Fréttablaðið - 13.09.2014, Qupperneq 81
KYNNING − AUGLÝSING
Fyrirtækið Kjarnagluggar hefur framleitt vandaða glugga frá árinu 1988 og hefur fylgt
ströngustu kröfum hvað varðar alla
meðhöndlun og samsetningu. Efnið
kemur frá REHAU í Þýskalandi sem
er framarlega í framleiðslu plastefna
til byggingariðnaðar. Gluggarnir eru
allir úr PVC-U plastefni sem hefur
reynst afar vel.
Halldór Hreinsson er fram-
kvæmdastjóri og eigandi Kjarna-
glugga. Hann segir að marghólfaður
prófíll geri það að verkum að glugg-
arnir hafi góða einangrun og nýtist
því sem hljóðeinangrun. Það hent-
ar sérlega vel við fjölfarnar umferð-
argötur eða þar sem önnur hávaða-
mengun er.
„Mikil aukning hefur orðið í notk-
un plastglugga og hurða í einbýlis-
og raðhús en endingin er margfalt
meiri heldur en þar sem tréglugg-
ar eru notaðir. Þar utan losna íbúð-
areigendur við viðhald og málning-
arvinnu. Halldór segir að sumarbú-
staðaeigendur hafi í auknum mæli
valið plastglugga frá Kjarnagluggum
og sömuleiðis eigendur eldri húsa.
Þessir gluggar hafa verið mikið
notaðir í fyrirtækj-
um þar sem gerð-
ar eru miklar kröf-
ur um hreinlæti
svo sem í matvæla-
framleiðslu. Einnig
hafa Kjarnagluggar
smíðað glugga fyrir
nútíma tölvustýrð
fjós.
PVC-U plastefnið stenst full-
komlega alla staðla sem gerðir
eru til glugga hérlendis og upp-
f yllir ströngustu gæðakröfur.
„Við höfum notað þessa glugga
í allar tegundir bygginga, hvort
sem um ræðir íbúðarhús, iðnað-
arhúsnæði eða útihús. Vegna þess
hversu einangrunargildið er gott
getur það lækkað hitunarkostnað
hússins umtalsvert.
Hv ít t er aða l l it ur inn hjá
Kjarnagluggum en ef viðskipta-
vinurinn óskar eftir öðrum litum
er orðið við því. „REHAU er eitt
stærsta fyrirtæki í Evrópu í fram-
leiðslu plastefna og er leiðandi á
því sviði,“ segir Halldór. „Gluggar
frá okkur eru því gæðavara úr
hágæða efni. Í margbreytilegu
veðurfari eins og hér á landi
þarf glugginn að standast álagið.
Varan þarf að uppfylla þær kröf-
ur sem gerðar eru um einangrun-
argildi. Lamir og lokunarbúnað-
ur á að vera ryðfrír og þola þetta
álag.Við leggjum metnað okkur
í að fylgja öllum slíkum kröf-
um og höfum hags-
muni viðskiptavina
ok kar í forgangi,“
segir Halldór.
Gluggi í glugga
Gluggi í glugga er
nýjung hjá Kjarna-
gluggum sem hefur
verið vel tekið. Hægt
er að spara mikinn
vinnukostnað með
því að setja PVCu
plast-gluggann í
glerfalsið á gamla
tréglugganum. Fjar-
lægja þarf gamla pósta en karmur-
inn er látinn standa. Síðan er nýi
glugginn látinn setjast í glerfals-
ið á gamla glugganum. Það sem
stendur útaf á gamla karminum
að utanverðu er klætt með veður-
kápu og þétt með kítti í kringum
gluggann og eftir stendur nýr við-
haldsfrír gluggi. Gluggi í glugga er
góður kostur hvað varðar kostn-
að þegar endurnýja þarf gömlu
gluggana.
Gott að hafa í huga:
Gluggarnir eru framleiddir úr
PVC-efni sem upplitast ekki og
þolir sólarljós. Öll opnanleg fög
eru yfirfelld með tvöfaldri þétt-
ingu, ryðfríum lömum og tveggja
punkta læsingu.
Glerið í glugganum frá Kjarna-
gluggum ehf. er 28 mm að heild-
arþykkt sem gerir alla einangr-
un mun meiri, hvort heldur sem
er í föstum glugga eða opnanlegu
fagi. Öll opnanleg fög eru auðveld
í meðhöndlun.
Hægt er að fá gluggana í
ýmsum stærðum og gerðum,
allt eftir þörfum viðskiptavinar-
ins. Hægt er að velja um glerjun á
gluggum jafnt að utan sem innan.
Öll opnanleg fög á gluggum
hafa næturopnun og læsingu á
húnum sem gerir það að verki að
illmögulegt er að spenna þá upp.
Hvar erum við?
Kjarnagluggar eru staðsettir í Sel-
hellu 13 í Hafnarfirði. „Við erum
ávallt reiðubúnir að veita faglega
ráðgjöf þegar kemur að glugga-
skiptum eða aðstoða við úrvinnslu
verkefna,“ segir Halldór.
Kjarnagluggar ehf., Selhellu 13,
221 Hafnarfirði, sími 554 2800.
Netfang: gluggar@kjarnagluggar.is
Heimasíða: kjarnagluggar.is
Viðhaldsfríir plastgluggar fyrir þá
sem gera gæðakröfur
Kjarnagluggar kynna nýjung á markaðnum þar sem nýir plastgluggar eru settir í gamlan trékarm. Gluggi í glugga er góður kostur hvað varðar
kostnað þegar endurnýja þarf gömlu gluggana. Gluggarnir hafa góða einangrun og eru úr vönduðu PVC-U plastefni.
Smári Kristófersson, smiður hjá Kjarnagluggum, við vinnu sína. MYND/VALLI
Hér sést vel hvernig
þverskurður lítur út
þegar nýr gluggi er settur í
gamlan trékarm.
Halldór Hreinsson hjá Kjarnagluggum með glugga í glugga, þ.e. nýr gluggi er settur í
gamlan trékarm.
Húsnæði Kjarnaglugga við Selhellu 13 í Hafnarfirði.
Gluggar og gler13. SEPTEMBER 2014 LAUGARDAGUR 9