Fréttablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 78
11. september 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 58
Á meðan alþingsmenn Íslands rifust um fjár-lagafrumvarp við setningu Alþingis niðri í
bæ ríkti þjóðarsátt um eitt; Gylfi Þór Sigurðs-
son er kominn aftur!“
Svo komst kollegi minn að orði í umfjöllun
sinni í Fréttablaðinu um leik Íslands og Tyrk-
lands í fyrrakvöld. Gylfi átti magnaðan leik á
miðju íslenska liðsins og var að öðrum ólöst-
uðum maður leiksins sem Ísland vann sann-
færandi með þremur mörkum gegn engu.
Lengi vel var mönnum tíðrætt um tvö
vandamál tengd íslenska landsliðinu: hvar ætti
að nota Gylfa Þór Sigurðsson í leikkerfinu 4-4-2
og hver ætti að fylla skarðið á miðjunni sem
Rúnar Kristinsson skildi eftir sig þegar hann
lagði landsliðsskóna á hilluna fyrir tæpum
áratug. Lausnin á báðum þessum vandamálum
fannst þann 6. september 2013.
Það blés ekki byrlega fyrir íslenska liðinu í
hálfleik gegn Sviss í undankeppni HM 2014
þennan dag. Staðan var 3-1 og fátt benti til
þess að breyting yrði þar á. En í hálfleik gerði
landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck skiptingu;
tók Helga Val Daníelsson af velli og setti Eið
Smára Guðjohnsen inn á í hans stað. Og það
sem mikilvægara var, þá færði Svíinn Gylfa úr
framlínunni og niður á miðjuna.
Það tók smá tíma fyrir þessa breytingar að
virka. Sviss komst fljótlega í 4-1, en þá sögðu
Íslendingar hingað og ekki lengra. Þeir skoruðu
þrjú mörk og tryggðu sér stig með einhverri
mögnuðustu endurkomu sem sést hefur frá
íslensku liði. Og með stiginu héldu þeir lífi í
HM-draumnum.
Gylfi byrjaði á miðjunni í næsta leik gegn
Albaníu og hefur spilað þá stöðu með lands-
liðinu síðan þá. Og eins og sást í fyrrakvöld
líður honum afskaplega vel þar. Vera má að
hann njóti sín best sem „tía“ (í stöðunni fyrir
aftan framherjann), en það hentar honum ekki
síður vel að spila sem annar af tveimur miðju-
mönnum í leikkerfinu 4-4-2.
Yfirsýn hans, spyrnutækni og leikskilningur
eru í hæsta gæðaflokki, og hann er gæddur
þeim einstaka hæfileika að vita hvenær hann
á að keyra upp hraðann og hvenær hann á að
róa spilið. Það var frábært að fylgjast með því
hvernig Gylfi stjórnaði leiknum gegn Tyrkjum í
gær og þá sérstaklega eftir að Ömer Toprak var
rekinn af velli á 59. mínútu. Og það sem meira
er, þá er Gylfi agaður og sinnir varnarvinnunni
samviskusamlega.
Það tók Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson
tíma að finna lausn á „Gylfa-klemmunni“, en
um leið og hún fannst leystu þeir einnig nær
áratugs gamalt vandamál íslenska landsliðsins.
Gylfi Þór Sigurðsson var svarið.
UTAN VALLAR INGVI ÞÓR SÆMUNDSSON ingvithor@365.is
LAUSNIN FANNST Í BERN
FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti
leikmaður í sögu íslenska knattspyrnulandsliðsins,
mun ekki ganga í raðir danska úrvalsdeildarliðsins
FC København. Frá þessu var greint á heimasíðu
FCK í gær. Eiður æfði með FCK um nokkurra
daga skeið og spilaði æfingaleik með liðinu gegn
Nordsjælland á mánudaginn. Eiður lagði upp tvö
mörk í 4-2 sigri FCK.
Forráðamenn FCK ákváðu hins vegar að semja
ekki við Eið, en hluti ástæðunnar fyrir því er sú
staðreynd að íslenski framherjinn hefði ekki getað
leikið með danska liðinu í Evrópudeildinni.
