Fréttablaðið - 13.09.2014, Page 20

Fréttablaðið - 13.09.2014, Page 20
13. september 2014 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 20 Eina atvinnugreinin hér- lendis sem enn starfar við víðtæk innflutningsbönn, ofurtolla en jafnframt umtalsverða ríkisstyrki er landbúnaðurinn. Land- búnaðarkerfið íslenska er mikil ógagnsæ flækja, hannað í anda gamla sov- éska hagkerfisins. Megin- inntak er að framleiða sem mest, óháð afkomu eða eft- irspurn. Vinnutekjur í sauðfjár- rækt eru nánast engar, þótt óselj- anlegt kjöt hrúgist upp. Inntektin kemur beint frá ríkinu. Starfsum- hverfi íslenska bóndans er sovéskt, því hann ber enga ábyrgð á eigin framleiðslu. Afkoma hans ákvarð- ast á skrifstofum í Reykjavík. Það skiptir einstaka bændur litlu máli, þótt allir markaðir séu yfirmettir. Lögmál framboðs og eftirspurnar eru að engu höfð. Sovétmenn þótt- ust hafa afsannað hin „kapítal- ísku“ lögmál um framboð og eft- irspurn, en gáfust að lokum upp nær örendir. Íslenska bændafor- ystan og stjórnmálaflokkar henn- ar þybbast við og lofsyngja þetta örláta sóunarkerfi. Þá er ótalin sú jarðvegseyðing sem stóraukið beit- arálag veldur hrjóstrugum úthag- anum. Niðurgreidd offramleiðsla Skömmu eftir að aflamarkskerf- inu í sjávarútvegi var komið á fót, en það gekk m.a. út á að laga sókn að veiðigetu fiskistofna, voru bújarðir „kvótasettar“. Opinber tilgangur var sagður vera að laga framleiðslumagn að innlendri eft- irspurn. Reynslan sýnir að það var blekking. Kvótasetning í mjólkurframleiðslu virðist beinast að bændum sjálf- um til að koma í veg fyrir að þeir fari að keppa hver við annan í verði. Kvótinn í sauðfjárrækt virðist vera mælikvarði á framtíðar- greiðslur úr ríkissjóði. Offramleiðslan er óbreytt. Nýverið birti Hagstofan upplýsingar um að af 9.000 tonna lambakjötsframleiðslu væru enn um 2.000 tonn óseld, þrátt fyrir að flutt hafi verið út um 2.500 tonn. Þetta segir að ekki þurfi að framleiða nema um 4.000 tonn til að fullnægja innlendri neyslu. Það má vissulega finna réttlætingu á niðurgreiðslu kindakjöts innan- lands. Haft var eftir einum for- ystumanna bænda að útflutning- ur á kindakjöti væri þjóðhagslega hagkvæmur. Sú hagþvæla, að örlít- ið brot af heildarkostnaði sem skili sér í gjaldeyri, réttlæti útflutning- inn, er aumkunarverð. Meinleg er sú manngæska að niðurgreiða mat ofan í útlendinga á meðan 12.500 Íslendingar eiga hvorki til hnífs né skeiðar. 2.500 íslensk börn fá ekki nægju sína að borða, en okkur er svo hlýtt til stöndugra útlendinga að við eyðum stórfé til að gefa þeim ódýrt kjöt. Þetta hefði ein- hvern tíma verið kölluð rangsnúin mannúð. Hverjum þjónar sóunin ? Svona dýrt og sóunargjarnt fram- leiðslukerfi nærist ekki bara á þröngsýni og þrjósku. Eini mark- vissi hvatinn sem innbyggður er í kerfið er sá að fjölga sauðfé án afkomuáhættu fyrir bændur. Þótt útflutningsbæturnar hafi að nafni til verið afnumdar, þá er nú farið bakdyramegin inn í ríkis- sjóð. Greiðslurnar skila sér. Þótt kerfið gagnist ekkert sérstaklega minni bændum, þá þjónar það ágætlega þeim sem geta nýtt sér vissa hagkvæmni stærðarinnar, þeim sem geta sankað að sér kvót- um og þar með greiðslum úr rík- issjóði. Þá kveinka innflytjendur fóðurs og áburðar sér ekki undan þessu kerfi. Og ekki má gleyma afurðarstöðvunum. Þær hagn- ast af því að meðhöndla og vinna úr vöru sem stendur vart undir eigin framleiðslukostnaði. Svína- og alifuglabændur maka krók- inn í skjóli innflutningsbanns. Já, þetta er vissulega mikið töfrakerfi fyrir alla aðstandendur þess, nema þá sem borga brúsann. Við greið- um fyrir helmingi meira kjöt en við borðum. Landið er ásetið fé sem enginn þarf á að halda. Fáir útvaldir, sem hafa tögl og hagldir á öllum ríkis stjórnum, sjá til þess að vitleysunni er haldið áfram. Þessari skaðlegu óráðsíu verður að linna, því auk útgjalda fyrir almenning, er þetta ein af stóru hindrununum áleiðis til heil- brigðari atvinnuhátta, svo ekki sé minnst á landvernd. Landbúnaðarkerfi ð – broddur á barka þjóðarinnar Við viljum gjarnan gera okkur gildandi á meðal stærri þjóða meðal annars með þátttöku í Júróvision. Júróvision hefur mikið skemmtanagildi, sameinar fjöl- skyldur og vini yfir sjónvarpinu og hvetur okkur til að grilla snemma að vori. En því miður þá höfum við oftar en ekki vermt síðustu sætin, við reynum þó og tökum þátt. Við ættum líka að vilja gera okkur gildandi á meðal stærri þjóða í stórum málum eins og mannréttindamálum. Mannrétt- indi veita okkur alls konar rétt svo sem til framfærslu, sjálfstæðs lífs, náms, starfa, heilbrigðisþjón- ustu, háralitunar og margs ann- ars sem skiptir okkur öll máli í daglegu lífi. Við hjá ÖBÍ efumst stundum um áhuga stjórnvalda á að gera sig gildandi í mannrétt- indamálum. Nýlega áttum við fund með ráðherra mannréttindamála, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þar sem við bentum á að Ísland er eitt af síðustu löndum til að innleiða mannréttindasamning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Samningurinn var undir- ritaður fyrir Íslands hönd 30. mars 2007, síðan þá hafa stjórnvöld nokkrum sinnum áætlað að leggja fram frumvarp á Alþingi um full- gildingu samningsins en af því hefur ekki orðið. Í þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefni fatlaðs fólks til ársins 2014, sem Alþingi samþykkti 11. júní 2012, kemur fram að frumvarp eigi að fara fyrir Alþingi eigi síðar en á vorþingi 2013. Það gekk ekki eftir og var því næsta áætlun á vorþingi 2014, sem hefur heldur ekki orðið. Nú hafa stjórnvöld sagt að frum- varpið verði lagt fram á vorþingi 2015. 158 lönd hafa þegar skrifað undir samninginn og þar af hafa 150 innleitt hann. Núverandi staða er sú að Ísland er eitt af átta síð- ustu löndunum. Það er vissulega von okkar að stjórnvöld taki við sér og keppist við að stýra landinu með slagorðinu „með mannrétt- indalögum skal land byggja“. Staðreyndin er hins vegar sú að við vermum sæti neðarlega á listanum. Er markmiðið að verða síðust til innleiðingar á mannrétt- indasáttmála? Ef svo er, þá verð- ur hæglega hægt að hrópa: „Jibbí, við urðum í síðasta sæti!“ og er þá ekki um að ræða glamúrkeppni Júróvision heldur MANNRÉTT- INDI! Jibbí, í síðasta sæti í Júróvision E N N E M M / S ÍA / N M 6 4 0 4 6 LANDBÚNAÐUR Þröstur Ólafsson hagfræðingur ➜ 2.500 íslensk börn fá ekki nægju sína að borða, en okkur er svo hlýtt til stöndugra útlendinga að við eyðum stórfé til að gefa þeim ódýrt kjöt. MANNRÉTTINDI Ellen Calmon formaður ÖBÍ Halldór Sævar Guðbergsson varaformaður ÖBÍ ➜ Staðreyndin er hins vegar sú að við vermum sæti neðarlega á listanum. Er markmiðið að verða síðust til innleiðingar á mannrétt- indasáttmála?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.