Fréttablaðið - 13.09.2014, Síða 11

Fréttablaðið - 13.09.2014, Síða 11
LAUGARDAGUR 13. september 2014 | FRÉTTIR | 11 STJÓRNMÁL „Ég hef velt því fyrir mér hvort ríkisstjórnin sé ekki að setja á svið leikrit. Það er mjög sérkennilegt þegar annar stjórn- arflokkurinn setur almennan fyr- irvara við fjárlagafrumvarpið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formað- ur Vinstri grænna. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa síðustu daga lýst miklum efa- semdum yfir hækkun á virðisauka- skatti á mat úr sjö í tólf í prósent. Auk þess hefur forsætisráðherra lýst þeirri skoðun sinni að hægt sé að endurskoða fjárlagafrumvarp- ið. Flestir þingmanna Sjálfstæðis- flokksins styðja hins vegar breyt- inguna. „Tekjuöflunarfrumvarpið geng- ur lengra, þar er gert ráð fyrir að matarskatturinn hækki í tólf pró- sent en í fjárlagafrumvarpinu er gengið út frá því að hann verði 11 prósent. Þetta gefur sögusögnum um að það sé verið að setja á svið leikrit byr undir báða vængi. Þetta verði svo dregið til baka,“ segir Helgi Hjörvar, þingflokksformað- ur Samfylkingarinnar. Hann segist þó varla trúa því fyrr en hann taki á að þannig sé í pottinn búið. „Á maður ekki að ætla að rík- isstjórnin meini það að hún vilji hækka matarskattinn?“ segir Guð- mundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, og bætir við að hann telji málið vera vanhugsað frá upphafi. „Stjórnin sagðist ætla að ein- falda virðisaukaskattskerfið. Það er hins vegar engin einföldun í þessu. Þrepin eru jafnmörg og þau voru og það er ein undanþága fyrir ferðaþjónustuna. Fjármála- ráðherra segir að það verði ekki frekari breytingar,“ segir hann og bætir við að Björt framtíð styðji ekki hækkun á matarskatti. „Á sama tíma og auðlegðarskatt- ur upp á 10 milljarða er felldur niður og veiðigjöldin lækkuð enn meira er farið í skattahækkanir á almenning í landinu,“ segir Katr- ín og telur þetta ranga forgangs- röðun. „Mér finnst ótrúlegt, einmitt þegar við erum komin út úr krepp- unni og fólk er búið að leggja mikið á sig í mörg ár, þá sé komið inn með ellefu milljarða hækkun á helstu lífsnauðsynjar. Þetta er stærsta einstaka skattahækkunin á almenning frá hruni,“ segir Helgi. johanna@frettabladid.is Líkt og sviðsetning á leikriti Leiðtogar stjórnarandstöðunnar eru andvígir hækkun á matarskatti. Formaður VG og þingflokksformaður Samfylkingar segja undarlegt að samhljóm vanti milli stjórnarflokkanna. Vanhugsað, segir formaður BF. Á ALÞINGI Hækkun matarskattsins verður án efa eitt af stóru málunum á Alþingi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UTANRÍKISMÁL Utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasalts- ríkjanna ræddu öryggishorfur í Evrópu á fundi í Tallinn í gær. Í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráð- herra segir að brýnt sé að hvergi verði hvikað frá grundvallargild- um sem séu leiðarljós í utanríkis- stefnu ríkjanna, virðingu fyrir alþjóðalögum, lýðræði, mannrétt- indum og réttarríkinu. Gunnar Bragi segir mikla samstöðu í hópnum. Sem fyrr valdi fram- ferði Rússa í Úkraínu áhyggjum. - jme Utanríkisráðherrar á fundi: Öryggishorfur í Evrópu ræddar GUNNAR BRAGI SVEINSSON Utanrík- isráðherra ræddi stöðu mála í Evrópu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.