Fréttablaðið - 13.09.2014, Side 11
LAUGARDAGUR 13. september 2014 | FRÉTTIR | 11
STJÓRNMÁL „Ég hef velt því fyrir
mér hvort ríkisstjórnin sé ekki
að setja á svið leikrit. Það er mjög
sérkennilegt þegar annar stjórn-
arflokkurinn setur almennan fyr-
irvara við fjárlagafrumvarpið,“
segir Katrín Jakobsdóttir, formað-
ur Vinstri grænna.
Þingmenn Framsóknarflokksins
hafa síðustu daga lýst miklum efa-
semdum yfir hækkun á virðisauka-
skatti á mat úr sjö í tólf í prósent.
Auk þess hefur forsætisráðherra
lýst þeirri skoðun sinni að hægt sé
að endurskoða fjárlagafrumvarp-
ið. Flestir þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins styðja hins vegar breyt-
inguna.
„Tekjuöflunarfrumvarpið geng-
ur lengra, þar er gert ráð fyrir að
matarskatturinn hækki í tólf pró-
sent en í fjárlagafrumvarpinu er
gengið út frá því að hann verði 11
prósent. Þetta gefur sögusögnum
um að það sé verið að setja á svið
leikrit byr undir báða vængi. Þetta
verði svo dregið til baka,“ segir
Helgi Hjörvar, þingflokksformað-
ur Samfylkingarinnar. Hann segist
þó varla trúa því fyrr en hann taki
á að þannig sé í pottinn búið.
„Á maður ekki að ætla að rík-
isstjórnin meini það að hún vilji
hækka matarskattinn?“ segir Guð-
mundur Steingrímsson, formaður
Bjartrar framtíðar, og bætir við að
hann telji málið vera vanhugsað frá
upphafi.
„Stjórnin sagðist ætla að ein-
falda virðisaukaskattskerfið. Það
er hins vegar engin einföldun í
þessu. Þrepin eru jafnmörg og
þau voru og það er ein undanþága
fyrir ferðaþjónustuna. Fjármála-
ráðherra segir að það verði ekki
frekari breytingar,“ segir hann og
bætir við að Björt framtíð styðji
ekki hækkun á matarskatti.
„Á sama tíma og auðlegðarskatt-
ur upp á 10 milljarða er felldur
niður og veiðigjöldin lækkuð enn
meira er farið í skattahækkanir á
almenning í landinu,“ segir Katr-
ín og telur þetta ranga forgangs-
röðun.
„Mér finnst ótrúlegt, einmitt
þegar við erum komin út úr krepp-
unni og fólk er búið að leggja
mikið á sig í mörg ár, þá sé komið
inn með ellefu milljarða hækkun
á helstu lífsnauðsynjar. Þetta er
stærsta einstaka skattahækkunin á
almenning frá hruni,“ segir Helgi.
johanna@frettabladid.is
Líkt og sviðsetning á leikriti
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar eru andvígir hækkun á matarskatti. Formaður VG og þingflokksformaður
Samfylkingar segja undarlegt að samhljóm vanti milli stjórnarflokkanna. Vanhugsað, segir formaður BF.
Á ALÞINGI Hækkun matarskattsins verður án efa eitt af stóru málunum á Alþingi.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
UTANRÍKISMÁL Utanríkisráðherrar
Norðurlandanna og Eystrasalts-
ríkjanna ræddu öryggishorfur í
Evrópu á fundi í Tallinn í gær.
Í tilkynningu frá Gunnari
Braga Sveinssyni utanríkisráð-
herra segir að brýnt sé að hvergi
verði hvikað frá grundvallargild-
um sem séu leiðarljós í utanríkis-
stefnu ríkjanna, virðingu fyrir
alþjóðalögum, lýðræði, mannrétt-
indum og réttarríkinu. Gunnar
Bragi segir mikla samstöðu í
hópnum. Sem fyrr valdi fram-
ferði Rússa í Úkraínu áhyggjum.
- jme
Utanríkisráðherrar á fundi:
Öryggishorfur í
Evrópu ræddar
GUNNAR BRAGI SVEINSSON Utanrík-
isráðherra ræddi stöðu mála í Evrópu.