Fréttablaðið - 13.09.2014, Page 44

Fréttablaðið - 13.09.2014, Page 44
FÓLK|HELGIN KRAFTA- VERK „Ég myndi kannski ekki mæla með því að konur frestuðu fæð- ingum fram yfir fertugt en því miður koma börn- in ekki eftir pöntun,“ segir Bryndís sem er 49 ára. þær óski að eiga börn sín. „Ég myndi kannski ekki mæla með því að konur frestuðu fæðingum fram yfir fertugt en því miður koma börnin ekki eftir pöntun. Það er hins vegar frábær upplifun að eignast barn á þessum aldri og þarf ekki að stoppa mann frá því að lifa lífinu. Við erum til dæmis búin að bóka sumarfrí til Banda- ríkjanna næsta sumar með alla fjölskylduna. Ég verð bara ótrú- lega töff á sextugsaldri að elta ungana mína,“ segir hún. „Þau munu halda mér ungri.“ Bryndís á vinkonu sem er orðin amma og aðrar sem eru að gifta börnin sín. „Þær gifta og ég skíri,“ segir hún og hlær. „Hér hefur ver- ið gott veður í allt sumar og mér finnst einstaklega skemmtilegt að labba úti með tvíburavagn- inn,“ segir þessa stolta móðir og bætir við: „Börnin veita mér mikla hamingju.“ Bryndís segir að þeim líði vel í Ósló. Þau hafa búið sér heimili á góðum stað nálægt Holmenkollen þar sem stutt er í náttúruparadís. „Við ætluðum í fyrstu ekki að setj- ast hér að í langan tíma en þegar hrunið varð á Íslandi var ekki mjög fýsilegt að snúa til baka. Við erum bæði í góðu starfi og ekki á heimleið á næstunni hvað sem síðar gerist.“ FULL LAUN Í FÆÐINGARORLOFI Fyrst eftir að Bryndís flutti til Noregs skrifaði hún fyrir íslensk blöð en síðan langaði hana að vera meira meðal fólks. „Ég fékk vinnu hjá Olíufyrirtækinu VNG Norge og er búin að starfa hjá þeim í rúm sex ár. Ég starfa á upplýsingadeild og finnst afar áhugavert að kynnast olíuiðnað- inum á þennan hátt. Ég sakna auðvitað blaðamennskunnar og þess skemmtilega fólks sem vann með mér en það er alltaf gaman að kynnast einhverju nýju,“ segir hún. Bryndís hafði aldrei áður búið í Noregi þótt hún hefði heimsótt landið. Tveir af þremur bræðrum hennar hafa búið þar lengi. Þegar hún er spurð um fæðingarorlof í Noregi segir hún það betra en á Íslandi. Foreldrar halda sínum launum á meðan á orlofinu stendur en það er 49 vikur miðað við eitt barn en 54 þegar um tví- bura eru að ræða. Þar af á pabb- inn rétt á 14 vikum. FJÖLSKYLDUVÆNT SAMFÉLAG Um helgina ætla þau að horfa á dótturina Selmu keppa í frjáls- íþróttamóti en hún hefur fetað í fótspor móður sinnar. Bryndís keppti lengi í frjálsum íþróttum. „Hún hefur sérstakt dálæti á langstökki en það var einmitt mín grein,“ segir Bryndís ánægð og bætir síðan við: „Hér er mjög fjölskylduvænt samfélag og sjaldgæft að fólk vinni eftirvinnu. Yfirmaður minn er til dæmis alltaf kominn í stuttbuxur og með bakpoka klukkan fjögur. Þá er farið í hjólaferð eða göngu með fjölskyldunni. Á veturna eru skíðin tekin fram. Það er ríkt í menningunni hér að fjölskyldan geri eitthvað saman.