Fréttablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 50
KYNNING − AUGLÝSINGHaust- og vetrartíska FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 20148 EIGNAST BRÚÐARKJÓL MÓÐUR SINNAR Harry prins verður þrítugur þann 15. september. Þann dag erfir hann brúðarkjól móður sinnar en deilir honum með bróður sínum, Vilhjálmi. Brúðarkjóllinn er einn frægasti og verðmætasti brúðarkjóll í heimi. Frá því að Díana prinsessa lést í bílslysi árið 1997 hefur bróðir hennar, Charles Spencer, verið ábyrgðarmaður kjólsins sem hefur verið geymdur í húsi fjölskyldunnar í Althorpe í Northampton. Í erfðaskrá Díönu kemur fram að synir hennar eigi að fá kjólinn þegar sá yngri, Harry, verður þrítugur. Díana og Karl prins giftu sig árið 1981 og hefur það verið kallað brúð- kaup aldarinnar. Kjóllinn vakti mikla athygli, hann er úr silki, skreyttur mörg þúsund perlum. Almenningur hefur getað séð kjólinn þar sem hann hefur verið sýndur víða um heim. David og Elizabeth Emanuel hönnuðu hann. Díana klæddist breskri hönnun fyrstu ár sín sem prinsessa en þegar frá leið skipti hún yfir í Versace, Christian Lacroix, Ungaro og Chanel. FETAÐ Í FÓTSPOR CAMERON DIAZ Kvikmyndastjarnan Cameron Diaz frumsýndi á dögunum fyrstu skólínu sína fyrir Pour La Victoire. „Þegar ég byrjaði að vinna fyrir Pour La Victoire voru svimandi háir platform-skór hæstmóðins en svoleiðis skófatnaður hentar mér illa þar sem ég er nógu hávaxin fyrir,“ segir Cameron sem er fastheldin í skókaupum og vill að skór vinni með eigendum sínum ásamt því að prýða fæturna. „Þægindi skipta mig mestu. Í New York geng ég mestmegnis í flatbotna skóm og stígvélum en ef ég finn frábæra hælaskó í borgarröltið er ég í þeim öllum stundum. Í Los Angeles, þar sem maður fer allra sinna ferða í bíl, tek ég hælaskóna fram yfir og ekki síst háhæla stígvél sem haldast vel á fætinum og gera mig fljóta í ferðum. Við viljum allar klæðast skóm sem okkur líður vel í, gera okkur flottar og tolla á fætinum án mikillar fyrir- hafnar. Það einkennir skólínu mína fyrir Pour La Victoire.“ Glæsilegir ökklaskór frá Cameron Diaz. GÓÐ UMHIRÐA UM GÚMMÍIÐ ● Þvoið stígvélin með heitu vatni og mildum sápulegi. Notið mjúkan svamp eða klút í stað bursta. ● Látið stígvélin þorna við stofuhita. Varist að reyna að flýta fyrir þurrkun þar sem hiti getur skemmt gúmmíið. ● Geymið stígvélin standandi fjarri hitagjafa og í skugga. ● Berið silíkonáburð á stígvélin mánaðarlega meðan þau eru í mestri notkun. www.ehow.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.