Fréttablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 30
11. september 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 30 EAPN (European Anti Poverty Network) eru evrópsk samtök sem mynduð eru af frjálsum félagasamtökum sem hafa það í markmiðum sínum að vinna að mál- efnum fátækra. EAPN lítur svo á að fátækt og félagsleg einangrun séu brot á grundvallarmann- réttindum. Orsakavaldar fátæktar eru flókið sam- spil margra ólíkra þátta og því þarf að ráðast gegn þeim á breiðum grunni. Þær aðgerð- ir sem stjórnvöld hérlendis, sem og annars staðar í Evrópu, hafa gripið til í þeim tilgangi að draga úr fátækt hafa ekki dugað og eru þeir sem bjuggu við kröppust kjör fyrir efnahags- hrunið jafnvel enn verr settir nú en áður. EAPN á Íslandi – samtök gegn fátækt voru stofnuð í nóvember árið 2011. Það er mikilvægt að starfið einskorðist ekki við höf- uðborgarsvæðið og því er búið að stofna deild innan samtakanna á Akureyri og einnig er starfandi hópur á Suðurnesjum. Jafnframt hefur verið unnið að því að fjölga aðildarfélögum. Hafin er vinna við heimasíðu EAPN á Íslandi og einnig er unnið að því að útbúa kynningar- efni fyrir samtökin. Árleg PeP-samkoma (People experiencing Poverty) var haldin í fyrrasumar í Brussel en þar kemur saman fólk víðs vegar að úr Evrópu sem býr við fátækt og félagslega einangrun. Það var virkur hópur þriggja kvenna frá Suðurnesjum sem fór utan ásamt fulltrúa stjórnar EAPN á Íslandi. Samkoman var mikil upplifun fyrir kon- urnar sem komu úr erf- iðum aðstæðum. Þátttaka í PeP-samkomum hefur verið mjög vald eflandi fyrir þá einstaklinga sem þær hafa sótt og í mörg- um tilfellum verið vendi- punktur þar sem fólk öðl- ast nýja sýn og finnur hjá sér kjark til að takast á við aðstæður sínar. Gagnkvæmur stuðningur EU Inclusion Strategies Group er vinnuhópur innan EAPN. Megin- markmið hópsins er að fylgjast með stefnu og aðgerðum stjórn- valda til að draga úr fátækt. Á það bæði við um Evrópusam- bandið og stjórnvöld í hverju landi fyrir sig. Mjög mikilvægt er að upplýsingarnar séu nýtt- ar til að þrýsta á stjórnvöld að bregðast við þar sem þörf er á. Hópurinn er vettvangur fyrir gagnkvæman stuðning milli meðlima EAPN víðs vegar í Evr- ópu í baráttu þeirra gegn fátækt. Árlega svarar hvert land ítarlegum spurningalista um aðgerðaáætlun ríkisstjórnar- innar með áherslu á hvað hún hyggst gera til að draga úr fátækt. Þessi vinna hefur reynst mjög gagnleg við að sjá hvað hefur verið gert og hvað ekki til að draga úr fátækt hér á landi. Í nóvember sl. héldu Evrópu- samtökin aðalstjórnarfund í Reykjavík. EAPN á Íslandi sá um undirbúning fundarins. Þurftum við einnig að leggja til fjármuni vegna fundarins og tókst það m.a. með styrkjum frá aðildarfélögum samtakanna. Allt skipulag og aðstaða var til mik- illar fyrirmyndar. Á síðasta ári hófst vinna við svokallað EMIN-verkefni innan EAPN sem hefur það markmið að finna út hvað þarf í hverju landi fyrir sig til að fólk geti lifað mannsæmandi lífi, þ.e. hvað er viðunandi framfærsla. Í EMIN-verkefninu erum við hluti af norrænum hópi sem er undir leiðsögn Dana en hópurinn leitast m.a. við að svara þeirri spurningu hvort til sé norrænt