“ ■ elin@365.is Bryndís flutti til Noregs árið 2006 ásamt norskum eigin-manni sínum, Jan Fredrik Rosenberg, og dótturinni Selmu, sem nú er 8 ára. Þau langaði að prófa að búa í Ósló. Lífið tók síðan óvænta stefnu í sumar þegar tvíburar komu í heiminn á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. „Þetta var róttæk en ánægju- leg breyting á högum okkar,“ segir Bryndís þegar við slógum á þráðinn til hennar. „Umönnun barnanna er vinna allan sólar- hringinn. Tvíburarnir fæddust tæpum sjö vikum fyrir tímann og þetta var auðvitað svolítið erfitt í fyrstu en núna er komin rútína á líf þeirra. Edda var 1,9 kg við fæð- ingu en Erik 1,8 kg. Þau eru að ná fjórum kílóum svo allt hefur gengið mjög vel,“ segir hin stolta móðir. „Þetta er krefjandi verk- efni en jafnframt afar ánægjulegt. Það getur stundum reynst erfitt að komast í sturtu eða fá sér að borða því börnin þurfa athygli. Ég vissi auðvitað á meðgöngunni hvað biði mín og var undir það búin. Maður gerir sér hins vegar aldrei alveg grein fyrir hvernig þetta verður fyrr en á reynir. Selma er í skýjunum, enda lengi búin að þrá systkini. Hún er af- skaplega dugleg að hjálpa til.“ Um síðustu helgi voru litlu krílin skírð og fengu nöfnin Edda Hólm Rosenberg og Erik Hólm Rosenberg. Núna um helgina munu þau fagna með langömmu sinni sem verður 90 ára. Það er sannarlega ánægjulegt fyrir elstu kynslóðina að kynnast þeirri nýjustu. KYNNTUST Á ÍSLANDI Bryndís og Jan kynntust árið 1999 og giftu sig 2001. Hann starf- aði hjá Járnblendifélaginu en hún var þá í fjölmiðlaheiminum. Fyrsta barnið fæddist árið 2005 og síðan komu litlu krílin níu árum síðar. Þegar hún er spurð hvort það hafi verið planlagt á þessum aldri að stækka fjöl- skylduna, svarar hún: „Óskin var mjög heit að eignast fleiri börn en það var fyrst nú sem hún varð að veruleika. Edda og Erik eru al- gjört kraftaverk. Meðgangan gekk vel en það tók auðvitað á í lokin að ganga með tvö börn. Þótt tví- burarnir hafi fæðst fyrir tímann voru þeir alveg tilbúnir að koma í heiminn,“ segir Bryndís. „Ekki var verra að það skyldi vera á þjóðhátíðardaginn, þetta eru sannir Íslendingar.“ EKKI EFTIR PÖNTUN Bryndís segir að það fari auðvitað eftir aðstæðum kvenna hvenær VERÐ BARA ÓTRÚLEGA TÖFF MAMMA KRAFTAVERK Það fjölgaði heldur betur í fjölskyldu Bryndísar Hólm, fyrrverandi fréttamanns á Stöð 2, í sumar þegar tvíburarnir Edda og Erik komu í heiminn. Bryndís, sem er 49 ára, segir að litlu gleðigjafarnir taki allan hennar tíma þessa dagana. SKÍRN Bryndís, Jan og Selma ásamt Eddu og Erik á skírnardag- inn. Skírnin fór fram í Holmen- kollen-kirkju 7. september. FLOTT Litlu kraftaverkin Edda og Erik dafna vel. www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Fræðslu- og myndakvöld Í sal FÍ 17. september, kl. 20:00 Vatnavistkerfi á Íslandi Gísli Már Gíslason prófessor í vatnalíffræði Aðalvík-Hesteyri-Snæfjallaströnd Ólöf Sigurðardóttir kennari Aðgangseyrir kr. 600, innifalið kaffi og kleinur Allir velkomnir! Vatnavistker fi á Íslandi Aðalvík-Hest eyri-Snæfjall aströnd Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.