FCK er í riðli með HJK frá Finnlandi, ítalska
liðinu Torino og belgíska liðinu Club Brugge, en
samningur Eiðs við síðastnefnda félagið rann út
að síðasta tímabili loknu. Hann hefur verið án
félags síðan þá. - iþs
Eiður ekki til FCK
SPORT
GOLF Staðfest var á dögunum að
ákveðið hefði verið að senda ekki
karlalið á heimsmeistaramót áhuga-
manna í golfi í ár en mótið fór
fram í Japan. Sendi GSÍ kvennalið
til keppni og hafnaði það í 29.-31.
sæti. Skapaðist umræða um það
hvort Golfsamband Íslands væri
illa statt fjárhagslega í ljósi pistils
Margeirs Vilhjálmssonar sem birtist á
heimasíðu Kylfings í gær en Haukur
Örn Birgisson, forseti Golfsambands
Íslands, staðfesti við Fréttablaðið að
enginn fótur væri fyrir slíkum sögum.
„GSÍ styrkir ár hvert landslið og
kylfinga til þess að taka þátt í mótum
erlendis og er valið í samráði við í
upphafi hvers árs. Unnið er innan
ákveðinna fjárheimilda sem ákveðin
eru á hverju ári og er ákvörðunin
unnin samráði við Úlfar Jónsson,
þjálfara íslenska landsliðsins í golfi,“
sagði Haukur Örn.
„Ákveðið var að þessu sinni að
senda tvö karlalandslið á EM en
eitt kvennalið sem leiddi til þess að
kvennaliðið tók þátt í heimsmeistara-
mótinu. Það á ekki við rök að styðjast
að ákvörðunin hafi verið tekin þegar
sambandið á að hafa komist að því
að ekki væru til peningar til að senda
út annað lið.“
Ákvörðunin var tekin í upphafi ársins
GÓÐUR Gylfi átti frábæran leik gegn Tyrklandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
ÓSANNINDI Ekkert er til í sögunum um
að GSÍ sé illa statt. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Leikmaður Ár Andstæðingur
Örn
Óskarsson 1972 Noregur
Lárus
Guðmundsson 1981 Tyrkland
Tryggvi
Guðmundsson 1997 Liechtenstein
Eiður Smári
Guðjohnsen 1999 Andorra
Jón Daði
Böðvarsson 2014 Tyrkland
SKORUÐU MARK Í FYRSTA KEPPNISLEIK
Nafn Mínútur Ár
Tryggvi Guðmundsson 8 1997
Ármann Smári Björnsson 9 2007
Eiður Smári Guðjohnsen 12 1999
Jón Daði Böðvarsson 18 2014
Lárus Guðmundsson 20 1981
Hörður Magnússon 41 1992
Brynjar Björn Gunnarsson 58 1997
Gunnar Heiðar Þorvaldsson 68 2005
Örn Óskarsson 90 1972
STYSTA BIÐ EFTIR
MARKI Í KEPPNISLEIK
FÓTBOLTI Jón Daði Böðvarsson
skoraði fyrsta mark Íslands í sigr-
inum á Tyrklandi á Laugardals-
velli á þriðjudaginn en með því
varð hann fimmti Íslendingur-
inn til þess að skora mark í sínum
fyrsta keppnisleik.
Varð hann jafnframt fjórði fljót-
asti maðurinn til þess að skora
mark keppnisleik þegar hann
skallaði boltann í netið af stuttu
færi á Laugardalsvelli.
Jón Daði fékk óvænt tækifærið
í byrjunarliði íslenska liðsins í
sínum fyrsta mótsleik en hann
hefur leikið þrjá æfingarleiki með
liðinu en ekki komist á blað.
„Mér var búið að ganga mjög vel
á æfingum og ég vissi að Heimir
og Lars hefðu mikla trú á mér
og treystu mér. Þeir treystu mér
nægilega mikið til þess að gefa
mér byrjunarliðssæti og þetta
gekk bara mjög vel,“ sagði Jón
sem fékk sannkallaða draumabyrj-
un en hann skoraði fyrsta mark
Íslands eftir átján mínútur.