velferðarkerfi. Unnin hefur verið skýrsla á vegum EAPN á Íslandi um stöð- una hér á landi. Tekin voru viðtöl við ýmsa aðila, s.s. fólk sem býr við fátækt, fræðimenn og full- trúa verkalýðsfélaga. Þann 19. september nk. verður haldin ráð- stefna á vegum samtakanna þar sem EMIN-verkefnið og úttekt á viðunandi framfærslu á Íslandi verður kynnt. Niðurstaða skýrsl- unnar mun án efa verða sterkt vopn í baráttunni fyrir bættum lífskjörum þeirra sem búa við kröppust kjör hér á landi. Ráðstefnan er öllum opin og er þátttaka ókeypis. Skráning er til 16. september á heimasíðu Öryrkjabandalags Íslands. Úttekt á viðunandi framfærslu Gallar (í smíði og hönn- un) og hættur eru í Hörpu sem óvinsælt er að fjalla um opinberlega. Má t.d. nefna eftirfarandi: 1) Aðalstigi Hörpu er í einu hlaupi og skáskorinn þannig að m.a. eldra fólk og fólk með skerta göngu- getu á erfitt með að fóta sig og er uggandi í stig- anum. Skáinn á honum beinir fólki út að handrið- inu. Dæmi er um að kall- að hafi verið eftir aðstoð í stiganum. Við arkitektar, sem höfum fylgst með Hörpu-„smíði“ frá 2010, fullyrðum að millipallur eigi að vera þar til öryggis skv. hönnunarreglum um stiga í leik- og tónlistarhúsum og sjá þá „Neufert/Bauentwurfslehre“ hönnunar- og regluhandbók allra arkitekta (alþjóðleg). Þar segir að 18 þrep sé hámarksfjöldi og svo komi pallur. Þeim mun meiri ástæða er fyrir palli að stiginn á líka að nýtast sem neyðarstigi í vá (í eldi, jarðskjálfta eða ann- arri vá). Hrasi einhver þarna við neyðarrýmingu gæti það vald- ið lífshættulegri skriðu fallandi fólks og því er pallur nauðsyn- legur. Lesa má um slíka stiga í byggingarreglum nýrrar Mann- virkjastofnunar. Minnt skal á að tvisvar kom upp (skyndilega) eldur í Eldborgarsal á smíðatím- anum. 2) Handriðin uppi á svölum í Eld- borgarsal eru hættulega lág. Mælast 71 cm og aðeins eru um 30 cm frá brún mjórra sætanna að handriði sem er hættulega lítið. Stór gestur sem fengi t.d. aðsvif eða misstigi sig getur hæg- lega fallið yfir handriðið. Sam- kvæmt byggingarreglum ættu handriðin að vera mun hærri. Spurt var hverjir samþykktu stigann og handriðin með tilliti til öryggis gesta og tóku út? Ekki hafa fengist svör frá Bygginga- fulltúaembættinu þar um. 3) Af hættulegri stétt við malbiks- torgið: Hellusteinarnir í stéttinni eru ekki fasaðir. Miðað við þá teg- und má hæðarmismunur vera að hámarki 2 mm eftir niðurlögn. En hann hefur mælst þarna að 5 mm. Gestir hafa dottið kylliflatir og vitað er um slys. Hve margar lögregluskýrslur skyldu vera komnar vegna óhappa þarna? Af göllum og hættum í tónlistar- húsinu Hörpu SAMFÉLAG Þorbera Fjölnisdóttir fulltrúi ÖBÍ í EAPN á Íslandi ➜ Þær aðgerðir sem stjórnvöld hérlendis, sem og annars staðar í Evrópu, hafa gripið til í þeim tilgangi að draga úr fátækt hafa ekki dugað og eru þeir sem bjuggu við kröppust kjör fyrir efnahagshrunið jafnvel enn verr settir nú en áður. BYGGINGAR Örnólfur Hall arktitekt ➜ Hrasi einhver þarna við neyðarrým- ingu gæti það valdið lífshættulegri skriðu fallandi fólks og því er pallur nauðsyn- legur. Lesa má um slíka stiga í byggingar- reglum nýrrar Mann- virkjastofnunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.