Fréttablaðið - 13.09.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.09.2014, Blaðsíða 2
13. september 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 SKIPULAGMÁL „Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjóns- son, fulltrúi eigenda húss að Veghúsa- stíg 1 í Reykjavík. Húsið, sem Stefán segir ónýtt eftir að hitaveiturör sprakk í því fyrir fjór- um árum, hefur staðið autt til margra ára og er eitt af þeim húsum sem eru á lista lögreglunnar og slökkviliðs Reykjavíkur yfir yfirgefin hús og dóp- greni í borginni. Stefán furðar sig á því að á meðan slökkviliðið sé markvisst að vinna að fækkun þessara húsa, fáist ekki leyfi frá borginni til að rífa það niður. Að sögn Stefáns hefur fjölskyld- an ítrekað óskað eftir leyfi til að fá að rífa húsið en án árangurs. Stefán segir misræmi vera í fyrir- mælum slökkviliðs og lögreglu ann- ars vegar og borgarinnar hins vegar. „Eftir lekann fór slökkviliðið fram á að við myndum byrgja alla glugga og loka húsinu. Nokkru síðar fengum við bréf frá borginni þar sem við vorum beðin um að mála húsið og laga gler í glugg- um sem við gerðum. Nú vill slökkvilið- ið aftur láta byrgja gluggana og maður veit bara ekkert hverjum maður á að taka mark á.“ Stefán gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang og segir vanta kjark og þor til að taka á málinu. Á meðan sé húsið slysagildra. „Í fyrstu var ástæðan sú að húsið var talið friðað en Minjastofnun Íslands hefur nú staðfest að húsið sé ónýtt og aflétt friðuninni. Við ítrekuðum því beiðni okkar um niðurrif, en þrátt fyrir að þetta liggi fyrir virðist borgin ekki geta tekið þessa ákvörðun. Ábyrgðin er því algjörlega hennar. Þetta er stór- hættulegt og bara tímaspursmál hve- nær einhver slasar sig þarna.“ Björn Stefán Halldórsson, bygging- arfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að borgin vilji láta gera annað mat á húsinu áður en endanleg ákvörðun verður tekin um niðurrif þess. „Húsið hefur þótt vera fulltrúi þess- arar gerðar húsa frá þessum tíma á þessum stað og hefur þótt gott hús til þessa. Við viljum fyrst og fremst vera viss um ástand hússins en ef það reyn- ist vera ónýtt gæti reynst nauðsynlegt að rífa það. Við erum í rauninni að láta athuga hvað réttast sé að gera,“ segir byggingarfulltrúi. hanna@frettabladid.is ➜ Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi Wow air, segir fl ug- félagið ætla að hefj a áætlunarfl ug til Norð- ur-Ameríku næsta vor. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala– háskólasjúkrahúss, segir spítalann þurfa meira fé. Spítalinn fái nú um 10 prósentum minna fé úr ríkissjóði en hann gerði árið 2008 miðað við fast verðlag. Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri True North, segir að framleiðendur kvikmyndarinnar Noah, sem tekin var upp hér á landi sumarið 2012, hafi ekki enn fengið þá 20 prósenta endurgreiðslu frá atvinnuvegaráðuneytinu sem þeim ber. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, ætlar að láta rífa sumar- hús fyrirtækisins við Þingvallavatn. Um er að ræða svokallaðan for- stjórabústað í Riðvík í landi Nesjavalla og verður hann rifi nn næsta sumar. FRÉTTIR VIKAN 6.9.➜12.9.2014 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Sam- taka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að spá Arion banka geri ráð fyrir að draga muni úr fj ölgun er- lendra ferðamanna hér á landi á næstunni. FIMM Í FRÉTTUM FLÝGUR TIL AMERÍKU OG FORSTJÓRABÚSTAÐUR RIFINN LAUGARDAGUR Eldur í hvalasýningu Eldur kviknaði í hvalslíkani á Hvalasýningunni á Fiskislóð. Líkanið var það síðasta af 23 sem unnið hafði verið að hörðum höndum undanfarnar vikur að setja upp og átti að opna sýninguna fimm dögum síðar. Miklar sót- og vatnsskemmdir urðu á sýningunni og ljóst að tjónið er mikið. Talið er mögulegt að kviknað hafi í út frá rafsuðu en líkönin eru úr plastefni sem fuðrar upp. SUNNUDAGUR Nýr ritstjóri DV Á fundi nýrrar stjórnar útgáfufélags DV var Hallgrímur Thorsteinsson ráðinn ritstjóri DV og dv.is. Reynir Traustason var leystur undan starfsskyldum sínum og hóf Hallgrímur störf á mánudeg- inum. MÁNUDAGUR Lögreglan stjórnar ekki internetinu Erlend spjallsíða þar sem íslenskir karlmenn skiptast á myndum af fáklæddum íslenskum stúlkum er