Fréttablaðið - 13.09.2014, Side 10

Fréttablaðið - 13.09.2014, Side 10
13. september 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 ÞRÓUNARSAMVINNA Fjárlagafrum- varpið gerir ráð fyrir að fram- lög til alþjóðlegrar þróunarsam- vinnu skerðist. Það felur í sér að framlögin eru ekki í samræmi við þingsályktun um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu sem samþykkt var í mars 2013. Alls er áætlað að hlutfall fram- laganna af vergum þjóðartekjum verði 0,22 prósent en samkvæmt þingsályktuninni hefðu þau átt að vera 0,35 prósent á næsta ári. Markmið Sameinuðu þjóðanna kveður á um að iðnríki skuli veita sem nemur 0,7 prósent af verg- um þjóðartekjum til þróunarsam- vinnu. Í þingsályktuninni kemur fram að markmið Íslendinga skuli vera að leggja lóð á vogarskál- arnar gegn fátækt og fyrir bætt- um lífskjörum í fátækustu hlutum heims. Þannig verði leitast við að uppfylla pólitískar og siðferðisleg- ar skyldur landsins sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóða. Á sama tíma og framlög til þró- unarsamvinnu eru skorin niður eru þau aukin til hernaðartengdrar samvinnu. Á fjárlögunum er gert ráð fyrir hækkun á framlögum til Atlantshafsbandalagsins, NATO, um rúmlega sjö milljónir. Á fjár- lögum 2014 voru þau 265 milljónir króna en verða nú 272,3 milljónir. Þannig er farið fram á 14,4 millj- óna króna hækkun á tímabundnu framlagi vegna byggingar höfuð- stöðva NATO til viðbótar við 104,2 milljóna framlag í gildandi fjár- lögum. Áætlað er að heildarkostn- aður Íslands við bygginguna verði 2.937.185 evrur sem jafngildir rúmlega 450 milljónum íslenskra króna á viðmiðunargengi evru í frumvarpinu. fanney@frettabladid.is Fé til þróunarsamvinnu enn skert Í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2015 eru framlög til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu skert en framlög til hernaðartengdrar starfsemi eru aukin. „Það eru mikil vonbrigði að nú skuli annað árið í röð vera lögð fram fjár- lög þar sem að snúið er af leið aukningar á framlögum sem sameinaður vilji Alþingis sagði fyrir um í þróunarsamvinnuáætlun. Þess utan eru það auðvitað viðbótarvonbrigði að hlutur Þróunarsamvinnustofnunar skuli minnka sem hlutfall af heildarþróunarframlögunum. Ég vona auðvitað að þetta breytist allt saman í meðförum þingsins,“ segir Engilbert Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. „Það er auðvitað mikið umhugsunarefni að á sama tíma eigi að auka framlög til hernaðartengdrar starfsemi. Það er mitt mat að þróunarsam- vinna skili svo miklu meiru fyrir frið í heiminum en hernaðarstarf. Sam- einuðu þjóðirnar hafa bent á að fátækt og ójöfnuður séu ein helsta orsök stríðsátaka í heiminum, þess vegna skiptir einmitt svo miklu máli að við sem erum ríkari reynum að láta okkar af hendi rakna til að styrkja stöðu fátækari þjóða,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra. Ísland er langt á eftir öðrum þjóðum HJÁLPARSTARFSEMI Þróunarsamvinnustofnun Íslands starfar meðal annars í Úganda, Malaví og Mósambík. MYND/GUNNI SAL
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.