta bóta-
tímabil atvinnuleysisbóta um hálft
ár. Atvinnulausir hverfi ekki úr
samfélaginu þó þeir fari af bótum.
„Það er verið að velta vandanum
yfir á sveitarfélögin en þær bætur
sem fólk fær lækka. Sumir fá ekk-
ert því það ræðst meðal annars af
tekjum maka hvort fólk á rétt á
bótum frá sveitarfélaginu svo og af
ýmsum öðrum þáttum,“ segir Björn
og bætir við að með þessu sé enn
frekar verið að skerða kjör þeirra
sem minnst hafi.
Sigurður segir að verkalýðshreyf-
ingin ætli að reyna að fá stjórnvöld
til að draga fyrirhugaðar breytingar
til baka en er ekki vongóður um að
það takist.
„Við gerð síðustu kjarasamninga
setti ríkisstjórnin fram bókun um
að breytingar á virðisaukaskatts-
kerfinu ættu að fara fram í sam-
ráði við launþegahreyfinguna. Það
voru hins vegar engar viðræður við
okkur. Við fréttum af fyrirhuguðum
breytingum í fjölmiðlum,“ segir
Sigurður. johanna@frettabladid.is
Herferð gegn tekjulág-
um og atvinnulausum
Forystumenn innan Starfsgreinasambandsins segja ríkisstjórnina í herferð gegn
tekjulágu fólki og atvinnulausum. Verkalýðsfélögin eru að hefja undirbúning að
gerð nýs kjarasamnings og segja að fjárlagafrumvarpið trufli þá vinnu verulega.
Starfsgreinasambandið er fjölmennasta landssamband verkafólks á Íslandi
og stærsta sambandið innan ASÍ, með samtals um 50 þúsund félagsmenn.
Umreiknað í full stöðugildi er þessi fjöldi hins vegar tæplega 30.000. Af
félagsmönnum aðildarfélaga SGS eru karlar um 47 prósent félaga og kon-
ur 53 prósent.
Meginhlutverk Starfsgreinasambandsins er að sameina verkalýðsfélög
í baráttunni fyrir bættum kjörum og standa vörð um áunnin réttindi og
vera leiðandi afl innan verkalýðshreyfingarinnar og vettvangur umræðu
um þróun samfélagsins í þágu launafólks.
50 þúsund félagsmenn
SKIPULAGSMÁL Forsætisráðuneytið
segir í umsögn um tillögu að deili-
skipulagi við Fjallsárlón að skoða
þurfi hvort ekki sé verið að færast
of mikið í fang í uppbyggingunni.
„Það er mat ráðuneytisins að
leitast eigi við að vernda hina sér-
stöku náttúru lónsins og umhverfi
þess,“ segir í umsögn forsætis-
ráðuneytisins sem vill halda svæð-
inu sem mest óröskuðu.
„Ráðuneytið hefur fyrirvara
gagnvart því að leyfa uppbyggingu
varanlegra mannvirkja við Fjalls-
árlón,“ segir áfram í umsögninni
þar sem jafnframt er gerð athuga-
semd við fjölda og staðsetningu
stæða fyrir rútur og fólksbíla.
Plan fyrir 100 bíla sé of stórt og
rétt sé að takmarka það við sjötíu
eða jafnvel fimmtíu bíla.
„Þessu til viðbótar verður að
telja að vel komi til álita að færa
bílastæði og byggingarreit enn
fjær lóninu til austurs nær þjóð-
vegi,“ segir einnig í umsögninni
sem Hornfirðingar hyggjast ræða
við fulltrúa ráðuneytisins. - gar
Forsætisráðuneytið gerir athugasemdir við deiliskipulag fyrir Fjallsárlón:
Vilja ekki varanleg mannvirki
LONDON,AP Vísindamenn hafa búið
til stafræn kort af jörðinni undir
hinu forna mannvirki Stonehenge á
Englandi. Tilgangurinn er að leysa
ráðgátuna um Stonhenge, sem er á
heimsminjaskrá UNESCO.
Unnin voru sautján nákvæm kort
sem sýna áður óþekkt mannvirki
á svæðinu sem búin voru til fyrir
helgisiði, auk stórrar timburbygg-
ingar. Talið er að hún hafi verið
notuð fyrir jarðarfarir.
„Ný mannvirki hafa verið afhjúp-
uð og einnig nýjar tegundir mann-
virkja sem fornleifafræðingar hafa
aldrei séð áður,“ sagði Vincent
Gaffney, prófessor við Birmingham-
háskóla og stjórnandi rannsóknar-
innar.
Einnig fannst stór, forsöguleg
gryfja, sem virðist hafa tengst sól-
inni.
Wolfgang Neubauer, prófessor hjá
fornleifastofnun í Vínarborg, segir
að með nýju kortunum verði í fyrsta
sinn mögulegt að finna út hvernig
Stonehenge og landslagið á svæðinu
hefur þróast í gegnum aldirnar.
Fornleifafræðingar hafa stund-
að uppgröft á Stonehenge-svæðinu
og velt fyrir sér tilurð þess síðan
á sautjándu öld. Um 1,2 milljónir
ferðamanna koma þangað á hverju
ári. - fb
Vísindamenn hafa búið til stafræn kort af jörðinni undir fornu mannvirki á Englandi:
Kort afhjúpa leyndardóma Stonehenge
SIGLT UM JÖKULLÓN Bátsferðir innan
um ísjaka njóta vinsælda. Myndin er frá
Jökulsárlóni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
UNDIRBÚNINGUR Forystumenn í verkalýðshreyfingunni segja að hækkun virðis-
aukaskatts á matvæli skerði kjör þeirra sem lítið hafi. Undirbúningur að gerð nýs
kjarasamnings er að hefjast og þeir segja þetta ekki gott innlegg. FRÉTTABLAÐIÐ /VILHELM
BJÖRN
SNÆBJÖRNSSON
SIGURÐUR
BESSASON
STONEHENGE Mannvirkið hefur
lengi verið hjúpað dulúð. Enginn veit
nákvæmlega hvað fór þar fram.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Guðni Arinbjarnar
Sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum
Hef flutt læknastofu mína í
Læknaráð - Holtasmára 1 - 7. hæð - 201 Kópavogur
Tímapantanir virka daga kl. 9 - 15 í síma 552 4800
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
30-40%
afsláttur
af öllum h
jólum
Skóladag
ar
Götuhjól
• Fjallah
jól • Barn
ahjól
Racerar •
29er hjó
l
ALÞINGI Þingmál um fjármögnun
á uppbyggingu ferðamannastaða
mun væntanlega líta dagsins ljós á
allra næstu vikum, segir Ragn-
heiður Elín Árnadóttir iðnaðarráð-
herra. Miklar deilur urðu í sumar
þegar landeigendur við Geysi hófu
gjaldtöku sem síðar var sett lög-
bann á. Ragnheiður Elín segir að
hún hafi lagt málið til hliðar í vor
vegna tímaskorts. „Þetta er brýnt
mál, en það er mikilvægt að við
náum sem mestri samstöðu um
það,“ segir Ragnheiður Elín. - jhh
Ráðherra undirbýr nýtt mál:
Vonast eftir
meiri samstöðu
1.200.000
Á hverju ári heimsækja 1,2
milljónir ferðamanna
Stonehenge.