enn í fullum gangi. Lögreglan hefur rannsakað málið undanfarið hálft ár og í samtali við Fréttablaðið sagði Friðrik Smári Björgvins- son yfirlögregluþjónn lögregluna ekki geta stemmt stigu við myndum sem deilt er á internetinu. ÞRIÐJUDAGUR Þing sett Þingsetning hófst með guðs- þjónustu í Dómkirkjunni og var nýtt fjárlagafrumvarp afhent klukkan fjögur. Helstu fréttir úr frumvarpinu voru að áætlað er að lægra þrep virðisaukaskatts hækki úr sjö prósentum í tólf og efra þrepið lækki úr 25,5 prósentum í 24 prósent þann 1. janúar á næsta ári. MIÐVIKUDAGUR Börn haldi sig innan dyra Um- hverfisstofnun sendi frá sér áríðandi tilkynningu til íbúa á Reyðarfirði vegna mikils styrks brennisteinstvíildis, SO2. Um var að ræða efni í lofti sem berast frá gosstöðvunum í námunda við Bárðarbungu. FIMMTUDAGUR Málsmeðferð gegn Gálgahraunsmót- mælendum Aðalmeðferð í máli lögreglustjórans á höfuð- borgarsvæðinu gegn níu einstaklingum sem handteknir voru í mótmælunum í Gálgahrauni fór fram í Héraðsdómi Reykjaness. Salurinn var þéttsetinn fólki og komust færri að en vildu. FÖSTUDAGUR Erlendir ferðamenn á Landspítalanum Komum erlendra ferðamanna á Land- spítalann hefur fjölgað verulega fyrstu átta mánuði ársins,. María Heimis- dóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, segir mikla vinnu á bak við hvern erlendan sjúkling. „Það er heilmikil pappírsvinna í kringum erlenda sjúklinga og mun meiri en kringum þá innlendu.“ Húsið hefur þótt vera fulltrúi þessarar gerðar húsa frá þessum tíma á þessum stað og hefur þótt gott hús til þessa. Björn Stefán Halldórsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkur. Sigur Íslands á Tyrkjum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hóf undankeppni EM 2016 með látum á Laugardalsvelli á þriðjudag þegar Tyrkjum var skellt í fyrsta leik, 3-0. Jón Daði Böðvarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslands. „Það er ekkert annað hægt en að vera hamingjusamur þjálfari eftir svona leik. Þetta var nánast full- kominn leikur fyrir okkur þjálfarana,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar lands- liðsþjálfara Íslands. GLEÐIFRÉTTIN Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa Eigendur hússins að Veghúsastíg 1 hafa ítrekað sótt um leyfi til niðurrifs og segja húsið ónýtt. Húsið er á lista lögreglu og slökkviliðs um yfirgefin hús og dópgreni. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík segist vilja láta endurmeta ástand hússins áður en örlög þess verða endanlega ráðin. ÓNÝTT HÚS Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda, vill láta rífa húsið sem hann segir skapa slysa- hættu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEILBRIGÐISMÁL Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir Vig- dísi Hauksdóttur formann fjárlaga- nefndar Alþingis fara með fleipur þegar hún haldi því fram að fram- lög til sjúkrahússins hafi numið 10 milljörðum með fjárlögum ársins 2014 og frumvarpi til ársins 2015. Þar með hefði niðurskurður verið jafnaður. Þetta kemur fram í forstjórapistli sem Páll ritar á vef Landspítalans í gær. Í honum vitnar Páll í ummæli sem Vigdís lét falla í gærmorgun á Bylgjunni. Páll segir að ef jafna hefði átt hall- ann hefðu fram- lög til sjúkra- hússins orðið að nema 16 milljörð- um króna á tíma- bilinu. Framlögin þessi tvö ár hafi hins vegar numið 6,3 milljörðum króna. „Þetta fer nokkuð fjarri þeim tíu milljörðum sem formaðurinn nefndi,“ segir forstjórinn og held- ur áfram. „Staðreyndin er sú að í ár fær Landspítali um 10 prósent minna fé til reksturs en hann fékk árið 2008 miðað við fast verðlag.“ Að sögn Páls hefur síðan þá ekki einungis verið hagrætt gríðarlega í starf- seminni, eins og formaður fjárlaga- nefndar bendir réttilega á heldur hafi einnig verið bætt við fjölmörg- um nýjum verkefnum. Þar tiltekur forstjórinn sérstaklega þjónustu við eldri borgara. - jme Forstjóri Landspítalans segir ekki búið að jafna niðurskurð hjá Landspítala: Segir Vigdísi fara með rangt mál Stað- reyndin er sú að í ár fær Landspítali um 10 pró- sent minna fé til reksturs en hann fékk árið 2008 miðað við fast verðlag Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. VIGDÍS HAUKS- DÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.