„Þetta létti auðvitað pressunni,
þetta var minn fyrsti keppnisleik-
ur fyrir A-landsliðið og það var
eðlilega smá stress fyrir leik en
um leið og þjóðsöngurinn kom þá
fór allt stress. Það gleymist allt um
leið og maður kemst af stað.“
Í góðra manna hóp
Með marki sínu komst Jón Daði í
hóp fjögurra annarra leikmanna
sem hafa skorað í sínum fyrsta
keppnisleik fyrir íslenska landslið-
ið, þeirra Eiðs Smára Guðjohnsen,
Tryggva Guðmundssonar, Lárusar
Guðmundssonar og Arnar Óskars-
sonar.
„Það er gaman að heyra það,
þetta eru flott nöfn og það er frá-
bært að vera í hóp með jafn góðum
leikmönnum. Vonandi nær maður
að fylgja því eftir og byggja ofan
á þetta,“ sagði Jón Daði en hann
er með fjórðu stystu biðina eftir
marki í keppnisleik.
„Þegar maður heyrir þetta fyll-
ist maður stolti, ekki bara þessar
upplýsingar heldur að hafa spil-
að nánast heilan mótsleik fyrir
Íslands hönd í gær. Fjölskyldan
var með mér í gær og það eru allir
himinlifandi yfir þessu og vonandi
er þetta það sem koma skal,“ sagði
Jón Daði sem vonast eftir sæti í A-
landsliðshóp Íslands í næstu leikj-
um en á sama tíma spilar U21 árs
landsliðið gríðarlega mikilvægan
leik í umspili upp á sæti á Evrópu-
mótinu 2015.
„Það er vonandi að maður hafi
sýnt að maður eigi heima í þess-
um frábæra hóp. Það væri gaman
að taka þátt í verkefninu með U21
en maður vill auðvitað komast
eins langt og mögulegt er og það
stærsta sem maður getur upplifað
í þessu eru leikir með A-landslið-
inu.“ kristinnpall@365.is, ooj@365.is
Vonandi það sem koma skal
Jón Daði Böðvarsson stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið með látum gegn Tyrkjum. Það tók hann
aðeins 18 mínútur að skora sitt fyrsta A-landsliðsmark. Hann er þó ekki sá fl jótasti í landsliðssögu Íslands.
MAGNAÐUR Jón Daði fór mikinn í fyrsta A-landsliðsleiknum sínum og kom Íslandi á bragðið í frábærum 3-0 sigri á Tyrkjum á
Laugardalsvelli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Víkingur hafnaði í
gær tilboði Aalesund í Aron Elís
Þrándarson, miðjumann liðsins,
en norska úrvalsdeildarfélagið
lagði fram kauptilboð í leikmann-
inn í síðustu viku.
Tilboðið var einfaldlega ekki
nægilega gott að mati Víkings en
það staðfesti Heimir Gunnlaugs-
son, formaður meistaraflokks-
ráðs Víkings, við íþróttadeild.
Aron Elís hefur verið eftir-
sóttur um nokkurt skeið, ekki
síst vegna frammistöðu sinnar í
1. deildinni í fyrra þar sem hann
skoraði 14 mörk í 14 leikjum og
svo í Pepsi-deildinni í ár þar sem
hann bar sóknarleik Víkingsliðs-
ins á herðum sér framan af móti.
Aron, sem er uppalinn í Vík-
ingi, mun því klára tímabilið með
liðinu en liðið er í harðri baráttu
um sæti í Evrópukeppni að ári.
Að sögn Heimis hafa fleiri lið
áhuga á Aroni Elís en útsendar-
ar hafa fylgst með honum í allt
sumar og sérstaklega undanfarn-
ar vikur.
Miðað við áhugann sem erlend
félög hafa verið að sýna þessum
stórefnilega leikmanni þá verður
að teljast afar ólíklegt að hann
spili áfram með Víkingum næsta
sumar. - kpt
Sagði nei við
Álasund
EFTIRSÓTTUR Aron Elís getur örugg-
lega valið úr tilboðum.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR