Fréttablaðið - 13.09.2014, Page 26

Fréttablaðið - 13.09.2014, Page 26
13. september 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 JÓN ÓTTAR ÓLAFSSON UM SÉRSTAKAN SAKSÓKNARA Er bitur eftir kæruna Ég neita því ekkert að ég er bitur út í marga aðila inni í kerfinu eftir þessa atburðarás, hvernig þeir tóku á þessu. Eins og í sælgætisbúð Stemmingin í kringum þetta var eins og hjá krökkum í sælgæt- isbúð; nú vissu menn betur hvern- ig verjendur sakborninga myndu stilla vörninni upp. Allir öskrandi á blóð Það voru allir öskrandi á blóð og að það yrðu einhverjir settir í fangelsi. Ég held að sú pólitíska pressa, fjölmiðlafár og múgæsing sem var í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, það gerðist bara aftur. Sérstakur saksóknari kærði Jón Óttar Ólafsson, fyrr-verandi rannsóknarlög-reglumann hjá embætt-inu, og meðeiganda hans í félaginu Pars Per Pars til ríkissaksóknara árið 2012. Kæru- efnið laut að brotum á þagnarskyldu í starfi þegar þeir létu skiptastjóra Milestone hafa rannsóknargögn um Milestone. Ríkissaksóknari taldi málið ekki nægjanlegt til sakfell- is og lét það niður falla í febrúar í fyrra. Jón Óttar segir að eftir á að hyggja hafi það verið mistök að starfa hjá sérstökum saksóknara á sama tíma og þeir störfuðu fyrir skiptastjóra Milestone. Hins vegar sýni gögn málsins að kæra sér- staks saksóknara hafi verið byggð á vísvitandi rangfærslum. Jón Óttar segir það vera eina hræðileg- ustu tilfinningu sem hann hafi upp- lifað þegar hann áttaði sig á því að fyrrverandi vinnufélagar hans til margra ára hafi vitað að hann væri saklaus en samt reynt að koma honum í fangelsi. Kæran til ríkissaksóknara Eftir að hafa unnið í fullu starfi hjá sérstökum saksóknara um nokk- urt skeið fór Jón Óttar í 50 prósenta starf hjá embættinu í nóvember 2011. Á móti starfaði hann í hálfu starfi í verktakavinnu á einkamark- aði í desember 2011 sem sjálfstætt starfandi rannsakari undir merkj- um Pars Per Pars. Hann segir að þetta fyrirkomulag hafi verið með fullri vitund og samþykki sérstaks saksóknara. Í desember 2011 vann Jón Óttar fyrir Milestone og segir þá vinnu hafa verið með vitneskju og sam- þykki Hólmsteins Gauta Sigurðs- sonar, saksóknara hjá sérstökum saksóknara, sem var næsti yfir- maður hans. Þar liggi meðal ann- ars fyrir tölvupóstar þar sem sak- sóknarinn heimili afhendingu gagna til skiptastjóra Milestone og biðji skiptastjórann um að vera í sambandi við Jón Óttar varðandi afhendingu gagnanna. Frá áramót- um 2011/2012 var hann alfarið sjálf- stætt starfandi verktaki, meðal ann- ars fyrir sérstakan saksóknara. Jón Óttar segir að verktakasamn- ingur um vinnu hans fyrir sérstak- an saksóknara hafi hins vegar ekki verið gerður fyrr en u.þ.b. þremur mánuðum síðar, í mars 2012, en þá hafi starfinu fyrir Milestone verið lokið. Við undirritun samningsins hafi hann átt að telja upp vinnu sem hann vann fyrir aðra en sérstakan saksóknara. Jón Óttar segist bara hafa greint frá því að hann ynni fyrir Glitni, enda hafi það verið eini aðilinn sem hann vann fyrir á þeim tíma. Það hafi Ólafur Þór Hauksson vitað um og lýst því í samningnum að hann væri samþykkur. Jón Óttar segir að Ólafur Þór hafi beðið sig um að dagsetja samninginn aftur í tímann, til 2. janúar 2012, til að leysa „ákveðin“ vandamál sem embættið hafi stað- ið frammi fyrir og hafi Jón Óttar orðið við því. „Vandamálið var það að við höfðum í nokkra mánuði unnið fyrir sérstakan saksóknara í refsimálum, meðal annars yfir- heyrt sakborninga, án þess að nokk- uð væri til á pappír um þessa vinnu okkar. Eftir að verjendur komust að þessu og kvörtuðu meðal annars til ríkissaksóknara út af gagnaflæði frá sérstökum til skiptastjóra virð- ast menn innan embættisins hafa orðið hræddir og allt fór í baklás,“ segir hann. Nokkrum vikum síðar var Jón Óttar kærður til ríkissak- sóknara og segir hann að Ólafur Þór hafi lagt fram fyrrnefndan Kæran setti lífið úr skorðum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, segir að viðhorf sín til rannsókna efnahagsbrotamála séu gerbreytt eftir að hann sjálfur þurfti að svara fyrir kæru frá embættinu vegna brota á trúnaði í starfi. Á MEÐAL TÍU FYRSTU Jón Óttar starfaði hjá embættinu frá stofnun þess. Hann segir að frá upphafi hafi menn rætt að þeir þyrftu að passa sig á þrýstingnum frá samfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Jón Hákon Halldórsson jonhakon@frettabladid.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.