Fréttablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 44
KYNNING − AUGLÝSINGSpjaldtölvur FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 20142 Spjaldtölvur hafa valdið byltingu á mörgum sviðum samfélagsins undan farin ár. Útbreiðsla þeirra er mikil hérlendis og margar starfsstéttir hafa tekið þær í þjónustu sína með marg- víslegum hætti. Meðal þeirra eru tón- listarmenn og tónlistarkennarar sem nýta spjaldtölvur við tónlistarsköpun, kennslu og á tónleikum. Meðlimir rokk- sveitarinnar góðkunnu Agent Fresco til- heyra þessum hópi en Vignir Rafn Hilm- arsson, bassaleikari sveitarinnar, notar meðal annars spjaldtölvu á tónleikum. „Við höfum aðeins nýtt okkur spjaldtölvur þegar við semjum en helst notum við þær þegar við spilum á tónleikum. Þar notum við ýmis forrit eins og iGrand Piano, Animoog og Sound Prism.“ Vignir starfar einnig sem kennari í Skólahljómsveit Grafarvogs þar sem hann sér um þróunarverkefni sem snýr að inn- leiðingu spjaldtölva í tónlistarkennslu. Þar nýtast þær á marga vegu auk þess þegar hann kennir börnum og unglingum á bassa. „Í tónmennt læt ég krakkana búa til trommutakta og semja gítarhljóma. Þann- ig vinna hóparnir saman og semja tónlist. Einnig blöndum við mikið saman tón- list og hljómum úr spjaldtölvu og al- vöru hljóðfærum. Sumir nemenda minna kunna á hljóðfæri og þá býr kannski einn til trommutakt í tölvunni og annar spilar inn á með raf- magnsgítar.“ Þegar Vignir kennir á bassa hjálpar spjaldtölvan líka mikið og gefur kennsl- unni mun meiri möguleika, ekki síst þegar krakkarnir eru farnir að missa áhugann. „Margir nemenda minna hafa aldrei spil- að í hljómsveit og því get ég auðveldlega útbúið trommutakta og gítar þar sem þeir spila með á bassann sinn. Þannig fá þeir tilfinninguna fyrir því að spila í hljómsveit og um leið verður þessi upplifun vonandi frekari hvatning til að halda áfram á sömu braut.“ Hjálpar mörgum Spjaldtölvan nýtist einnig vel fyrir þann hóp sem hefur ekki tök á að læra á hefðbundin hljóðfæri, til dæmis einhverfa krakka. „Ég hef tekið eftir því hvernig spjaldtölvan hvet- ur krakka til tónlistarsköpunar sem ekki hafa tök á að læra á hefðbundið hljóðfæri af ýmsum ástæðum. Það er mjög mikil upp- lifun fyrir krakkana og mig sem kennara þegar til verður tónlist með hjálp spjaldtölvunnar.“ Fjölmörg ókeypis og ódýr forrit eru til á spjaldtölv- ur sem gera fólki kleift að semja eigin tónlist án þess að hafa tónlistar- legan bakgrunn. „Krakkar og ungling- ar geta til að mynda unnið með auðvelt forrit sem heitir Garage Band. Þar er hægt að spila inn gítar, bassa, tromm- ur og einn- ig syngja. Þeir sem eru lengra komnir geta nýtt sér flóknari forrit og má nefna þar til dæmis Animoog.“ Hann segir frekar einfalt að læra inn á þessi for- rit og semja tónlist þótt hljóðfærakunnátta sé ekki til staðar. „Reyndar mæli ég ein- dregið með því að börn og unglingar læri á hljóðfæri þar sem ekkert kemur í stað þess að hafa hljóðfærið sjálft í höndunum, semja og spila tónlist þrátt fyrir að forrit og spjaldtölvur búi yfir öllum þessum mögu- leikum.“ Eykur áhuga og sköpunarþörfina Tónlistarmenn og tónlistarkennarar eru meðal þeirra starfsstétta sem hafa tekið spjaldtölvur í þjónustu sína. Spjaldtölvur nýtast vel til tónlistarkennslu og á tónleikum. Krakkar eru fljótir að læra inn á spjaldtölvur og þær ýta undir áhuga þeirra á tónlistarnámi. „Ég hef tekið eftir því hvernig spjaldtölvan hvetur krakka til tónlistarsköpunar,“ segir Vignir Rafn Hilmarsson, bassaleikari og tónlistarkennari. MYND/VALLI Tölvur og íhlutir síðan 1986 Tæknibær ehf • Skipholt 50c • 105 Reykjavík • 582 6000 • sala@tb.is • www.tb.is • www.computer.is Glæný sending af spjaldtölvum frá Asus Við mælum með með spjaldtölvum frá ASUS en þeir eru þekktir fyrir vandaðar vörur og ótrúlega lága bilanatíðni. ASUS MeMO Pad vörulínan hefur hlotið haug af verðlaunum og fengið góða um- fjöllunum um allan heim, m.a. fyrir vandaða hátalara, hágæða skjái, langa rafhlöðu endingu o.fl. ASUS MeMO Pad 10 taska Verð kr. 7.990 Pat Says Now hliðartöskur Verð kr. 5.990 Port Designs töskur Verð frá kr. 3.990 Pennar fyrir snertiskjái Verð frá kr. 490 Bílahleðslutæki Verð kr. 2.490 Standar Verð frá kr. 1.290 Festingar í bíl, við höfuð- púða eða með sogskál Verð kr. 3.490 Kaplar, Micro HDMI, Micro USB o.fl. Verð frá kr. 1.190 Bluetooth hátalarar Verð frá kr. 3.990 Fylgihlutir fyrir spjaldtölvur: ASUS MeMO Pad HD 7 • Skjár: 7” IPS fjölsnertiskjár (1280x800) • Örgjörvi: Quad Core 1,2 GHZ • Minni: 16 GB SSD, stækkanlegt um 32 GB • Þráðlaust: Wireless-N, Bluetooth 4.0, GPS • Myndavélar: Tvær myndavélar, 5 MP og 1,2 MP • Rafhlaða: Allt að 10 klst rafhlöðuending • Stýrikerfi: Android 4.2 Verð: 29.990 ASUS MeMO Pad HD 8 • Skjár: 8” IPS fjölsnertiskjár (1280x800) • Örgjörvi: Quad Core 1,6 GHZ • Minni: 16 GB SSD, stækkanlegt um 64 GB • Þráðlaust: Wireless-N, Bluetooth 3.0+EDR, GPS • Myndavélar: Tvær myndavélar, 5 MP og 1,2 MP • Rafhlaða: Allt að 9 klst rafhlöðuending • Stýrikerfi: Android 4.2 Verð: 34.990 ASUS MeMO Pad FHD 10 • Skjár: 10” IPS fjölsnertiskjár (1920x1200) • Örgjörvi: Intel Atom Z2560 HT X2 1,6 GHz • Minni: 16 GB SSD, stækkanlegt um 64 GB • Þráðlaust: Wireless-N, Bluetooth 3.0+EDR, GPS • Myndavélar: Tvær myndavélar, 5 MP og 1,2 MP • Hátalarar: Sonic Master stereo hátalarar • Rafhlaða: Allt að 10 klst rafhlöðuending • Stýrikerfi: Android 4.2 • Mál: Aðeins 9,5 mm og 580 grömm Verð: 59.990 Komdu og prófaðu sýningareintökin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.